Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 8
8 Sólhvörfin eru merkileg tíma- mót. Þá urðu menn að vera hljóðir og halda kyrru fyrir. Bigi mátti vinna neitt, því að alt, sem gert var, mishepnaðist. Á sjálfri sólhvarfastundinni, um leið og sólin hækkar aftur, breytist alt vatn í vín, en verður svo að vatni aftur. Sömuleiðis er sagt, að á jólanóttina, einmitt á þeirri stundu, sem frelsarinn fæddist, þá verði öll vötn að víni. Þessi trú á rót sína að rekja til átrúnaðarins á gríska vínguðinn Dionysos. Á af- mæli hans 6. janúar, átti vatnið í lindinni hjá hofi hans að breytast í vín, og máske á trúin líka rót sína að rekja til frásagnarinnar um brúðkaupið í Kana. Það er því skiljanlegt, að einmitt við sólhvörf átti að hita jólaölið. í sambandi við gamalt rím er sagt um 21. des- ember: „Þá kemur Tómas með jóla- vatn í góða drykki, og fyr má eigi brugga jólaöl; en alþýðu þvkir mjög gott að fá ferskt öl um jólin, því sagt er að það hreinsi blóðið.“ Á jólaborðið var borið kvöldinu áður og átti alt að standa óhreyft tim nóttina, svo að „jólasveinarn- ir“ gæti fengið sjer þar hressingu. Bkki mátti líta undir borðið og ef eitthvað fjell niður, matur eða hnífar, mátti ekki taka það upp fyr en daginn eftir. Ö1 það, sem afgangs var á könnunni á jólakvöld, mátti eigi drekka. Og allir urðu að leifa af mat sínum. Á jóladagirm var svo öllum leifunum safnaf saman grandgæflega, brauði, kjöti, fiski, öli og jafnvel tólginni,' sem dropið hafði úr kertunum. Þessu var öllu hnoðað samian og það gef- ið skepnunum til þess að firra þær allskyns óþrifnaði. Að óska mönnum gleðilegra jóla, er góður og gamall siður, en nú er eigi lögð nein sjerstök merking í það. Oðru máli var að gegna fyrr- um. Ef einhver vanrækti það, hafði hann glatað hamingju sinni. En óskin hrein á þeim, sem hún var ætluð. Menn óskuðu því hver öðr- um gleðilegra jóla í þeirri óbifan- legu trú, að með því stuðluðu þeir að gengi sínu og hins, sem óskinni var beint að. Þess vegna óskuðu menn eigi aðeins hver öðrum gleði- legra jóla, heldur einnig kvikfjen- aðinum. Mjaltakonur gengu að LESBÓR M.ORGUNBLAÐSINS hverjum grip í fjósinu og kölluðu „gleðileg jól“ í eyrun á þeim. „Ykkur má ekki lengja eftir sumr- inu, jólin eru í dag“, sögðu þæi við kýrnar um leið og þær komu í fjósið á jólamorgun. „Etið vel, þrífist vel, það er jólakvöld í kvöld“, sögðu þær um leið og þær færðu kúnum kvöldgjöfina. — Tvent var það, sem ekki mátti skorta um jólin: jólaöl og jólagraut. Frá ómunatíð hefir ölið verið hinn helgi veisludrykkur Germana. Upp- haflega vissu menn ekki um áhrif jasturs og þess vegna hlaut þeim að vera það stór ráðgáta að áfengi varð í drykknum. En áhrif áfeng- isins hlutu þeir því að telja yfir- náttúrleg og guðdómleg eins og alt það, sem þeir fengu eigi skilið. Um bændur á Þelamörk segir Wille löngu, löngu síðar: „Bænd- ur hjer eru mjög áhyggjufullir þá er þeir brugga veisluöl. Þeir eru hræddir um að það verði ekki nógu sterkt og það er talin stór ógæfa. Þegar þeir halda veislu og dry-kk- urinn svífur ekki á einhvern, þá er talið að reiði guðs hvíli á honum og þess vegna er það máltæki: ,Guð náði þann sem guðs gáfur hrífa eigi á.