Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1931, Qupperneq 14
‘M LÉSBÓK MORGUÍíBLAÐSINS dýraæturnar“ voru voldug þjóð, og fóru langar veiðiferðir inn í lönd Eskimóanna, til þess að veiða ,,atulejerai“ (sauðnaut). ,,Þá voru margir sleðar“, segir hann, „og þegar sauðnaut drep- in og veiðimenn halda veislu, þá þú sjá fjölda tjöld eins og skóg í landinu, þar sem engin trje eru. En nú . . .“. Hann ypti öxlum og leit til hjnna Indí- ánanna. Hann vildi ekki minn- ast frekar á Eskimóana. Stund- um hefir hann fundið gamlar bækistöðvar þeirra og skinn af skepnu, sem hann hefir aldrei sjeð (sel). Það hafði líka komið íyrir, að hann hafði rekist á slóð eftir stóra snjóskó, og sjeð undarlega menn langt í burtu. Annars hefir hann ekki neitt af Eskimóum að segja nema: ,,Hu- sky nisule“ (Eskimóar vondir). Johnny fer að tala um hunda. Fyrst byrjar hann á því, að hrósa hundum sínum, og svo fer hann að tala utan að því, hvernig fara muni fyrir vissum hundum, þegar þeir koma inn í ókunna landið (frosnu sljett- urnar). Jeg spyr hann, hvað hann eigi við, og hann segir, að slíkir hundar komi aldrei fram- ar til skóganna. — Til dæmis nefnir hann, áð hvítur veiði- maður hafi mist nær alla veiðihunda sína. Jeg segi með hægð, að þeir hafi ef til vill elt hreindýr og týnst þannig, eða þá, að þeir hafi ekki verið nógu loðnir, ekki þolað kuld- ann og frosið í hel. En Johnny hristir höfuðið. Það er ekki til nema ein skýring á þessu: Ó- kunna landið gleypti þá. — Mig hefir ætíð furðað á því, hvað Indíánar eru slyngir að átta sig úti á eyðimörkunum, og til þess að fjörga samræð- urnar, fer jeg að tala um átta- vitann við þá. Það er langt síð- an jeg týndi áttavita mínum, en jeg tek upp úrið og reyni að skýra þetta eins vel fyrir þeim og jeg get. Indíánar horfa bros- andi á mig, og eru sannfærðir um, að jeg fer með hringavit- leysu. Og þegar mig rekur f vörðurnar með að skýra eigin- leika segulnálarinnar, og norð- ur og suður, grípur Tietchan í handlegginn á mjer og segir: „Þú sjá!“ — Við göngum báðir út úr tjaldinu. Himininn er heið- ríkur og alstirndur, og yfií skógarbrúninni dansa norður- ljós. Tietchan bendir á Karls- vagninn, Pólstjörnuna og Fjósa- konurnar. Jeg get ekki skilið hvað hann segir, en jeg veit, að hann er að reyna að skýra fyr- ii mjer, hvernig Indíánar þekki áttirnar. Og svo fer hann að tala um norðurljósin og segir: ,.góð klukka“. Hann bendir á nyrðri tjaldgaflinn, og dregur boga að austurhliðinni: „I fyrra málið, snemma, þá þú sjá“. — „En þegar hvorki sjást stjörn- ur nje norðurljós?“ spyr jeg. Þá bendir hann á snjóskaflana og útlistar fyrir mjer, að sá, sem sje athugull, geti áttað sig á þeim, og hann útlistar fyrir mjer, hvernig hægt sje að þekkja norður og suður á berki og greinum trjánna. Að lokum segir hann: „Máske stór vindur í landinu trjálausa, máske ekk- ert sjá, Indíánar vita alt af leið- ina hjer“. Og brosandi bendir hann á enni sjer. — Nú er komið að rrijer að segja þeim frá landi hvítra manna. Þá langar til að heyra um stóru bátana á vatninu, sem ekki er hægt að drekka. Jeg segi þeim, að jeg sje kominn yfir þetta vatn, og hinum megin við það sje skógur og snjór, alveg eins og hjer. Þá langar þá til að vita, hvort maður sje lengi að aka þangað. Isep spyr, hvort það sje satt, að hvítu mennirnir hafi átt í ófriði hver við ann- an. Og hann vill fá að vita, hve margir veiðimenn hafi fallið. Þegar jeg segi honum, að fallið hafi fleiri hvítir veiðimenn held- ur en hreindýr eru í landi þeirra, þá verða þeir þögulir. En einkennilegustu spurninguna lagði Antonio fyrir mig. Hann vildi fá að vita, hvort það væri satt, að meðal hvítra manna væru konur, sem lifðu í vatni, alveg eins og fiskar. Þegar líður á kvöldið, hljóðna samræðurnar smátt og smátt. Vjer höllum oss upp að svefn- pokunum, og hver hugsar um sitt. Alt í einu hefur Moose upp sönginn um veiðimanninn, sem liggur úti í skógi og þráir stúlk- una sína. „Setzoatsé, elskan mín!“ Þannig byrjar söngurinn og undarlega viðkvæmt hljómar ha,nn þarna úti í skóginum, und- ir skini norðurljósa og stjarna. Svo skríðum vjer í svefnpok- ana og hlustum hálf-sofandi á spangólið í úlfunum, þetta raunalega gól, sem er rödd sjálfr ar eyðimerkurinnar. Saga af pilti sem kom kóngsdóttur til að hlæja. Æfintýr handa börnum. Eftir Eivind Kolstad. ■ AÐ var einu sinni piltur sem i var síkátur, og þegar hann 1 var í essinu sínu gat hann komið öllum til að Mæja.En hvern ig stóð á því, að liann skyldi alt af vera kátur ? Foreldrar hans voru bláfátækir og það var naumast að þau hefði til hnífs og skeiðar. Börnin voru fimm og frá því að þau komust á legg urðu þau að vinna baki brotnu, til þess að hjálpa foreldrum sínum. Einlhverju sinni mætti prestur- inn Hans Pjetri — svo hjet pilt- urinn káti — á þjóðveginum og var hann í hversdags lörfum sín- um. „Hvemig stendur á því að það liggur-svona vel á þjer?“ spurði presturinn. „Það liggur alt af vel á mjer“, sagði Hans Pjetur. „En í dag Higg- ur sjerstaklega vel á mjer, því að jeg er mettur og blessuð sólin skín svo dásamlega“. „Jeg vildi að allir gæti sagt hið sama“, svaraði prestur. „Þá væri lífið öðru vísi en það er. En svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.