Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Blaðsíða 4
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. des. '26 IURR. Eftir IOHFIH fHLKBERSET. ívar í Hlíð var lágvaxinn bóndi og gildvaxinn, dálítið lotinn eftír margra ára strit, en ella í fullu fjöri. Hann var breiðleitur og góð- leitur, þriflega til fara bæði á virkum dögum og helgum, en hend- ui hans voru harðar og siggi grón- ai og fingurnir stirðir. Þó gátu þessar hendur verið mjúkar sem barnshendur. Hann var þannig gerð ur, að hann gat tekið mjúkum höndum á því, er hann snerti á — enginn tók jafn viðkvæmt á bolla r. borðinu og hann, enginn stráði eini á gólfið jafn natvirknislega og hann, og ef sólin skein inn um gluggann, fagnaði enginn geislun- nm eins vel og hann. Og þegar hann sjálfur naut alls þess arna, þá fanst honum lífið furðu gott, jafn- vel fyrir fátækan bónda í afdala- koti. Það eru nú nokkur ár síðan Ivar í Hlíð var lagður í gröf. Á leiði hans grær gras og fölnar, eftir árs- tíðum. Það eru líklega tuttugu ár síð- an ívar í Hlíð var úti í skemmu og klauf skíð. Þetta var á aðfanga- dagskvöld, og það bar upp á fimtu- dag. Stórhríð var á og stormur, eins og verst getur verið norður þar. Renningurinn þaut í gegn um hverja rifu í þaki og veggjum og faldaði hvítu hina nýbrýndu öxi hans. ívar var í sparifötunum og klauf skíð. Hann var í góðu skapi og raulaði rímnalag fyrir munni sjer weðan hann var að hagræða bjálk- unum á kibbinu. Engar áhyggjur þjökuðu ívari nú. Áður hafði hann reynt mótlæti, en nú var það liðið! En það veður! Skemmuhurðin hristist og skalf á hengslunum. Niðri á túninu var ung fura, sem beygðist flöt niður að fönninni undan ofviðrinu. — Svona á það að vera um hávetur, hugsaði ívar og hjó skíð af kappi. Jólin eru ekki skemtileg nema því að eins að stórhríð sje og skafrenningur. — Ivar kurlaði nýjan lurk og úr sár- inu angaði ilmsæt remma og þægi- leg. Hann fláði næfrana af til þess að hafa þá til uppkveikju að morgni. Rjettast var, að hann færi snemma á fætur í fyrramálið, til tilbreytingar, kveikti undir katlinum og færði Ellu kaffi í rúmið, einu sinni á árinu. Hún Elín átti það margfaldlega skilið, enda þótt eng- inn gæti sjeð það á henni að hún var hún komin yfir fimtugsaldur. Elín ljet ekki á sjá, þótt árin færðust yfir hana. Enda þótt hún væri farin að hærast og hrukkur komnar undir augun, var hún jafn falleg enn, eins og þegar hún var tvítug og fegursta stúlkan í sveit- inni — að allra dómi. Aldrei hafði sjest fallegri stúlka í þessari sveit, en þó fanst ívari að henni hefði farið stórkostlega fram með árun- um. Að vísu hugsaði hann ekki svo injög um það í kvöld, og Elín var nú bara Elín, og það var honum meira en nóg. Ivar hafði komist í kast við margar stúlkur um æfina á öllu sínu ferðalagi. Tvisvar hafði liann farið til Þrándheims og þrjá vetur í röð hafði hann höggvið skóg í nágrannasveitinni. En Elín var nú altaf Elín, hvar sem hann fór og flæktist. Hann klauf enn skíð nokkra stund og kurlhaugurinn hækkaði. Hann raulaði fyrir munni sjer, rímlaust og orðalaust. Nú var hon- um glatt í skapi. Fyrir þrjátíu ár- um hafði hann reynt raunir,------- en hví skyldi hann hugsa um það í kvöld------------ ívar stakk höfðinu út í gættina og horfði til veðurs. Jafnframt varð honum og litið til næsta bæj- ar, er gægðist eins og svartur klett- ur upp úr snjókafinu. Hvernig skyldi nú Þrándi í Torgum líða í dag — —1 Hann veiktist snögg- lega í gær og sagt var, að um líf og dauða væri að tefla. Ivar fór inn í skemmuna aftur til þess að þrifa til undir jólin. Nú þjökuðu hann engar sorgir — — áður gat það verið, jæja-------. Það var langt síðan, — — nærri því þrjátíu ár.------- Ivar reyndi að hrista af sjer minningarnar, en það var hægra orkt en gert. Því að sannleikurinn var nú sá, ef rjett var, þá átti hann að vera óðalsbóndi á Torgum, ætt- aróðali sínu. Þar höfðu forfeður hans búið áður, og voru ríkir menn, en seinna fór alt í hundana. Veik- indi og óhepni í öllum sköpuðum hlutum höfðu orðið ættarinnar hlut- skifti, en þó kastaði fyrst tólfun- um, þegar hann sjálfur — ívar — hafði tekið við ættleifðinni og öll- um þeim skuldum, er á hvíldu. Hann hjó þá skóg, langt frá inannabygðum. Það var um há- vetur. Hann hjó sig í fótinn, og það var hörkufrost. Hann varð skó- fullur af blóði, en hann kærði sig ekkert um það. Það kom oft fyrir, að skógarhóggsmenn hyggi sig, en þeir kærðu sig kolaða um það. Og Ivar hugsaði þá mest um skuidir sínar, bæði í bankanum og skulda- brjefið, sem Þrándur á Sæbóli átti og hafði fengið að erfðum. Þrándur á Sæbóli var af ríku foreldri kominn, yngsti sonur þar. Og þá var hann að hugsa um að fá sjer jörð. — Ivar hjelt áfram að höggva skóg í viku án þess að kæra sig um sár- ið. Hann batt að eins tusku um það og ljet svo kylfu ráða kasti. En hann hefði ekki átt að fara svo cgætilega, því að frost var, og drep kom í sárið. Hann lá allan vetur- inn. Um vorið gekk Þrándur að skuldabrjefinu og vegna þess, að ívar átti engin úrræði, var jörðin boðin upp. ívar grátbændi Þránd um tilhliðrunarsemi og gjaldfrest, en það var eins og að klappa harð- an steininn. Og þegar veturinn lagðist að og ívar var farinn að skríða á fætur, þá stóð hann uppi alls laus með konu og þrjú börn. Þrándur hafði boðið í jörðina og fengið hana fyrir sama sem ekki neitt. ívar fjekk skýli yfir höfuðið fram til vors, og með aðstoð góðra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.