Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 20
412 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fyrir bðrn og unglinga: Þrjár smásögur. Eftir Árna Óla, Amraa. AÐ var einu sinni gömul amma. Það g-erir ekkert til hvað hún hjet. Hún sat á rúmstokkn- um sínum, hæg og stilt, orðvör og hæg- lát, prjónaði og spann allan ársins hring. Hún gat ekki annað gert, því að fætur hennar höfðubilað eftir mik- inn eril og volk í veröldinni. Á palli voru mörg börn — sjö eða átta keipóttir angar; sitt á hverju ár- inu. Pabbi og mamma höfðu engan frið fyrir þeim — fyrir ærslum, uppá- tækjum og spurningum Hún amma klæddist fyrir allar ald- ir — enginn vissi hvenær hún fór á fætur — börnunum fanst hún altaf hafa verið á fótum síðan þau sáu hana fyrst, og þetta var orðið svo sjálfsagt, að ekki mátti út af bregða, að þegar þau vöknuðu um morgna var pabbi farinn fyrir löngu til gegninga og mamma farin að „basla ein út í eld- húskrá“. Og þá byrjaði stríðið — þá var fyrst kastað svæflum milli rúmanna og hin og önnur orð látin fylgja, þangað til alt komst í bál og brand, reglulegt stríð, þar sem skotist var á koddum, svæflum, sængum, línlökum, brókum, skyrtum, bolum, sokkum. Þangað til amma stöðvaði ófriðinn með Ijúfu brosi og sagði: — Börnin góð, eigum við nú ekki að hætta? Svo ljest hún taka upp lykkju á pr jónunum: — Á jeg ekki heldur að segja ykk- ur fallega sögu? — Amma ætlar að segja sögu! — Amma ætlar að segja sögu! hrópuðu krakkarnir hver í kapp við annan, skeltu sjer niður í rúmin, rifu til sín sængurklæðin. Það varð nokkur úlfa- þytur út af því hvernig hver ætti að breiða ofan á sig. En amma gamla brosti bara, horfði í skakkhorn til þeirra út undan gleraugunum og sagði svo, þegar mesti gauragangurinn var að sjatna: — Jæja, má jeg þá byrja á sög- unni? — Já, já, en þó voru enn hnipping- ar og alnbogaskot. — Svona, Siggi — Æ, þú ert svo leiðinlegur, — fæ jeg ekkert af sænginni? — Vertu til fóta! — Þú sparkar í mig! — Amma segir þjer enga sögu ef þú lætur svona. — Nei, sjáðu, tærnar á honum Sigga standa upp úr — kolsvartar! — — Skammastu þín------------ — Nei, nei, sagði amma gamla, ef þið ætlið enn að fara að rífast, segi jeg ykkur enga sögu. Hvert er nú góða barnið og þegir svolitla stund ________v Hljóð. — Já, sagði amma, nú eruð þið góð börn og nú skal jeg segja ykkur sögu. Hlustið þið nú vel á, því að sagan er falleg, og sá eða sú, sem getur sagt mjer bestu ráðninguna á henni skal fá jólagjöf frá mjer. Og svona er nú sagan: — Það var einu sinni lítil stúlka. Hún var með blá augu og glóbjart hár, eins og allar góðar stúlkur. — Pabba og mömmu þótti ákaflega vænt um hana, og öllum sem kyntust henni. — Heldurðu ekki að litla stúlkan sje of góð og falleg fyrir okkur?, sagði mamma einu sinni. — Ekki held jeg nú það, sagði pabbi, en við verðum að gæta hennar, gæta hennar ákaflega vel. Svo óx hún upp og dafnaði. Hún var augnayndi foreldra sinna, en má- ske ekki að sama skapi geðfeld þeim í hugsunum. Því að hún var undar- leg, talaði við lóurnar þegar þær komu heim í túnið á vorin úr ferð sinni yfir hafið, og á haustin, þegar þær flokkuðust þar áður en þær fóru aftur. Hún gat setið kvöld eftir kvöld og hlustað á gjallið í stelknum eða hrynjandann í hrossagauknum, eða á spóann vella, horfa á grösin spretta, taka eftir hvað beljandi lækirnir urðu viðmótsþýðir á sumrin, finna hvað moldin angaði ilmsætar á sumrin en haust og vor og hvað öll guðs náttúra gladdist yfir sumrinu — að manninum undanteknum, sem þá tók líkt og and- vörp milli fjárfellis á vori og óþurka- sumars. Það er ekki von að þið skiljið þetta. Þó langar mig til að segja ykkur það, að raddir vorsins vöktu þrá í sál litlu stúlkunnar til að sjá meira og kynnast fleira. Og svo flaug hún burt, eins og helsingi eða hver ann- ar farfugl, og leitaði nýrra landa. Margt bar þá fyrir sjón og reynd. Fyrst höfuðborgin okkar, Reykjavík, svo Kaupmannahöfn, svo eyjarnar og Norðurlönd, svo Þýskaland, Ítalía, Frakkland og England. Hún sá margt, kyntist mörgu, en þráði altaf eitthvað, sem hún vissi ekki hvað var. Og getið þið nú, börnin góð, hvað það var sem hún þráði. Getið þið hennar gátu. — Hún hefir viljað fara til Róip, sagði Siggi, því að það stendur þó í Númarímum að þar liggi ótal snörur. — Ónei, hún hefir viljað fara upp til tunglsins, sagði Lárus, því að það stendur í vísunni: „Þar situr hún amma mín og kembir ull nýja“. — Altaf ertu jafn vitlaus, Lárus, sagði Lára. það stendur ekki svona, heldur „þar situr hún móðir mín og syngur lofgjörð nýja“. En litlu stúlk- una hefir langað til þess að hún yrði prinsessa og fengi kóngsson. — Þú getur nokkuð nærri, sagði amma, en fleiri verða þó að geta. Hvað segir þú Jónsi litli? Jónsi: Æi, nú man jeg ekki! Jú — hana hefir langað til að spinna á þýskan rokk, eins og stendur í vísunni, og róa út í Sikiley. — Já, það langaði ömm — nei, stúlkuna til. Og geti nú aðrir betur. Hvað segir þú, Gunna? Gunna bregður fingrinum upp í sig og segir ekki neitt. — En þú, Kalli? — Gunna kann miklu fleiri vísur en jeg. — Ójá, ekki er það nú undir vísun- um komið, en kantu nokkra vísu, Gunna mín, sem átt getur við skap stúlkunnar Gunna: Jeg kann þrjár vísur, amma. — Nú, hvernig eru þær? — Fanna skautar faldi háum-------- og Eldgamla Isafold og Björt mey og hrein------. — Þú ferð nokkuð nærri því Gunna mín, og nú fáið þið öll eitthvað fyrir ráðningarnar, en þú mest. En svo við höldum nú áfram sögunni, þá undi stúlkan sjer ekki úti í glaumnum. Hún hvarf því aftur heim — og heim er stórt orð. Hvert haldið þið að hún hafi farið? Og hvar haldið þið að hún sje nú niður komin? Hún brá hrukkóttri hönd upp að augunum og ljest svo taka upp lykkju, sem fallið hefði niður. « •— Jæja, hvar haldið þið nú að unga og fallega stúlkan sje niður komin? Öll börnin hlustuðu og brutu heil- ann. En svo brölti Hannes litli frá fótagaflinum hjá Sigga, lagði hend- urnar um hálsinn á ömmu sinni og sagði: — Amma, það ert þú. Og þá runnu tár niður vanga gömlu konunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.