Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 12
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fýsi og fjelagslyndi komst ekki að, fyrir hverjum einum var um að gera að ná í lífsloft, og þess vegna var hamgangurinn svo mikill. En frá voru sjónarmiði var hjer um mat að ræða. Þar var margra daga hundafóður og spik. Þar var óhemju mikið af náhvals hvelju til hátíðamat- ar; allur kynflokkurinn mátti koma til vor. Samkvæmisfögn- uðurinn skyldi vera í bústað vorum í Melville-flóa þennan vetur. Að vísu vorum vjer framandi og á leið til annars staðar. En sá sem ferðast sest að þar sem mest er að bíta og brenna, og nú áttum vjer heima hjer. Vjer sendum konurnar til lands, þar sem þrír kofar voru. Hundarnir voru tregir að fara, en konurn- ar frá Kap York kunna tökin á þeim, ekki síður en karlmenn. Vjer leystum veiðitæki vor af ækinu, skutul og línu og slátr- unarsveðju. Vjer mennirnir erum í raun og veru villudýr. Það er hrein nautn að reka skutul í náhval. Það hnykkir á herðum og búk þegar hvalurinn tekur viðbragð og mann sárverkjar undan á- tökunum, en það fer eins og fagnaðarstraumur um líkam- ann, bardagagleðin og eftir- væntingin um sigur. @ÁHVALUR getur orðið sex metra langur, og það er ekki hlaupið að því að draga slíka kroppa upp á ís- Peter Freuchen: aPP úr ísnum kom gufu- strókur og gusugangur. Vjer sáum það tilsýndar langar leiðir, löngu áður en hundarnir urðu nokkurs varir. Oss langaði til þess að komast til manna- bygða, vjer vorum svangir eftir að hafa verið á ferðinni allan daginn, því að vjer fengum eng- an morgunverð. En vjer vorum í góðu skapi, því að vjer vonuð- um að'fá brátt að hlusta á sög- ur Ulluliks og hvílast á hlýjum svefnpöllum kvenna hans. Vjer stefndum á kofann og vissum að vjer myndum brátt sjá daufa og vingjarnlega birtu af ljósi þar í Ijóra. En nú sáum vjer þennan gufustrók, sem sveimaði fram og aftur í blæjalogni eins og draugur. Umhverfið var dásam- legt, tunglið yfir, ís og fjöll undir og hátignarkyrð yfir öllu. Svo urðu hundarnir varir við hvað á seiði var, þeir tóku sprettinn og græðgi þeirra vaknaði. Á slíkum sleðaferðum er einhver tilbreyting ætíð for- boði, annað hvort til hins betra eða verra um það að ná í fæðu. Það var gustur á hundunum og oss. Og brátt komum vjer á staðinn. Ekki heyrðist neitt. Dauðakyrð var yfir öllu og ekki sást annað en vök, sem brotin hafði verið á ísnum, á stærð 'við matborð, og hana lagði ekki þrátt fyrir 40 stiga frost. Þá komu hvalirnir blaðskell- andi. Hrynur og gusa upp úr fyrsta hvalnum, svo úr þeim næsta og svo úr þeim næsta. Þeir keptust við að komast upp til að draga andann, þeir lyftu hver öðrum upp til þess að ná andrúmsloftinu. Það var sorg- legt að sjá skepnurnar berjast um það að ná andanum. Þetta var náhvalsvaða. Hún hefir hafst of lengi við í ein- hverju æti. Svo kom frostið alt í einu og lokaði firðinum að ut- an. Þeir heldu opinni vök til þess að anda, og á milli þess veiddu þeir lúðu, uppáhalds mat sinn. En vökin varð þrengri og þrengri, og hvalir eru jafn- vel máttvana gegn náttúrunni. Nú var vökin ekki stærri en svo, að einn eða tveir komust þar að í einu. Og þessi læti undir ísn- um. Oss blöskraði, er það rann upp fyrir oss hvílík örvænting hafði gripið skepnurnar við það að vera smám saman útilokaðar frá andrúmsloftinu. Þær höm- uðust sem tryltar væri. Hjálp-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.