Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 8
400 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á ferð um Hvítárvatn. Eftir Sigurð Kristjánsson. Framvegis verður hægt að fara á bíl alla leið að Hvítárvatni, og er ekki nema 3—U klukkustimda akstur þangað. Verður því eflaust mikill fólksstraumur þangað þegar í sumar. Ber því nauðsyn til að friðhelga landið og fuglana, sem þar eru, svo að þeir verði hvorki drepnir, rændir eggjurn nje flæmdir þaðan. 1 eftirfarandi grein lýsir Sigurður Kristjánsson vatn- inu og umhverfi þess, en myndimar af ísjökunum á vatninu tók Ólafur Magn- ússon. |l^AÐ var mánudaginn 9. sept. s.l. að við ólafur Magnússon kgl. hirðljósmynd- ari ásamt fylgdarmanni hans, Gunnari óskarssyni frá Reykja- vík, lögðum af stað frá sumar- heimili mínu, Veitingaskálanum við Gullfoss. Ferðinni var heitið til Hvítárvatns, en þar ætlaði Ólafur að taka myndir af borg- arísjökum og skriðjöklunum, ef veður og aðrar aðstæður leyfðu. Á leið til Hvítárvatns. Er við fjelagar lögðum af stað frá fossinum var veðurút- lit ekki gott. Suðaustan hvass- viðri og þykt loft, og orðið álið- ið sumars og því allra veðra von. Heldum við nú samt sem leið liggur inn á öræfin, alls ódeigir, hvað sem á dyndi, í hinni ágætu 5 manna „drossíu“ Ólafs. Vegurinn var ágætur eft- ir þurviðrin sem gerði upp úr höfuðdegi. Rann bíllinn mjúkt inn „Pokakerlingu“, en svo heitir langur ölduhryggur (ekki ósvipaður Langahrygg á Kalda- dal), sem tekur við þegar gras- lendinu inn af Gullfossi sleppir. Þá taka við ölduhryggir úr jök- u'leir með berum klöppum upp úr hjer og þar, þar til taka við sljettir melar inn undir gras- lendi Sandár. Ljet Ólafur bílinn þar „spretta úr spori“. Frá Gullfossi til Sandár eru 11 km„ að mestu auðn ein, en við Sandá beggja megin er mikið gras- lendi og góð beit fyrir sauðfje og hross. í Sandá er silungur, og var töluverð veiði þar áður fyr, en áin hefir á síðari tímum grynst mikið vegna sandfoks, og sil- ungsveiði því minkað. Tveir menn úr Reykjavík veiddu þar þó í sumar 3 silunga 11/2—2 kg., svo að silungur er ennþá til í ánni. Frá Sandá, sem ennþá er ó- brúuð, og bíllinn verður að „vaða“, er stutt leið inn að Grjótá. Er það lítil bergvatns- spræna, sem á upptök sín í Blá- fellshálsi vestanverðum, og rennur í Hvítá við rætur Blá- fells, og er þar farið yfir hana. Framundan okkur gnæfir hið tignarlega Bláfell 1207 metra hátt .Af því er mjög víðsýnt í góðu skygni, og ómaksins vert að ganga þangað upp, og fjallið mjög hægt til uppgöngu að norðanverðu. Meðfram Bláfelli að norðan er nú haldið upp Bláfellsháls, yfir Illagil, sem er brúað, og er vegurinn þar í ótal krókum og bugðum, en þó hvergi bratt- ur, en hallinn er mjög langur. Þegar kemur upp á há-háls- inn opnast skarð á milli Geld- ingafells á vinstri hönd og Blá- fells á hægri. Þar opnast manni nýr heimur, þar sem er „hátt til lofts og vítt til veggja", því þar blasir við stór og víðáttumikil hásljetta á milli Langjökuls að vestan og Hofsjökuls og Kerl- ingarfjalla að austan. Um þessa hásljettu liggur Kjalvegur norð- ur til Húnavatns- og Skaga- fjarðararsýslna. Engin fjöll byrgja útsýnið norður til heiða í Húnavatnssýslu, aðeins rísa Kjalfell og Strýtur á Kili upp úr þessari hásljettu, en sýnast úr fjarskanum mjög lítil og lágkúruleg milli jötnanna Lang- jökuls og Hofsjökuls. Þegar nær dregur blasir við Sæluhús Ferðafjelagsins hjá Hvítárvatni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.