‘ Ef það kemur fvrir, að enginn gestanna verður ölvaður, þá er húsráðandi jafn aumingja- legur eins og hann hefði mist al- eigu sína. Þess vegna látast margir verða ölvaðir, þótt þeir sjeu það eigi, til þess að hugga húsráðanda og sýna að þeir sjeu eigi sjálfir út- skúf aðir.‘ ‘ Um miðja 18. öld var það enn venja meðal bænda að drekka „Mar- íufull“ klukkan 12 á jólanóttina og morguninn eftir átu allir „sængur- graut Maríu.“ Um uppruna þessa nafns á jólagrautnum, er til ein- fþld skýring: Frá aldaöðli hefir það verið venja að gefa sængur- konum graut, og þess vegna átu menn graut til minningar um fæð- ingu Krists og til dýrðar Maríu guðs móður. í grísku kirkjunni var það siður að menn suðu graut úr fínu hveiti og sendu hver öðrum á afmæli frelsarans til þess að heiðra hina heilögu móður. En prestarnir litu öðrum augum á þennan sið og á kirkjuþingi í Mikla garði 692 var samþykt. að ef einhver prestur rækti þennan sið, skyldi 24. des. ’26 það varða embættismissi, en leikir skyldi gerast safnaðarrækir. Þetta sýnir það, að prestarnir hafa álitið, að siðurinn væri upprunninn í heiðni, og menn vita með vissu að svo var. Á uppskeruhátíðum í Grikklandi, sjerstaklega pyanepsie- hátíðinni, er dró nafn sitt af þess- um sið, var gerður grautur úr alls- konar kornvörum og baunum og skamtaður öllu heimafólki í einum dalli. Og víða í Evrópu var þessi siður í sambandi við uppskeruhá- tíðir. Ennþá er það venja að skamta graut í töðugjöldin og eins í kornskurðargjöldin. Upprunalega mun uppskerugrauturinn hafa ver- ið gerður úr fyrstu kornunum, sem þreskt voru. Og það var trú manna, að með því að eta þann graut, fengi þeir í sig gróðrarmagn korns. ins og um leið hreysti og heilbrigði. Gróðrarmagninu náðu menn og í sig á annan hátt, sem sje með því að gera köku úr fyrstu uppsker- unni. Var hún gerð í mynd og lík- ingu frjóvgoðsins. Ein tegund af þessum; kökum heitir jólabokki, og í hafurslíki birtist frjóvgoðið venjulegast hjá Germönum. Eins og áður er getið báru menn mikla umhyggju fyrir húsdýrunum um jólin. Einn var sá siður á Þela- niörk, að um óttuleyti á jólanótt fóru menn á fætur og laumuðust. í fjárhús og hesthús nágranna síns, mokuðu hesthúsið, sópuðu fjárhús- ið, gáfu öllu fje og laumuðust svo burtu aftur. En ef einhver heima- ínanna varð var við þetta, var dýravininum boðið inn að borða og drekka öl. í Seljalandi mokuðu menn fjósin hvor hjá öðrum. Hjer er eigi um neinn sjerlegan þrifnað að ræða, þar sem menn gcra þetta hver hjá öðrum um há- nótt. En það er einmitt um það levti er menn ætluðu solhvörfin vera og með hinu nýja sólari var um að gera að gæta þrifnaðar og heilbrigðis í öllum peningshúsum. Annar siður var sá, hinn sjöunda jóladag (nýársdag), er koma skyldi í veg fyrir að björn grandaði kvik- fje um sumarið. Á Þelamörk er siðnum svo lýst: „Á nýárskvöld, þegar grauturinn yar soðinn, fór einhver út á fjóshaug, með grautar- þvöruna og hrópaði þrisvar sinn- um: „Bassi, bassi, þú skalt eigi fá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.