Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. des. '26. ið metin til fjár. Sú, sem átti þar flest sporin, frú Sigríður kona sr. Geirs, dóttir Jóns Pjeturssonar há- yfirdómara, taldi ekki stundirnar eða handtökin, sem hún eyddi í garðinn sinn. Og. svo er um þær hinar góðu garðyrkjukonur, heimilismæður, er eyða öllum frístundum sínum til að annast um og hlúa að öllu lífi gró- anda. Jeg kom í þennan garð í sumar. Það var í sólskinsblíðu. Garður- inn var allur í blóma. I svona görð- nm finnur maður best til þess, hve garðyrkjan er samgróin starfi hús- mæðranna. — Þar andaði hlýrri kveðju við hvert fótmál frá húsmóð- í^rinni, er grætt hafði trje og blóm. Og þrösturinn, sem hreiður átti í hæðsta trjenu, söng skært og d,átt — jeg heyrði ekki betur en hann kynni við sig, og ljóðið hans var lcfsöngur til lífs og fegurðar. V. St. Frá Bergþórshvoli. Mynd sú, sem hjer birtist, er af gamla bænum að Bergþórshvoli. — Bær þessi er nú rifinn að nokkru leyti og er presturinn sr. Jón Skag- an og fjölskylda hans flutt í nýja húsið, er bygt var í sumar. — Þeir sem ákváðu hússtæðið fyrir hið nýja hús, álitu að það væri nægi- lega langt frá hinu forna bæjar- stæði til þess að brennurústin myiidi eigi raskast, þegar grafið yrði fyrir grunni hússins. En þetta fór eigi að öllu leyti sem skyldi, eins og kunnugt er. Öld eftir öld hefir bærinn á Berg- þórshvoli staðið í sama stað og SJERA GEIR SÆMUNDSSON í GARÐI SÍNUM. Njálsbærinn. Bygt hefir verið ofan á brennurústina og síðan hver bær- inn af öðrum — enginn veit hve raargir. Nú er 2—3 metra moldar- lag ofan á brennurústinni. En nú er hægt að komast að henni. Nú má rífa tóftina af bæ þeim hinum síð- asta, er stóð á Njálsbæjarstæðinu, og myndin er af. Er óskandi að brátt verði hafist handa og moldar- laginu svift af Njálsbæjarrústinni, og alt, sem þar finst, verði varð- veitt og fái sómasamlegan geymslu- stað. Það er skylda þjóðfjelagsins að sjá um, að það verk verði unnið. Er óþarfi að fjölyrða um svo sjálf- sagðan hlut, Mætti það verk stuðla til þess að almenningi yrði meira umhugað um en hingað til að ann- ast um varðveizlu allra fornminja, sem finnast. GAMLI BÆRINN Á BERGÞORSHVOLI.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.