Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 5
24. des. ’2«. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 manna lánaðist honum að krækja í dálítinn blett hjer uppi undir hlíð- inni, og hjer unnu þau baki brotnu, nðtt og dag, Elín og hann. Nú áttu þau kotið og jörðina og leið vel eftir því, sem sveitafólki getur liðið. Alt þetta rifjaðist upp fyrir fvari í kvöld, þvert á móti vilja hans, eða svo sem. Leiðindum og raunum verður maður að gleyma, ef maður getur hugarins vegna. — — En eitt þótti ívari vænt um: Aldrei hafði hann borið hatur í brjósti til Þrándar. Iíann hafði eltaf hugsað sem svo: Er ekki nóg strit og annæða í þessu lífi, þótt maður beri ekki óvildarhug eða hat- urshug til náunga sínst Rjett í þessu kom Elín í dvrnar. Hún bar hönd fyrir höfuð vegna snækófsins og stormurinn lamdi pilsunum um fætur hennar. — Þetta er ljóta veðrið, ívar. — Ójá, ekki er nú heyþurkur I dag, svaraði ívar í gamni. — Ingiríður, kona Þrándar er komin, sagði Elín og smeygði sjer inn. Þrándur liggur við dauðann Hann hefir víst fengið lungnabólgu, eftir því sem Ingiríður segir. fvar hallaðist fram á öxina og var hugsi nokkra stund. — Þetta eru slæmar frjettir, Elín. Elín hristi snjóin'n af pilsinu sínu. — Hún segir, að enginn karl- niaður sje heima á Torgum. Kaupa- mennirnir fengu frí til jóla, og enginn er heima til þess að sækja læknirinn. ívar studdi sig við öxina um stund þegjandi. — Jeg verð líklega að fara, Elín! — Það er hættulegt að fara yfir heiðina núna, ívar, sagði hún. — Ekki dugir það, að Þrándur liggi og deyi! — En ef þú yrðir úti, ívar, sagði hún vandræðalega. Manstu það, að Þrándur hlífði þjer ekki ? ívar hóf upp öxina og hjó henni af afli niður í kibbið. Elín vissi þá, hvað hann hugsaði-------------hann ívar vissi altaf alt allra manna best. Rokið buldi á veggjunum um- kring skemmuna var koldimt snjó- kóf og hurðin hrikti á hjörunum. Um kvöldið fór ívar í Hlíð á tjörubræddum skíðum að heiman og stefndi suður yfir fjöll. Undan vindi var að fara og hvein í skíð- unum alstaðar þar, sem mosa eða hrauns varð vart. Hann fór enga inannavegi, heldur beint af augum. Fjallabúar þekkja heiðavegi. Þeir þekkja hverja smánybbu og hvern smárunna. Verði þeir viltir, átta þeir sig á vindstöðu og skýdrifi. Um miðja nótt koin skíðamaður til kauptúnsins. Snjór var á göt- um, en gluggar gláptu gljáum aug- um á hann á báðar hendur. Klukk- an í þorpinu sló seinlætislega tólf. Og uppi í efra kirkjugarði, þar sem sveitafólkið er grafið, gnauðaði norðanvindurinn kaldur og einrænn og ljek sjer að krossmörkunum, sem tevgðust þar irpp úr snjónum þessa dimmu jólanótt.----- Hitameðalið fjekk ívar hjá upp- gjafalækninum og sneri svo hik- laust heim á leið. Hann barðist gegn .stórhríðinni stundum saman — en altaf versnaði veðrið því hærra sem dró á fjallið. Renning- urinn smaug inn á milli klæða hans og lamdi hann í framan. Kófið blindaði hann og í skeggið komu ísströnglar. Stundum livíldi hann sig bak við steina, en það var skammgóður vermir, því að þá angraði hann frostið. Hann langaði til að sofna, en vissi að það var hættulegt — sama sem dauðinn. Hann varð að fara á fætur og halda áfram. Það leið á nótt, stjörn urnar gengu undir eða hurfu á bak við skýin, sem huldu fjallahring- inn, og dagsbrún sást í austri. ívar skevtti þessu engu, hann hugsaði aðeins um það, hvort hann mundi koma svo snemma með meðulin, að hann næði Þrándi lifandi. Hann hugsaði sem svo, að sorglegt væri að vita til þess ef hann Þréndur skyldi nú deyja vegna þess að með- ulin hefði eigi komið nógu snemma. Lungnabólga var hættuleg og hafði lagst þungt á menn að síðustu. Annað var það áður. Þá var í hverri sveit einhver sem kunni að taka blóð við þeim kvilla. — Nú verðurðu að herða þig, sagði fvar við sjálfan sig, brá broddstafnum fyrir sig og rendi sjer langa skriðu. Og með morguns- árinu stóð hann undir heiðarbrekk- unni fyrir ofan Hlíð. En þá var hann svo aðþrengdur að hann varð að styðja sig við furustofnana og hvíla sig. Renningurinn var sam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.