Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 16
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS neita, að hann og fylgismenn hans, styðjast við staðhæfingar útskýraranna á miðöldum, þó Snorri sje ekki í þeirra tölu. Af því verður sennilegt, að fyr- ir honum hafi annað vakað. En höfundur Þáttar Hálfdanar svarta t. d., sem hefir sömu f rásögnina og Snorri, bætir við: „Kristnir menn halda sín jól af hingaðburð vors herra Jesú Kristí, en heiðnir menn gjörðu sjer samkundu í heiður og tign við hinn illa Óðin". Þessa setn- ingu hlýtur hann að hafa tek- ið upp úr eldri heimild, því hún stendur einnig, með alveg sömu orðum, í Ágripi af Noregs kon- ungasögum, sem er bara út- dráttur úr eldri texta, og er efalaust leyfilegt að álykta, að frummynd Ágripsins hafi þegar innihaldið frjettina um jóla- veislu konungsins. En þá er einn ig víst, að í henni var höfðing- inn Óðinn. Því miður leyfir á- stand handritsins ekki að stað- festa þessa ályktun; en þó þykir varla hægt að vjefengja hana. Auk þess bætist þáttur um upp- haf ríkis Haralds hárfagra í Flateyjarbók í hóp þeirra texta, sem eigna jólablót Hálfdans konungs Óðni; þar segir svo: „Hvorugur þeirra Hálfdanar- feðganna hafði jólagæfu; Þór tók um sinn alla jólaveislu frá Haraldi, er hann hafði sjer búna og sínum vinum, en Óðinn tók frá Hálfdáni". Allar þær heimildir, sem nú voru tilgreindar, eru sammála um það, að það var Óðinn, sem aflaði sjer fanga til jólaveislu úr birgðum Hálfdanar komings. En samt sem áður þykir vafa- samt, hvort þessi kenning sje annað en útskýring seinni tíma. Hægt er að heimfæra allar þessar frjettir til einnar frásagn ar, sem er nú glötuð; útdráttur úr henni hefir geymst í Ágripi af Noregskonungasögum, sem eru frá ofanverðri tólftu öld. Af því leiðir, að frummynd hennar var ekki nauðsynlega svo göm- ul, að neinu verulegu hefði get- að verið bætt við, eftir að kristindómur fór með hefil sinn yfir arf heiðninnar. Nú er að geta þess, að þáttur Hálfdánar svarta hermir frjett- ina um jólablót tvisvar sinnum, en þó með ólíku sniði. Hjer er um tvennar mismunandi myndir sömu sagnar að ræða, og er annari þeirra út af fyrir sig eins heimilt að vera talin sú eldri og hinni. Nú vill svo til að hlut- verk óðins er eignað í hinni frjettinni hvorki Óðni nje öðr- um guði, heldur Dofra jötni. Auk þess er hjer ekki getið um jólablót. Fje mikið og góðir gripir hverfa úr gullhúsi kon- ungsins. Menn hans finna þar mikinn jötunn, sem segist Dofri heita, og eiga heima í því f jalli, sem við sig sje kent. Konungur lætur hann binda, en Haraldur sníður fjöturinn og blýböndin af honum og er fyrir það rekinn í burtu. 1 skóginum hittir hann jötuninn aftur og er þar í góðu yfirlæti þangað til Dofri jötunn kemur að máli við hann og ber honum sömu frjettirnar um lát föður hans og konungsríki hans. Þegar Haraldur kemur heim, er hann til konungs tekinn, og upp frá þessu er hann kallaður Har- aldur Dofrafóstri. Þetta kenni- nafn konungsins fræga er bæði upprunalegt og skiljanlegt. Haraldur var sonur Hálfdanar konungs, en hann var einnig fóstursonur vætta landsins, og varð konungur með samþykki þeirra. Þessi afstaða Haralds við landvættirnar styrkir bæði hamingju og konungsríki hans. Sögnin var samin í því skyni að gera grein fyrir nafninu Dofrafóstri. En óðinn á alls ekki við hana. Þar sem sagn- irnar eru auðvitað af sömu rót- um runnar, hlýtur sú sem hefir Dofra jötunn sem 'aðalpersónu að vera sú eldri. Við skiftum okkur nú ekki af þeirri spurningu, hvernig á því standi að jötninum var vikið úr hásætinu í þágu Óðins í tiltek- inni grein sögunnar. En þegar búið var að koma þessari breytingu til leiðar, var líka óhjákvæmilegt, að láta hann ekki leita sjer móts við Harald með því að stela gulli. Slíkt væri guðinum ósam- boðið. Endurskoðarinn ljet koma jólaföngin í stað gullsins. Það gerði hann af þeirri ástæðu, að Jólnir er óðinsheiti. Sjálfur lætur hann þessa meðferð átext- anum greinilega koma í ljósmeð því að bæta við: „óðinn heitir mörgum nöfnum; hann heitir Viðrir, og hann heitir Hár, og Þriðji, og Jólnir, og voru af Jólni jól kölluð". Þessi setning leysir úr gátunni eitt skifti fyrir öll. Það var misskilningur að byggja kenningu um uppruna- legt samband Óðins við jóla- blót, á vitnisburði þáttar Hálf- danar svarta og honum skyldra heimilda. I frummynd textans var Óðinn hjer ekki nema óboð- inn gestur í jólaveislunni. Vætt- ir og álfar tókust í hendur þar. Hvítárvatn Frh. af bls. 403. reið yfir heljarmikil þórduna frá vestari skriðjöklinum og samstundis sáum við öldu æða yfir lognkyrt vatnið og brim- gnýr varð við ströndina. Var Ólafur ekki seinn á sjer að ljós- mynda báruföllin er þau æddu á land við fætur okkar. Hreyf- ingin á vatninu varaði svo sem í 10 mínútur, og svo varð alt jafn kyrt og áður. Rerum við nú þvert yfir vatn- ið, og lentum fast við vestari skriðjökulinn. Þar tók Ólafur margar myndir, bæði af jökul- veggnum, jakahrönninni með honum og nálægum borgarís- jökum, sem alt endurspeglaðist í vatnsfletinum. Meðan Ólafur var önnum kafinn við myndatökuna, gekk jeg upp á skriðjökulinn. Með fram honum og heiðarinnar, sem hann liggur á, rennur kol- mórauð jökulspræna. Sýnilegt er, að jökullinn er altaf að minka þarna, því margir upp- þornaðir árfarvegir eru þar, með sandhryggjum á milli, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.