Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 Umferðarslys. ELLA og Ingi voru að leika sjer inni í húsagarði í .bænum Hún var með gjörð, en hann var með bolta með snæri í, og spark- aði svo, að boltinn kom altaf beint í andlitið á honum aftur, þegar bandið kipti í. Hann gat aldrei hitt boltann með fætinum í afturkastinu, þótt til þess væri leikurinn gerður. En Ella fór með gjörðina sína í smáhringa, stýrði henni og rak hana áfram með lítilli spýtu, svo að aldrei mistókst. Einu sinni þegar Ingi fekk boltann beint framan í sig varð honum ljótara á munni heldur en börnum er títt. Hann þurkaði framan úr sjer óhreink- una, sem boltinn hafði sett á hann, en í sama bili fór Ella fram hjá honum með gjörðina sína. Af einskærri geð- vonsku og til þess að hefna sín á ein- hverju, sparkaði hann í gjörðina svo að hún fór um koll. — Æ, því ertu að þessu?sagSi Ella. — Það kemur þjer ekkert við, sagði hann og stóð þar bíspertur og við bú- inn að gera henni annan grikk. — Vertu ekki vondur, Ihgi minn, sagði Ella. Veistu ekki að jólin eru að koma, og þá eiga allir að vera góðir hver við annan. — Mig varðar ekkert um jólin, sagði Ingi með þjósti, og hvenær, sem þú ert fyrir mjer, þá verð jeg vondur við þig. Og jeg er miklu, miklu sterkari en þú. Veistu það? — Já, Ingi minn, jeg veit það, og ef jeg er fyrir þjer, þá ætla jeg nú að fara heim. Jeg þarf líka að fara að búa mig í sparifötin min, því að jólin eru að koma. Blessuð jólin! Hlakk- arðu ekki til þeirra? Farðu nú heim til mömmu þinnar, og í nýu fötin þín, svo að hún þurfi ekki að tefja sig á að klæða þig, þegar hún hefir tekið til heima, hefir eldað matinn og borið á borð. Ó, hvað jeg hlakka til jólanna! Nú fer jeg heim til mömmu! Gleðileg jól! Hún rjetti honum höndina, en hann ljet sem hann sæi það ekki. Hann var í vondu skapi. Svo fór hún, og hann varð eftir. Hann byrjaði aftur að fást við bolt- ann, en það gekk ekki vel. Boltinn lenti hvað eftir annað niðri í forinni í húsagarðinum, slóst í hann aftur og ataði hann allan leiri. Þá varð Ingi vondur. Hann hugsaði sjer að hann skyldi fara út á götuna, þar sem ekki væri for, og ná sjer niðri á boltanum. í hendingskasti þaut hann með boltann á undan sjer, sí- sparkandi, út um portið og út á götu. Bíll fór fram hjá í sömu svipan. * Pabbi og mamma Inga biðu þess að hann kæmi heim. Þegar þeim fór að lengja eftir honum, hringdu þau heim til foreldra Ellu, leiksystur hans, og spurðu um hann. Ella var þá komin í jólafötin sín og það átti að fara að kveikja á jólatrjenu hjá henni. Og hún hlakkaði ákaflega mikið til. En þegar hún heyrði að spurt var eftir Inga, var sem napur gustur kæmi framan 1 hana — Jú, hann var úti rjett áðan að leika sjer, og svo skildum við og jeg bað hann að fara heim. Pabbi Inga rauk undir eins niður í húsagarðinn þar sem þau Ella höfðu verið að leika sjer, en hann fann ekki drenginn sinn. Þegar hann kom heim aftur, var konan hans hágrátandi: — Það var hringt meðan þú varst að heiman og við beðin að koma suður í Landspítala.