Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. des. '26. segja um hann, sem er ljós heims- ins. Hann kom með birtu af hæð- um til þess að flytja hana inn í mannlífið. Hann vill kveikja ljós trúarinnar í hverri sál, til þess að bjart geti orðið yfir hverju einasta íuannslífi. Jesús Kristur vill fá alla menn til að lifa í trúarsamf jelagi við sig. Það samfjelag byggist á því trausti og þeim kærleika, er honum tekst að vekja hjá mönnunum. Og það traust og þann kærleika til sín vildi hann vekja með því að koma sjálfur til mannanna og gerast einn af þeim, flytja þeim fegurri og fullkomnari skilning á lífi þeirra, en nokkur annar hefir nokkurntíma fiutt, lifa meðal þeirra hinu eina flekklausa fyrirmyndarlífi, sem nokkurn tíma hefir verið á jörðu lifað, og auðsýna þeim þann mesta kærleika sem hugsast getur, með því að deyja fyrir þá. Þann boðskap lætur hann flytja mönnum í nafni sínu; og svo spyr hann hvern einstaka mann, sem boðskapinn hefir heyrt, að þessu: Þorir þú að trúa mjer fyrir þjer"? Getur þú gefið mjer hjarta þitt? Vilt þú ganga mjer á hönd til þess að reka erindi mitt meðal bræðra þinna og systra, og eiga með mjer dýrð og sælu eilífa lífsins? Játi maðurinn þessu af einlægum huga, þá er trúarsamlífið byrjað milli hans og frelsarans. En svo er það hverjum manni nauðsyn, að hann leggi stöðugt rœkt við trú sina. Sú trú, sem menn leggja enga rækt við, er ávaxtalaus og gagnlítil eign. Það er til hjá mörgum einhver trúarneisti, ein- hverjar leifar af hálfdauðri barna- trú, sem kemur fram í einhverju hugboði um það, að kenning krist- indómsins muni vera sönn, og að það muni vera til bóta fyrir hvert mannfjelag, að kristin kenning sje þar flutt. En á líf þeirra og hug- arfar hafa þessar trúarleifar sára lítil áhrif, af því þeir leggja enga rækt við þær. Hverjum manni er í sjálfsvald sett að ákveða það fyrir sjálfan sig, hvort kristin trú sje þess virði, að hann eigi að leggja rækt við hana e<Sa ekki. En eitt af tvennu finst mjer hver hugsandi maður verði að gjöra: annaðhvort að dseina þa kristnu trú, sem honum hefir kend verið, óverðuga þess, að hann leggi nokkra rækt við hana, og segja þá alveg skiíið við hana, — eða að öðrum kosti að leggja rækt við þá trú, svo að hún geti orðið honum að sem mestu liði í lífsbaráttunni. Að leggja rækt við trú sína er það, að leggja rækt við samband sitt og samlíf við Guð. Og leiðirn- ar, sem Guð hefir bent okkur á í því skyni, þekkjum við. Hann hef- ir bent á orð sitt; það eigum við að lesa og hugleiða, til þess að það geti flutt okkur þá uppbyggingu og hvöt, sem við þörfnumst. Hann hefir bent okkur á bænina; dag- lega þurfum við að tala við Guð og opna sálir okkar fyrir áhrifum hans heilaga anda, svo að hann fái vald yfir hugarfari okkar og lífi. Og hann hefir bent á safnaðarlíf- ið; sameiginlega eigum við að vinna að útbreiðslu og eflingu rík- is hans og sameiginlega eigum við að tilbiðja hann; því að með því glæðum við trúna hvorir hjá öðrum, og í starfinu fáum við að reyna hvílík blessun það er, að vera sam- verkamenn Guðs. Því meira myrkur sem kristinn maður sjer í kring um sig, því meira af trúleysi og siðleysi, sem hann sjer, þess sterkari hvöt ætti hann að láta það vera sjer til að leggja sem best rækt við trú sína, og leggja með því sinn skerf til þess, að ljósið skíni í myrkrinu og eyði því. Á þá heilögu skyldu benti frelsarinn lærisveinum sín- um, þegar hann sagði við þá: „Því verið ljós heimsins." „Ljósið skín í myrkrinu." Aldrei er myrkrið eins mikið í ríki náttúrunnar og á jólunum. En aldrei er heldur eins mikið af ljós- um og birtu á heimilunum og í kirkjunum, og á jólunum. Og það er gott. Það er gott, að menn skuli láta sjer þykja vænt um jólin og hafa hug á því, að alt geti bent á það, að þeir eru að halda hátíð. Það er líka gott, að svo mikil birta og hlýja kemur þá fram í samlífi manna á svo marg- víslegan hátt, ekki síst í kærleiks- gjöfum til þeirra, sem bágt eiga. Og það er gott, að ungir og gamlir koma þá hópum saman í kirkjurn- ar og heyra þar hinn eilífa fagn- aðarboðskap jólanna. Jólaljósin, sem við kveikjum í kirkjum og heimahúsum, þau eyð- ast og hverfa; því það er eðli þeirra. En ljós trúarinnar, sem Guð vill kveikja og glæða í sálum luannanna, og jólaljósin eiga að tala til okkar um, — það á ekki að eyðast og það þarf ekki að eyð- ast, heldur er eðli þess þvert á móti það, að það vex og glæðist að sama skapi sem það fær að loga lengur og meiri rækt er við það lögð. — Látum þá ekki trúarljósið dofna, sem Guð vill glæða hjá okk- ur á þessari blessuðu hátíð; held- ur látum það lifa og lýsa okkur allan ársins hring. Upp úr jólun- um fer daginn að lengja; látum þessa jólahátíð hafa þau áhrif á okkur, að birtan fari stöðugt vax- andi yfir trúarlífi okkar. Guð hefir gefið okkur ljósið, »em vill reka alt myrkur burtu af veg- um mannanna og úr hugskotum þeirra. Á þá dýrmætu gjöf eiga bver jól að minna okkur. Og þau eiga líka að vera okkur hvöt til að láta það ljós lýsa okkur, láta frels- arann verða í æ ríkara mæli lífsljós hvers einstaks okkar, svo að við get- um orðið samverkamenn hans að því, að reka alt myrkur burtu úr mannlífinu, — allan myrkra-hugs- unarhátt og öll myrkra-verk. Indælt er þá að halda jól, þegar gleðiboðskap ljóssins er þannig veitt viðtaka. Indælt verður lífið okkur þá, — fult af friði, framför og blessun. Þá verður okkur það fyrst ljóst, þegar við veitum inn í líf okkar náðarstraumum hins himneska ljóss, sem okkur er gefið í jólabarninu, frelsara heimsin» Jesú Kristi, — þa verður okkur það fyrst ljóst, hve hryllilega myrk þessi tilvera væri okkur án hans. Og þá rætist á okkur hin postullega bæn: „að þjer getið með gleði þakkað föðurnum, sem hefir gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljós- inu, og hrifið oss frá valdi myrk- ursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða sonar." (Kol. 1, 12—13). Algóður Guð gefi öllum, fjær og nær, gleðileg jól. Amsn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.