Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 24. des. ’26 segja þrisvar, og ,.buðu álfum heim“ svo mælandi: ,.Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vil.i'a. og fari þeir, sem fara vilja, rojer opr mínum að meinlausu.“ Þessum formála fvlgdi það opr. að konur báru stundum vist og vín á borð í bæ.jum fvrir álfa, og saeran segir, að vistin væri jafnan horfin nð morsrni. Vera má, að meir hafi það tíðkast að b.jóða álfnm heim á eramlárskvöld, opr að bera mat á borð fvrir þá. en á aðfangradasrs- kvöldið: en l.iósapransrurinn var ensru minni á jólanóttina en á ný- ársnótt, osr þesrar fólkið fór að hátta þessi kvöld. hafði húsfreyja jafnan cát á því, að ekkert ljós ▼æri slökt, og setti þá upp ný ljós í hverju horni. þegrar hin voru farin að lopra rit, eða ljet á lamp- ana aftur, svo l.jósin skvldu endast alla nóttina. þancrað til kominn ▼æri bjartur daprur daprinn eftir. Til voru verur þær, er menn nefndu jólasveina opr komu þeir heim á bæi fyrir jólin, einn á dasr. Seprja sumir, að þeir sjeu þrettán opr kæmi hinn fvrsti þá 13 dösrum fvrir jól. Þeir h.jetu svo: Stekkjar- staur, Giljagaur, Stúfur, Þvöru- sleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrprámur, Bjúprna- krækir, Glnggagægir, Gáttaþefur, Ketilkrókur og Kertasníkir. Aðrir seerja, að þeir hafi ebki verið nema níu ogr bera fvrir siy marprar vís- nr því til sönnunar. T. d. á sá fyrsti að hafa kveðið: Níu nóttum fyrir jól, þá kem jeg til manna, o. s. frv^. Á jóladagrinn byrjuðu þeir að tínast bnrt osr fór sá seinasti á þrettándanum, seprja þeir, er 13 telja. Jólasveinar voru illkvittnir opr höfðu það til að taka börn. En eigri vorn þeir einir nm að spilla jólagleðinni, því að auk þeirra var þá sú óvættur á ferð. er menn kölluðu jólakött. Hann gerði í-eyndar engum þeim mein, sem eignaðist einhverja ný.ja flík að fara í á aðfangadaprskvöld; en hinir, sem enpra flík fengu, „fóru allir í jólaköttinn“, svo að hann tók þá, eða að minsta kosti jóla- refinn þeirra og þótti þá góðu fyrir eroldið, ef kötturinn gerði sig énasgðan með hann. En jólarefur hjet það, sem hverjum var skamtað til jólanna (kjöt og flot o. s. frv.) á aðfangradagskvöldið. Af þessu keptust allir við, bæði börn og hjú, að vinna til þess af húsbændum sínum fyrir jólin, að fá eitthvert nýtt fat, svo þeir færi ekki í ó- lukkans jólaköttinn, nje hann tæki jólarefinn þeirra; og þegar börn- um og hjúum tókst að fá nýja flík, nógan jólaref og þar á ofan jóla- kerti, var ekki kyn, þótt kátt væri um jólin. Nýársnótt urðu margir hlutir undursamlegir, og mikið um dýrð- ir, þar sem álfar fluttu þá bú- ferlum og sóttu tíðir og heimboð hver að öðrum. Þá var hvað best að sitja úti á krossgötum. Kom þá álfafólkið til manns og bauð alls kvns gull og gersimar; og væri maður þá nógu staðfastur, að mæla eigi orð af vörum alla nóttina, eign aðist hann alt það, er álfarnir höfðu boðið. A nýársnótt töluðu kýr mannamáli; þá . „reis kirkju- garður“ og alt vatn varð snöggv- ast að víni. Sumir sögðu og, að óskastundin væri þessa nótt. Þá er sögnin um búrdrífuna allmerkileg, Löngu fyrir jól fara grænlensku konurnar að vinna að kappi að jólaskartinu. Það er líka sjón að sjá ungu stúlkurnar þegar þær koma til kirkju á aðfangadagskvöld í nýja skrúðanum. Þær eru kvikar á fæti og framúrskarandi fótnettar. Og klæðnaður þeirra er afbragðs- fallegur. Hvergi í heimi er til jafn- fallegur skófatnaður og þeirra. Elti skinnsstígvjel, sem ná upp að hnje, hvít, blá eða rauð, brydduð með dökku hundsskinni og oft útflúruð. Að ofan eru þær í treyju úr fugla- hömum og annari þar utan yfir úr silki, eða bómullardúk, en á öxlun- um er hinn stóri og fagurlega mis- liti perlukragi. en svo hjet hrím það, er fjell á búrgólfið hjá húsfreyjum, því að þær Ijetu biirgluggann standa op- inn. Hrím þetta var líkast lausa- mjöll, smágert og bragðsætt, en sást hvorki nje náðist nema í myrkri, og var alt horfið, er nýársdagur rann. Húsfreyjur þær, sem vildu safna búrdrífunni, fóru svo að því, að þær settu pott úr brynjumálmi á mitt búrgólfið, ljetu yfir hann sýjugrind með kross-spelum yfir, og gat þá búrdrífan ekki komist út aftur um opið, sem var krossmvnd- að. Sumir segja, að húsfreyjurnar væru sjálfar í búrinu alla nýárs- nótt meðan búrdrífan fjell; en þegar potturinn var fullur, hafi þær látið yfir hann krosstrjeð. En búrdrífunni átti að fylgja einstök búsæld og búdrýgindi. Ef morgunroði er á nýjársdag, er það góðs viti. Fiskiafli fer eftir stjörnusýni á nýársnótt. (Uppistaðan í þessari grein er tekin n r pjóSsögum Jóns Árnasonar, þulum og skemtunum ólafs Davíðssonar og úr bókinni „Vor gamle Bondekultur“ eftir K. Visted). Þær vita líka af því stúlkurnar að þær ganga 1 augun! Mestum stakkaskiftum taka þó börnin á jólunum. Þá er þeim þveg- ið úr heitu vatni, með sápu, og síðan færð í ný föt. Og þá verða þau gersamlega óþekkjanleg. En feimin verða þau þá og kunna alls eigi við fötin nje hreinlætið. Jólaösin byrjar nokkru fyrir jól, en við skulum ganga niður í „kram- búðina“ svona um kl. 10 á að- fangadagsmorgun. Þar er alt á ferð og flugi. Úr næstu verum eru komnir nokkrir veiðimenn. Einn þeirra hef- ir veitt sel á leiðinni og kemur með hann í eftirdragi. Þá verður á Græniandi. Grein þessi er eftir danskan lækni, sem lengi var í Godthaab, höfubborg'inni I VesturbygtS, og lýsir hann því hvernig jólin voru haldin þar. Á lýsing þessi at5 sjálfsögbu viö enn í dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.