Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 415 Hver er það sem ekki á sjer mótstöðumenn? Ekki einu sinni jólin, barnanna og gleðinnar hátíð. Og það hafa ekki aðeins verið guðleysingjar og heiðingj- ar, sem bórðust gegn þeim. Jól- in voru einu sinni bönnuð í einu af stærstu löndum hins kristna heims, Englandi, og af hákristi- legri stjórn, puritönum. Þegar jólin runnu upp yfir heiminum árið 1621, var þeim fagnað í Englandi með klukknahringingum og viðhöfn. En er þau heldu áfram vestur yfir Atlantshafið, og hröktu skammdegismyrkrið á undan sjer, var þeim ekki fagnað í ný- lendunni Plymouth í Norður- Ameríku, sem var grundvöllur hins Nýa-Englands. Þarvarþeim tekið eins og hverjum öðrum degi. Forstjóri nýlendunnar kallaði eins og vant var alla menn til vinnu. Flestum fanst þetta ekki nema alveg sjálfsagt. Aðeins fáir, sem nýlega voru komnir þangað, lýstu yfir því, að þeir vildu ekki vinna á jóla- daginn. Nýlendustjórnin beitti ekki valdi við þá, en hann harð- bannaði þeim að hafa neinn jólafagnað. Puritanisminn gat ekki þolað, að menn gerði sjer glaðan dag í þessari fátæku ný- lendu. Þrjátíu árum seinna höfða puritanar náð völdunum í Eng- landi. Á aðfangadag 1652 á- kvað parlamentið að afnema jólin og til þess að sýna fram á að næsti dagur væri virkur dagur, voru fundir haldnir í þinginu eins og vanalega. Þetta einræði puritana gegn jólun- um, var eitt af óvinsælustu framkvæmdum þeirra. Það var auðvitað himíhfrfópandi synd, að þeir höfðu tekið af lífi hinn rjetta konung Englands. En þetta, að þeir skyldi ráðast á jólin sjálf, var miklu verra. Síðan í grárri fornöld höfðu jólin verið fagnaðarhátíð. Frá því á aðfangadagskvöld til þrettánda átti ekki að vinna nema hið allra nauðsynlegasta. Mat og drykk átti að bera jafn ríkmannlega á borð og hvert heimili var fært um, og allir, jafnt húsbændur og hjú, áttu að fá uppáhaldsrjetti sína. — Allir gestir voru velkomnir og enginn var látinn fara svangur frá garði. Hver betlari, sem kom til herragarðs eða bónda- býlis, átti það víst að fyrir hann væri settur matur og drykkur. Alt andstreymi og fá- tækt átti að gera gleymt, og meðan jólin voru, voru öll boð og bönn upphafin. Á sumum stöðum var það jafnvel venja að láta málaferli falla niður. Alls konar leikar voru leyfðir. Á stærstu heimilum var t. d. út- nefndur „Lord of Misrule", sem stóð fyrir öllum fagnaði og espaði æskuna til alls konar uppátækja. Meðal annars var ungu mönnunum leyft að kyssa stúlkurnar þegar þær stóðu undir mistilteininum. Á þennan hátt voru jólin hátíð allrar þjóðarinnar, en gleðibragur þeirra fell puritön- um ekki í geð. Þeim var eigi aðeins illa við óhóf í mat og drykk og kæruleysi í framferði. ÖH hátíðarhöldin voru þeim þyrnir í augum. Þeir gátu ekki þolað, að menn prýddu heimili sín með sígrænum viði. Þeir höfðu andstygð á hinni hátíð- legu athöfn þegar jólaeldurinn var kveiktur, en það var gert á þann hátt að trjábolur, eins stór og framast gat komist inn í arininn, var dreginn af hest- um og mönnum inn í stofu og stungið inn í arininn með mikl- um fagnaðarlátum. Þetta köll- uðu puritanar ósæmilegt. Þeir gengu jafnvel svo langt að þeir vildu ekki hafa neinar hátíðar- messur. Ástæðan til þessa var sú, að puritanar vissu að jólin eiga ekki uppruna sinn í kristninni. Jólin eru gömul heiðingjahátíð, að vísu breytt í kristna hátíð, en puritana grunaði, að bak við helgibraginn mundi leynast mikið af fornum venjum. Þess vegna voru þeir á móti jólun- um. Og þeir höfðu nokkuð til síns máls, því að hinir gömlu jólasiðir áttu margir upptök sín í rómmustu heiðni. Það var t. d. ekki af fegurð- arsmekk eingöngu að menn skreyttu heimili sín með sí- grænum viði. 1 sígrænum viði bjó guðdómur, þar var hinn ódauðlegi lífskraftur. í þeim viði, sem stóðst vetrarkuldann bjuggu heilög öfl, verndaröfl. Helgastur af öllu var mistil- teinninn. Hann varði húsið fyr- ir göldrum og illum öndum. — Þetta var forntrú. Hin hátíðlega viðhöfn þegar jólaeldurinn var kveiktur, var eftirstöðvar af hátíðahöldunum í heiðni, þegar jólin voru sól- arhátið. Þetta „jólatrje" var því heilagt og jafnvel um 1600 höfðu menn mikla trú á því. Leifarnar og kolin af því var geymt vandlega og höfðu menn trú á því að það kæmi í veg fyrir eldsvoða, sjerstaklega eldsvoða, sem stafaði af eld- ingum. Mörg önnur hjátrú stóð í sambandi við jólin, og umbóta- viðleitni puritana var því ekki með öllu ástæðulaus. En þeim tókst ekki jafn viturlega og giftusamlega eins og kirkju- feðrunum á 3. öld, þegar þeir ljetu æðstu hátíð kristinna manna bera upp á miðsvetrar- hátíð heiðingjanna, til þess að heiðingjarnir yrði fúsari að taka trú, og hátíðin um leið gerð göfgari og helgari. Reynsl- an hefir sýnt, að þetta var heppilegasta úrlausnin. Árás puritana á jólin varð ekki lang- vinn; en hún varð aðalástæðan til hruns puritanismans og til ofsókna gegn honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.