------------ Enginn nema sá, sem reynir, veit hve ægilega fregn þessi fáu orð hafa að geyma. — Suður í Landspítala? Hann þreif símann og hringdi á lög- reglustöðina, kaldur og eins og stirðn- aður allur, en konan hafði fleygt sjer á legubekk og hágrjet. Jú, það stóð heima — drengurinn þeirra hafði hlaupið fyrir bíl, beint út úr porti — bílstjórinn hafði ekki tekið eftir því og haldið áfram — maður komið að rjett á eftir, fundið drenginn og gert lögreglunni aðvart. Hún hafði farið með drenginn í spít- alann — og tilviljun að hann hafði þekst. — Var hann þá svo meiddur? — Nei, nei, ekki skuluð þjer halda það, en það var tilviljun að við feng- um að vita fljótt hverra manna drengurinn var, og þá hringdum við undir eins til þess að láta yður vita. * Suður í Landspítala liggur lítill drengur stórmeiddur, en þó ekki lífs- hættulega. Það hafði þó engu munað að hann yrði undir bílnum, og þá — Pabbi og mamma koma bæði suður eftir og grúfa sig niður að litla drengnum sínum. Fyrir þau eru nú engin gleðileg jól, aðeins vegna þess, að litli drengurinn þeirra hljóp þvert út á götu. Eftir nokkra stund segir pabbi: — Við megum þakka guði fyrir það að likur eru til að hann haldi heilsu og verði ekki fatlaður. Að ári vona jeg að hann vari sig betur og hafi kent mörgum leiksystkinum sínum að vara sig á götuumferðinni. * Hrygg, og þó glöð jafnframt, skilja þau við barnið sitt. Huggunin er: Það hefði getað farið ver. Þau leiðast þögul norður á Fjölnis- veginn. Gata við götu er upp ljómuð af rafmagnsljósum, bæði þar og ann- ars staðar í bænum, svo að enginn þurfi að verða fyrir umferðaslysum. Lítill - Trítill. AÐ er ekki jólasaga, því að hún byrjaði eitthvað um hvítasunnuleytið. Jeg man ekki hvaða ár það var, því að jeg var lítill þá. Jeg var sendur að gæta lambanna. Lítill-Trítill þóttist vel útbúinn, í þykkri úlpu af Nonna vinnumanni. Veistu það, að Nonni mátti ekki vera að því að ganga til ánna þá, vegna þess að hann varð að hlaða upp i tóftardyrnar, svo að ekki bljesi um húsið, spila krærnar fyrir lambærnar svo að engin tæki frá annari, og ekki yrði ef þröngt um mæðurnar? Þess vegna fór jeg, Lítill-Trítill á stað að leita lambánna, sem ekki höfðu fengið húsaskjól. Hann Lítill-Trítill var lítill, og aldrei fanst honum að hann hefði ver- ið jafn lítill eins og þegar hann gekk upp brekkuna meðfram bæjargilinu til þess að huga að ónum, sem hann Nonni hafði ekki fundið um kvöldið, og hlutu nú að liggja úti. En það varð að koma þeim í skjól, svo að lömbin króknuðu ekki. Norðaustan bleytuhríð var á, og stóð ofan eftir gilinu, beint í fang Lít- ils-Trítils. Hann herti upp hugann. — Verra er veðrið á melunum fyrir ofan. Ærnar leita í skjólið, hjer hlýt jeg að finna þær allar í gilinu. En hvað voru þær margar, sem vantaði? Um það hafði jeg ekki spurt. Jeg gekk upp eftir gilinu. — Kúa- gil heitir það — og þar er engin mannhætta, nema af alfum og dverg- um — ef þeir koma út úr klettunum. En klettarnir eru þögulir, þeir um- breytast ekki í alfaborgir á svartri skammdegisnótt; ekkert ljós i einasta kletti, en i skjóli við hvern klett, í grasgeirum sem þar eru, standa ærn- ar í hnipri og hjúfra að lömbunum sínum — reyna að verja þau fyrir bleytu slyddunni, sem fyrst læsir sig í ystu, harðgeru og hrokknu hárin, þangað til þau verða dauð, og síðan eftir þeim inn að berum bjórnum, þangað til lömbin skjalfa af nistandi, ósveigjanlegum kulda, sem læðist eftir hverju hári þeirra utan úr svalkaldri náttúrunni, og þaðan beint í hjarta- stað. Litlu lömbin eiga bágt — en Lítill- Trítill á þó enn þá bágara, því að honum er jafn hroll kalt og þeim, og hingað er hann þó kominn til þess að hjálpa þeim. Hvað átti nú Lítill-Trítill að gera? Hann smalaði þeim ánum, sem hann fann, niður i klettahvamm hjá ánni, þar sem afdrep var. Þær voru nú ekki nema fimm, tvílembur þrjár, og þeg- ar þær voru allar komnar i hóp þarna í hvamminum, fanst honum sem hann hefði gert þeim rangt til að koma

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.