Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 9
24. de». *2«. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rneira af kúnum mínum í ár en af þessari grautarþvöru." í Seljadal er siðnum svo lýst: „Sjöunda dag jóla, nýársdag, var „bassagrautur" soðinn, og jafnframt var hrópað „bassi." Þá sneri björninn sjer í híðinu og góndi í kring um sig. Um leið og grauturinn var soðinn, hlupu börnin út að fjósi með graut- urþvöruna og kölluðu: „Bassi, bassi, komdu og sleiktu grautarþvöruna sjöunda dag jóla!" Einn af hinum föstu jólasiðum, sem nú fyrir skömmu er undir lok liðinn, var að leika jólabokka. Um miðjan jóladag kom alt í einu á einhvern bæ hersing drengja. Voru þeir allir afkáralega til fara, en einn var jólabokki eða jólageit. Á 17. öld er honum lýst þannig: „Raggeit nefnist sá, sem hefir yfir sjer rekkjuvoð á spýtu, sem er lík- ust töng, og leikur sjer að því að hræða börn." 1 Mandal er jóla- bokka lýst þannig: „Maður fjekk sjer stöng, jafn langa sjer. Síðan bjó hann til haus með gini, sem rnátti opna og var rauðmálaður inn- an. Var hausnum fest á stöngina. Hann sneri nú stönginni þannig að ginið vissi fram, settist síðar klofvega á stöngina, og það sem aftur vissi var halinn. Svo var feldur breiddur yfir hann sjálfan. Hann gætti þess að koma á bæi rneðan jólagrauturinn var á horð- í.un. Það var venja að veita bokka góðgerðir, eitt staup af brennivíni, öl eða svo sem tvær skeiðar af graut, ef menn vildu þá svo mikið við hafa." f Seljadal var það venja i.m kornskurðinn, að búa til bokka úr öxunum og var hann hengdur upp í rjáfur. Um jólin var það og siður að slátra hafri, sem hafði verið stríðalinn, meðal annars „axabokka." Hjer á því jólabokki skylt við uppskeruna og sjest á því að upphaflega hefir „jólabokki" ekki verið neinn skrípaleikur.------- Jólunum má og eigna siði þá, sem bundnir eru við Eldbjargar- messu (7. jan.). Það er fornkveðið, að eldurinn sje góður þjónn, en hættulegur herra. Það var því um að gera að tryggja sig gegn því, að hann ræði yfirráðum á nýja árinu. Hon- um var þá blótað sjerstaklega, til þess að koma í veg fyrir eldsvoða, og kölluðu menn þennan helgisið „eldbjörg". Wille lýsir þessum sið svo á Þelamórk um 1700: „Dag- inn eftir þrettánda var Eldbjarg- arfull drukkið á þann hátt. „Að- ur en dagur rann kveikti husfreyja eld í ofni eða á arni og þegar eld- urinn var farinn að loga glatt, tók hún soðköku í aðra hönd, en öl- kollu í hina. Svo kallaði hún alt heimafólk að arninura og krupu menn þar umhverfis í hálfhring, óskuðu heimilinu farsældar og átu síðan einn munnbita af soðkökunni og drukku einn sopa af öli. Þegar allir höfðu gert það, kastaði hús- freyja leifunum af kökunni og öl- inu á eldinn og var því þá trú- að, að heimilinu væri það ár borg- ið frá eldsvoða og óhamingju." A öðrum stað segir hann til skýr- ingar: „Þá drukku menn Eldbjarg- arminni sem fagnaðaröl út af því að þá kemur sólin aftur með eld sinn. Húsfreyja kom nú með öl- kollu, drakk minni eldsins, en skvetti sumu af ölinu á logann og mælti: „Ekki hærri eldur, ekki heitari heldur!" Sumstaðar fór þessi eldvígsla eigi fram fyr en „tuttugasta dag jóla". 13. jan. og nokkuð var hátíð- in mismunandi í hinum ýmsu bygð- um. A Valdresi var það siður að kynda stóran eld á arni. Síðan söfnuðust allir heimamenn um bál- ið og drnkku skál eldsins, en síðan tók húsráðandi trjeskál, fulla af öli og brennivíni, lagði hana á eldinn og mælti: „Gott ár, hiti! Hamingj- an gefi að þú verðir aldrei svo óstýrilátur, að jeg ráði ekki við A miðöldunum átti Eldbjargar- clagur því láni að fagna, að vera tekinn í tölu helgidaga kirkjunnar og var helgaður nýjum dýrling er nefndist St. Eldbjörg. Þess vegna stendur Eldbjargardagur ennþá í Almanakinu íslenska. Seinna var það og siður, að hús- bóndi settist á gólfið, með ölkrús milli hnjánna. Síðan beit hann í krúsarbarminn, lyfti henni upp og teygaði þannig úr henni, setti svo hnykk á höfuðið og kastaði henni aftur fyrir sig. Ef krúsin kom standandi niður, var það trú, að enginn mundi deyja á heimilinu það árið; en kæmi hún niður k hvolfi, þá voru einn eða fleiri feigir. A jólunum þóttust menn og fá forboða þess, hvernig nýja árið mundi verða. Því var leitað frjetta um heilsufar og dauða, góðæri og harðæri. Bændur áttu þá alt sitt undir uppskerunni og þess vegna var þetta ekki undarlegt. Forboði góðs árs var það, ef eitt eða fleiri korn fundust undir stofuborði á jóladagsmorgun, en illur forboði ef ekkert fanst. Byggkorn boðaði góð- æri, hafrakorn meðalár. En kornin þurftu að vera heil og þroskuð. Sú saga er frá Norðmæri, að jólamorg- un 1811 hafi eigi fundist annað en kornahýði undir borðinu. enda kom þá hallærið mikla 1812. Þá var það víða siður að hö'rsrvn i'pp með rfitum dálítinn reynikvist og gróðursetja hann í mold hiá arninum. Þóttust menn geta sjeð á því hvernig hann laufgaðist o<r mómgaðist inni í hitanum, hvernig tíðarfar mundi verða næsta vor og sumar. S.i/ímenn leituðu einnig fr.ietta um það hvernig afli mundi gef- ast á nvia árinu. Þeir fengu s.ier stóra skfíl. fvltu hana af sjó ojr settu hana á iólaborðið. Og af hreyfingum seltuvatnsins og lit- brisrðnm þóttust þeir geta ráðið það hverniff vetrar- og vorfiski yrði. Þrettándinn var einhver mesti gleðidagur jólanna. Þá var haldið upp á „gömlu iólin". Þá vorn haldnar samdrv-kkiur og var þá oft glatt k hjalla. Affaradafr jóla 13. jan., var einnig drukkið fast osr dansað alla nóttina. Það var kallað „að dansa jólin úr garði". „Og nú eru jóIír liðin og nú er gleðin gleymd", stendur í gómlu kvæði. Til forna var það siður á Ts- landi, að húsmæður sópuðu allan bæinn horna og enda á milli bæði á aðfangadagskvöld og á gamlárs- kvöld; síðan settu þær ljós í hvern krók og kima, svo hvergi ba-ri skugga a, og fögnuðu með því álf- um þeim, sem á ferð kynnu að vera, eða flyttu sig búferlum á nýársnótt. Þegar þær höfðu sópað bæinn og sett ljós í hann, gengu þær út og í kringum hann, sumir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.