Vísir - 30.12.1975, Síða 20

Vísir - 30.12.1975, Síða 20
□Dmnu -ud§ ozo- mmi]DZ> ncrroni «ojn-K u-n ZÞNn>-i 20 Þriðjudagur 30. desember 1975. VISIH Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 31. desember: Hrúturinn 21. mars—20. april: Hafðu hugann við nám eða starf. bú hefur ekki haft lengi samband við vin sem býr fjarri. Atvik sem gerast i kvöld hvetja þig eindreg- ið til að bæta úr þvi. Nautiö 21. april—21. mai: Viðburðir liðins árs hafa reynt mjög á þrekið. Fagnaðu nýju ári létt(ur) i lund, erfiðleikarnir eru yfirstaðnir. m Tviburarnir 22. mai—21. júni: Það gætir tregablandinna tilfinn- inga þegar gamla árið er að kveðja. Dragðu fram i dagsljósið hugmyndir sem þú hefur lengi gruflað yfir og reyndu að hrinda einhverjum þeirra i framkvæmd. Nýtt ár lofar góðu. Krabbinn ___21. júni—23. júll: Athyglin beinist i sifellu að starf- inu, ekki siður á fridögum en öðr- um. Taktu eftir þvi sem er að gerast i kringum þig og hafðu bæði augu og eyru opin fyrir öll- um fréttum af vinum og kunningjum. Margt óvæntgerist. Ljónift 24. júlí—23. ágústr Þróunin er örari en þig óraði fyrir á vinnustað. Haltu áfram rakleitt á þinni braut og nýja árið færir þér það sem þú hefur sóst eftir öll þessi ár. Meyj-'n 24. ágúst—23. sept.: Þú hefur einsett þér að slappa vel af yfir áramótin. Börnin langar þó til að aðhafast eitthvað skemmtilegt. Rifðu þig upp úr sleninu og skemmtu þér með fjöl- skyldunni. Vogin 24. sept.—23. okt.: Reyndu að vera á lausum kili i kvöld. Farðu út að skemmta þér og komdu þér i kynni við nýtt fólk. Eldri meðlimir fjölskyldunnar gætu stofnað til orðsennu. Reyndu að leysa málið með lempni. Drekinn _________ 24. okt.—22. nóv.: Morgunninn er heppilegur til að dunda út af fyrir sig. Seinni part- inn væri tilvalið að blanda geði við nágrannana og þá nánustu. Stutt ferðalag eða heimsóknir gætu orðið mjög ánægjulegar. Bogmaöurinn 23. nóv.—21. des.: Gerðu eitthvað til að lifga upp á umhverfið. Það gæti verið nauð- synlegt að átta sig á ástandi fjármálanna áður en nýtt ár gengur i garð. u Steingeitin 22. des.—20. jan.: Tima til yfirvegunar og umhugsunar er ekki eytt til ónýt- is. Littu yfir atburði ársins sem er að liða og gættu að, hvað hefur áunnist. Vatnsberinn 21. jan.—10. febr.: Fyrri hluti dags ætti að vera þér ánægjulegur. Þú kynnist_ skemmtilegu fólki. Littu yfir farinn veg og athugaðu hvort þú hefur á einhvern hátt misstigið þig- Fiskarnir 20. febr.—20. mars: Sjáðu um að þörfum þinna nán ustu sé fullnægt. Vertu á ferðinni dag og littu inn til vina og kunn ingja, en neyttu i hófi þess serr boðið er.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.