Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 397 braust þar fram, og stefndi beint á bæinn. Hvínandi, æð- andi kom niður f jallið geisileg- ur snjómökkur og skriðan sóp- aði með sjer grjóti úr fjallinu, stækkaði og stækkaði og skildi eftir kolsvarta rönd þar sem hún fór yfir. Ásmundi varð fyrst hugsað til sonar síns. Hann sá að Bárð- ur hafði tekið eftir snjóflóðinu og tók til fótanna. En það var engin von að hann kæmist heim, því að brátt myndi bærinn hverfa í kaf undir snjóflóðinu. Eina vonin var að Bárður gæti náð hesthúsinu niðri á túninu, það var hlaðið úr torfi og varla hætta á að það felli, að minsta kosti var það jafn traust og bærinn. Bara að Bárður gæti nú komist þangað! Það var auðsjeð að honum hafði dottið hið sama í hug, því að hann hljóp eins og fætur toguðu í áttina til hest- hússins, vissi að hann átti fótum sínum fjör að launa, en færðin var þung. Nú varð Ásmundur að flýta sjer að komast í bæinn. Drun- urnar frá snjóflóðinu hækkuðu altaf og voru orðnar eins og reiðarslög, en jörðin skalf og nötraði undir fótum Ásmundar. Það var engu líkara en dóms- dagur væri kominn. I bæjardyrunum staðnæmdist hann snöggvast og horfði út um hálflokaðar bæjardyrnar á son sinn hlaupandi upp á líf og dauða að hesthúsinu. Hann átti enn langt eftir. Yfir öxlina á Ásmundi horfði ung stúlka út í gegn um bæjar- dyrnar. Ásmundur skeytti því engu, örvílnum greip hann. Þetta var vonlaust — drengur- inn átti alt of langt eftir til hesthússins. I sama bili ljek allur bærinn á reiðiskjálfi. Það brakaði og brast í þökum og veggjum. Og á samri stundu skeltist bæjar- hurðin aftur, rjett fyrir framan Ásmund. Þung druna heyrðist, eins og hún kæmi upp úr iðrum jarðar. Svo lækkaði hún og hvarf, en myrkur og kyrð varð í bænum, eins og hann hefði sokkið í afgrunn niður. — Heldurðu að hann hafi náð hesthúsinu? var hvíslað hljótt og angurvært að baki Ásmundar. — Nei, er það þú, Lína, sagði Ásmundur og hrökk við. — Nei, jeg er hræddur um að hann hafi ekki náð þangað — og svo hefir verið erfitt að opna dym- ar. — Þetta datt honum nú fyrst í hug, og þá fanst honum öll von vera úti. Það gat verið að Bárð- ur hefði komist að hesthúsinu, en það var hreint ekki víst að hann hefði getað opnað hurð- ina og lokað henni á eftir sjer. — Við skulum koma inn, Lína. Það var þögult í gömlu bað- stofunni. Vinnumennirnir sátu hver á sínu rúmi og biðu þess að húsbóndinn segði eitthvað. 1 súðinni hekk olíulampi og blakti Ijósið á honum. Ásmundur settist á rúm sitt og studdi hönd undir kinn, eins og hann væri að hugsa sig um, eða biðjast fyrir. Ellin var nú að færast yfir hann. Konuna hafði hann mist í hittifyrra, og síðan hafði hann ekki verið eins og hann átti að sjer. Hann hafði treyst því að með vorinu myndi hann fá búið og jörðina í hendur yngri og styrkari kyn- slóð. Eftir nokkra stund rjettist hann í sætinu og svipaðist um baðstofuna. Það var eins og hann hefði náð jafnvægi aftur. Vinnufólkið gaf honum gætur í laumi — það vissi hvað honum leið. — Berið jólamatinn inn, stúlkur, skipaði Ásmundur. Við verðum þó að halda hátíðleg jól. Og maturinn var borinn inn í stórum leirskálum. Að vanda var það kjötsúpa með rófum á jólanóttina. Sem betur fór hafði súpan verið fullsoðin áður en snjóflóðið skall á bænum og eldinn varð að slökkva. Auk súpunnar fekk fólkið hangikjöt, flatbrauð, sperðla og annað góðgæti. Hver settist á sitt rúm og borðaði þar, og Lína gekk á milli og helti heimabruggi í glösin jafnharðan og þau tæmd- ust. Hún var há og vel vaxin stúlka, ljóshærð og ljett undir brún vanalega, en nú var hún alvarleg og þögul. Það var vant því að vera glatt á hjalla á Klettum á jól- unum. Húsbóndinn var híbýla- prúður maður og sonur hans ekki síður. Auk þess sparaði Ásmundur aldrei heimabruggið, þótt hann vildi helst að menn drykki í hófi á jólanóttina. En nú var ekki sagt eitt orð meðan á máltíð stóð, og ekki heldur á meðan þau Ásmundur og Lína úthlutuðu jólagjöfunum. Hver maður fekk tvö stór kerti og auk þess einhverja aðra gjöf svo sem sokka, vasaklút, trefil og þess háttar. Hver maður stóð á fætur og þakkaði fyrir sig með handabandi og kossi, eins og siður var, en allir þögðu. Svo voru jólaljósin kveikt og jóla- sálmar sungnir. Á hverjum rúm- stuðli stóð logandi kerti, svo að það var bjart og hátíðlegt í bað- stofunni. En allir voru í daufu skapi. Allir sátu hljóðir og hver hugs- aði sitt. Fólkið var ekki í neinum lífs- háska, að minsta kosti ekki fyrst um sinn. Bærinn var traust bygður og hann fór ekki að hrynja þótt nokkrar smálest- ir af snjó legðust á hann. Og nóg var loftið, því að húsin voru mörg og stór og innangengt milli þeirra allra. Matur var líka nægilegur, en það var ekki hægt að komast í fjósið til að mjólka kýrnar og gefa þeim, og hver gat ætlað á hvenær ná- grannarnir yrði varir við snjó- flóðið og kæmi þeim til bjarg- ar? — Þetta voru þó smámunir móts við óvissuna um það, hvernig Bárði hefði reitt af. Hafði hann komist inn í hest- húsið eða eigi? Og hafði hest- húsið staðist snjóflóðið? Þegar jólalesturinn hafði ver- ið lesinn í húspostillunni og seinasti sálmurinn sunginn, lagðist enn lamandi þögn yfir baðstofuna. Húsbóndinn fól aft-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.