Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 6
398 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Lína rak upp óp og allir stukku upp úr gröfunum og spurðu hvað gengi á". ur andlitið í höndum sjer. Lína fór fram í eldhús. SLT 1 EINU varð öllum litið upp í senn. Lína haíði komið inn í baðstofu með reku í hendi. Ásmundur leit undrandi á hana og spurði hvað hún ætlaðist fyrir. — Það er ekki til nema ein reka innanbæjar, mælti Lína með áherslu, en ef við hjálp- umst öll að, þá getum við grafið okkur göng út að hesthúsi, því að við vitum upp á hár hvar þess er að leita. Ásmundur horfði undrandi á fósturdóttur sína. — Áttu við það að við eigum að grafa göng niður að hest- húsi? Lína kinkaði kolli. Ásmundur stóð á fætur og eitthvað, sem líktist brosi, ljek um varir hans. — Þú veist ekki hvað þú tal- ar um, heillin góð, sagði hann. Það væri að minsta kosti viku verk og þá---------—, en það væri ef til vill reynandi að grafa sig upp úr fönninni. Nú færðist líf í fólkið. Allir töluðu í einu. Auðvitað ætti menn að grafa sig út! En að engum skyldi detta þetta fyr í hug! Ef þeir kæmust út, þá hlyti þeir að geta fundið hest- húsið. Og svo var hispurslaust byrj- að á verkinu. Menn skiftust á að moka. Alla nóttina var unnið hvíldarlaust. Þeir rákust á stóra steina og urðu að sveigja göng- in til hliðar við þá, og sperra við þá svo að þeir hryndi ekki niður og eyðilegðu alt. Lína Sólmundardóttir var með. Hún stóð þar með flösku og glas og gaf piltunum hressingu þeg- ar þeir þreyttust. En hún var annars hugar. Hún var að hugsa um hann, sem lá nú máske limlestur og stirðnaður skamt frá þeim. Hún skildi það nú, að væri hann dáinn, myndi hún aldrei framar á ævinni líta glaðan dag. Og hún iðraðist þess innilega hvað hún hafði verið kuldaleg í hans garð að undanförnu. Því að hún elskaði Bárð, hún fann það nú, að hún hafði altaf elskað hann. Henni hafði aðeins sárnað það, að þeir feðgarnir höfðu talið það alveg sjálfsagt að hún skyldi verða húsfreyja á Klettum. Þeir hefði þó að minsta kosti getað grensl- ast eftir því hvað hún sjálf vildi. Bárður hafði meira að segja aldrei haft svo mikið við að biðja hennar; hann hafði látið eins og það væri ákveðið að þau skyldi giftast. Ástúðlegur og góður hafði hann altaf verið, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.