Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 13
24. des. '26. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 ^^^i Frd Rkureyri. GARÐUR SJERA GEIRS SÆMUNDSSOíNAR, VÍGSLUBISKUPS Þeim, sem kynnast Akureyri á sólbjörtu sumri, verða minnisstæðir hinirmörgu skrúðgarðar, er prýða bæinn. „Það er loftslagið," segir ferðamaðurinn, „hjer hlýtur að vera alveg óvenjulega hlýtt og hentugt veðráttufar öllum gróðri." Veðurathuganirnar tala öðru máli. A Akureyri er ekki hlýrra en víða annarsstaðar á landinu, enda væri slíkt óeðlilegt vegna hnattstöð- unnar. En á Akureyri er jarðvegurinn fremur góður — enda ber nafnið vott um það. Þó mun frjósemin eigi vera þar með neinum afbrigðum. Hitt er það, að garðyrkja, trjá- rækt og blómarækt, hefir „legið þar í landi" alla 19. öldina. Elstu reynitrjen, er prýða húsagarða þar, eru um og yfir 100 ára. Gesturinn, er til Akureyrar kemur, og álítur, að hann hafi komið í einhvern út- valinn stað á íslandi, þar sem sól- in skín heitar og bjartar en annars- staðar, áttar sig ekki á því, hve kunn átta og umönnun mannanna getur miklu áorkað. Garðyrkjan á Akur- eyri er orðin svo gömul, að þar hef- ' ir hver kynslóð tekið við af ann- ari. Hún hefir fest rætur í hjörtum fólksins, sem þar á heima. Híin kuln ar ekki út, þótt hafís loki öllum sundum sum árin, og öllu lífi, sem gægist úr mold, liggi við bráðum dauða. Morgunblaðið flytur hjer að þessu sinni tvær myndir úr einum af skrúðgörðum Akureyrarbúa — úr garði sr. Geirs Sæmundssonar vigslubiskups. Fyrir 25 árum, í desember 1901, brunnu allmörg hús á Akureyri, þar á meðal hús sr. Geirs, er þá var nýfluttur til Akureyrar. Er hann bygði upp aftur á brunasvæðinu, íjekk hann allstóra lóð til umráða að húsabaki, er var mátulega stór og lá vel við garðrækt. Árið lí'O.'i byrjuðu þau hjónin á garðyrkj- nnni. A 12—15 árum var garð- urinn kominn með þann svip, sem hann er nú, reynitrjen vaxin mahni yfir höfuð og langt yfir það, garðurinn orðinn að hlýlegum, vist- legum heimkynnum sumarlangan daginn. Auk hinna algengustu íslensku trjátegunda tveggja, reynis og birk- is, eru þarna nokkrar aðrar trjá- tegundir, er náð hafa góðum þroska. Þar er ösp ein mikil frá Noregi, baunatrje síberiskt o. fl. Þar er mik- ill gulvíðisrunni. Margt er þar ís- lenskra skrautjurta er teknar hafa verið úti um hagann og flutt í garðinn. Ilvað hefir þetta alt saman kost- að | Það myndi engin smáræðis fúlga, ef hver vinnustund væri reiknuð með tímakaupi. En garðvinnan hefir sjaldan ver-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.