Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 | Jólablót Eftir prófcssor v. hcimcl. ^JjLGENG er í Norðurlönd- )^|| um trú á álfadans á jóla- nótt. Ef satt er, að álfar sje þeir dánu (og um það bera sög- urnar glögt vitni), þá hljóta jól- in að vera minningarveisla eða blótveisla fyrir þá. Hinsvegar leikur enginn vafi á því, að um vetrarsólhvörf fögnuðu menn árstíðaskiftum og afturkomu vaxtarins í náttúruna. Sökum þess voru jólin helguð frjóvg- unarguðum og landvættum. Þessi tvöfalda þýðing jólanna sýnir ótvírætt, að samleikur álfa og vætta var að sumu leyti orð- inn sjálfsagður hlutur þegar á frumlegu stigi í framþróun heið- inna trúarbragða. En ekki að öllu leyti. Menn gerðu enn greinarmun milli þessara tveggja flokka, að minsta kosti eftir að byrjað var að halda fram hinni mikilvægu aðgrein- ingu þeirra krafta sem eiga við menska menningu frá áhrifum ótömdu náttúrunnar. Ótamdar voru landvættir. En hvað var þá eðlilegra en að á hinn bóg- inn yrðu álfar að einhverskon- ar vættum líka? Upp frá þessu var þeim sjerstaklega falið á hendur að vernda landvinninga mannkynsins. Menn helguðu land sitt, og í þessa helguðu jorð grófu þeir framliðna, sem lifðu þó eftir sem f jársjóður af magni og kyngi, því hagnýttu menn sjer þennan auð með því að láta hann halda vörð um landnám sitt. Um jólin er sú árstíð komin, er menn voru vanir að blóta til gróðrar; hjeðan af halda þeir álfablót, magna með því hina dánu, og tryggja uppskera næsta sumars. Þessi skýring á hinni tvöföldu þýðingu jóia- blótsins sýnist vera gersamlega fullnægjandi. Hún er að sumu leyti skyld þeirri, sem Nils Ödeen hefir gefið í f jórða bindi af Acta Philologica Scandinav- ica, og hefir það fram yfir all- ar aðrar, að hún er í fullu sam- ræmi við það, sem Snorri segir í Ynglingasögu: „Eftir alla þá menn, er nokk- uð mannsmót er að, skyldi reisa bautasteina og helst sá siður lengi síðan; þá skyldi blóta í móti vetri til árs, en að miðjum vetri blóta til gróðrar, það þriðja að sumri, það var sigur- blót". Hjer lætur Snorri greinilega í ljós álit sitt, að blótin á bauta- ste)inum fyrir þá dánu, eru samtímis blótveislur til árs og gróðrar. En Ólafs saga helga sannar aftur, að menn kölluðu þessi blót einnig álfablót; hún segir frá því, að Sighvatur Þórðarson kemur um miðjan vetur að bæ, þar sem fólkið hefir búið til álfablóts. Og þetta er aftur óskiljanlegt, nema álf- ar sjeu upprunalega andar lið- inna kynslóða, sem varða jörð- ina. Hlutverk þeirra er það sama og dauðra konunga, sem búa í haugum sínum. Álfar eru fremur samsöfnuður, en haug- búar einstaklinga, þó ekki alt af. Á sama hátt eru í ótömdu náttúrunni annarsvegar vættir, sem eiga bara lítið af einstak- lingseðli, og hinsvegar eru Dofri jötunn, Svaði, Surtur, og fleiri. Af því leiðir, að álfar, ekki síður en haugbúar, hefðu getað orðið tröllslegir. En sam- band þeirra við menningarlífið hefir afstýrt því. Hnignunar- tími álfanna kom ekki fyr en með kristindóminum. Merkilegasta frjettin um jólablót í fornöld er sagan um upphaf ríkis Haralds konungs hárfagra, sem skrásett er í mörgum heimildum. Ýtarlegast er sagt frá henni í Hálfdans sögu svarta eftir Snorra. Kon- ungurinn er á jólavist á Haða- landi, og þar verður sá und- arlegi viðburður á jóla-aftan, að vistin öll og alt mungát hverfur af borðum. Konunginn grunar, að Finnur einn muni vera upphafsmaður að stuldin- um, og ætlar konungur að láta pína hann til sagna. En Har- aldur hleypir Finninum í brott að óvilja föður síns, og fylgir honum sjálfur. Þeir koma þar, sem höfðingi einn heldur veislu mikla og þar eru þeir um vet- urinn. En er vora tekur, kemst höfðinginn svo að orði við Har- ald: „Furðu mikið torrek lætur faðir þinn sjer að, er jeg tók vist nokkra frá honum í vet- ur; en jeg mun þjer það launa með feginsögu. Faðir þinn er nú dauður og skaltu heim fara, muntu þá fá ríki það alt er hann hefir átt, og þar með skaltu eignast allan Noreg". Höfðinginn er augljóslega í einhverju sambandi bæði við jólin og við ríki norskra kon- unga, og spurningin er, hver þessi höfðingi var. Hún hefir sett marga penna í hreyfingu, og vísindamenn komast flestir að þeirri niðurstöðu, að hann sje Óðinn og enginn annar. Sá, sem hefir skrifað ýtar- legast um þetta mál, var Þjóð- verjinn von Unwerth í bók sinni „Totenkult und Odins verehrung". Og því er ekki að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.