Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 12
12 LESBÖK MORGTJNBLAÐSINS 24. des. '26. til húsa hvítu mannanna. Fyrst til nýlendustjórans og fá hjá honum gráfíkjur, sveskjur og þess háttar góðgæti. Og svo er haldið frá einu húsinu til annars. Vei þeim hús- mæðrum, sem ekki er vel undir þá heimsókn búnar, því að krökkunum dettur ekki í hug að fara aftur fyr en þau eru öll ánægð með góð- gerðirnar I Klukkan 5 er byrjað að hringja kirkjuklukkunum og hvert manns- barn streymir þá til kirkju. Það marrar og ýlir í snjónum undir fótum þeirra, því að frost er mik- ið. Loftið er heiðríkt og stjörn- urnar tindra með slíkum ljóma, er hvergi þekkist nema í heim- skautalöndunum. Norðurljósin þjóta í löngum og skínandi banda- sveiflum þvert yfir loftið, eða þau blossa í háum og marglitum rák- um, er stöðugt skifta lit og lögun. Stundum eru þau margar mílur uppi í loftinu, stundum alveg nið- ur við jörð. En svo hverfur þettr ljósaskraut máske alt í einu, og stjörnurnar blika einar á hinum djúpbláa himni. Tnni í kirkjunni er bjart og hlýtt. Kennifaðirinn er forsöngvari. en flestir taka undir. Hægt og hátíð- lega hljóma hin gömlu sálmalög. ýmist sungin á dönsku eða græn- lensku. Að lokinni messu er svo safnast nm jólatrjeð. Að vísu er ekki hægt að hafa hjer reglulegt jólatrje og verða ,menn að sætta sig við tilbú- ið jólatrje, og það gerir sama gagn. Snemma á jólamorgun, kl. 6—7, vaknar maður við söng. Kennifað- irinn er kominn með flokk barna og hefir laumast inn í húsið. Svo syngja börnin jólasálma utan við svefnherbergisdyrnar. Ljúft og þýðlega blandast söngurinn inn í drauma manna, þangað til maður vaknar og minnist þess, að nú er jólamorgun. Þegar söngnum er lok- ið, laumast hópurinn burtu aftur jafn hljóðlátlega og hann kom og heldur til næsta hiiss og svo koll af kolli. Getur maður hugsað sjer að vakna við betri drauma á j'Ja- morgni en þennan fagra barna- söng! Grænlenska orðið „pularpok" þýðir að heimsækja. Og það nota Skrælingjar sjer rækilega um jól- in, enda hefir þeim verið komið upp á það. Þar er enginn ákveð- inn heimsóknartími. Húsin standa gestum opin frá morgni til kvölds, eða svo lengi sem nokkuð er til af kaffi og sykri, eða öðrum góðgerð- um. Skrælingjar eru námfúsir. Við höfum kent þeim að halda jólin hátíðleg, og þeir eru orðnir slyng- ari í því en kennarar þeirra. Jeg spurði einu sinni vinnukonu, sem var hjá okkur, hvað hún hefði drukkíð marga bolla af kaffi á jóladaginn. „Asuiak (jeg veit það ekki)," svaraði hún fyrst, ,,Tutt- ugu bollat" „Nagga! amalu! (sussu, miklu fleiri)," svaraði hún. Á annan eða þriðja í jólum hjelt nýJendustjórinn átveislu fyrir alla starfsmenn verslunarinnar og nokkra bestu veiðimennina. Veisl- an var haldin í sjnkrahúsinu því að þar var sjaldnast neinn sjiik- lingur. A borðinu voru ertur og flesk og „eplaskífur" á eftir. Svo var þar öl og brennivín. Ríkulega var á borð borið, en því, sem gest- irnir gátu eigi torgað, stungu þeir í vasa sína, eða rjettu út til kvenna sinna og krakka, sem stóðu með diska og skálar úti fyrir með- an á hófinu stóð. Jólafagnaðinum lýkur venjulega roeð dansleik. Danssalurinn var vinnustofa beykisins. Var þar rutt svo til, sem hægt var. Leikið var á eina fiðlu og skáru hinir skræku tónar hennar oft upp úr gleði- glaumnum. Birtan var verst, þyí að þar var ekki nema eitt kertaljós, og bar það auðvitað ekki birtu nema rjett aðeins á fiðlumann- inn og þá, sem næstir stóðu. Dans- fólkið var alt í myrkrinu í einni bendu, og rakst því þráfaldlega hvað á annað. En það varð að eins til þess að auka gleðina og fjörið. Fjöldi áhorfenda hafði tylt sjer á tómar tunnur, sem hlaðið var upp undir loft, án þess að hugsa neitt um, hve valtar þær voru. Það kom þvi eigi ósjaldan fyrir, að maðiir heyrði ógurlegt braml og gaura- gang, óp og óhljóð. Tunnustaflinn hafði hrunið. Dansinn hætti í svip. Fiðlarinn tók skarið af ljósinu og svo var farið að ryðja salinn að nýju. í fyrsta skifti, sem maður sjer svona dansleik, sver maður og sárt við leggur að taka aldrei þátt þar í. En í annað eða þriðja skifti smitast maður af hinni óstjórnlegu kæti og er kominn á fleygiferð inn í hina dansandi hringiðu áður en maður veit af, og hættir ekki fyr «B maður er kominn að niðurfalli af þreytu. Því að grænlensku stúlk- urnar sleppa manni ekki eftiir rokkra snúninga; maður verður að minsta kosti að hoppa og stökkva með þeim svo sem hálfrar enskrar mílu vegalengd, áður en maður getur verið þektur fyrir að skilja við þær. En það þarf góð lungu til þess að þola þetta; loftið er kæfandi af hita, andgufu og svita- gnfu og kryddað lyktinni af svita- votum . skinnklæðum. En ef þú treystir þjer til þess að þola þetta andrúmsloft, þá skaltu djarflega ryðja þjer braut inn í salinn og ná þjer í „dömu". Ekki skaltu láta þjer þetta í hug að hneigja þig fyrir henni, því að það skilur hún ekki. Dragðu hana bara út á gólfið, en vertu ekki svo grænn að halda að þú getir dansað þangað til hún er, orðin þreytt, En viljir þú kunna þig og auka fjörið og gleðina, þá gefðu öllum bolla af kaffi og þá verður þú átrúnaðargoð allra. v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.