Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 eru svo lausir í sjer, að mað- ur sekkur á kaf í þá, en í ár- farvegunum eru víða botnlausir pyttir, fullir af jökulleir. Á þessum stað liggur inn í jök- ulinn stór sprunga svo langt sem augað eygir, með snjó- brúm hjer og þar, og fossaði vatnið út úr sprungunni en inni í henni var að heyra mikinn vatnanið. Þarna á jöklinum eru ótal dyngjur úr jökulleir, gulbrúnar að lit, og margar mjög háar. Líkjast þær mest Vatnsdalshólum tilsýndar, og besti gæti jeg trúað að þær væru óteljandi eins og þeir, að minsta kosti vildi jeg ekki taka að mjer að telja. Nú heldum við enn inn í Karlsdrátt og á leiðinni voru teknar margar myndir af borg- arísjökunum. — Meðal annars settum 'við ferðafjelaga okkar, Gunnar Óskarsson, um borð í einn jakann, og stóð alt á höfði í vatninu, maður og jaki. I Karlsdrætti var lengi staðið við. Er á daginn leið kulaði dá- lítið ofan af jöklinum, og höfð- um við gott leiði til ólafsvíkur, enda settum við upp segl, þótt fátækleg væri, yfirhafnir okk- ar og árar, en drjúgum skreið báturinn samt. Heimferð. Næsta dag, þ. 12. september, yfirgáfum við sæluhúsið, Hvit- árnes og Hvítárvatn með sökn- uði, eins og hinn danski mæl- ingamaður hafði gert fyrir nokkrum dögum. 1 gestabók sæluhússins hafði hann skrifað alllanga klausu um sína ó- gleymanlegu veru þar, frá 15. júní—5. sept., sem lauk með þessum orðum: ,,Med Vemod forlader jeg Hvítárvatn“. Frá ,,Ólafsvík“ sigldum við niður vatnið með hinum fátæk- legu seglum, en með dýrmætan farm innanborðs, þar sem voru allar myndaplötur Ólafs, sem jeg veit að auðga myndasafn Islands. Segir nú fátt af ferð- um okkar fyr en við lentum við Hvítárbrú bak við Bláfell, þökkuðum fyrir bátslánið eftir að hafa þegið góðan beina hjá brúarsmiðunum að góðum og gömlum íslenskum sveitasið, Stigum við nú upp í hinn ágæta fararskjóta Ólafs „dross- íuna“ og þeystum af stað und- an sandrokinu, því nú var góða veðrið, sem við höfðum fengið í allri ferðinni búið, og komið hávaðarok á norðan, sem helst þar efra í heila viku. Á heimleiðinni höfðum við ásett okkur að ganga á hátind Bláfells, en nú var það ekki mögulegt. I þess stað gengum við hátt upp í fellið til þess að njóta sem best útsýnis yfir BF það er of snemt að stinga sjer í kojuna, pilt- ar, og ef þið haldið að þið getið ekki sofið vegna þess hvernig hríðin lemur á kýraugunum og norðvestan gúlpurinn, þá er best að við sitjum hjer í knæpu- velgjunni, og Sören frændi gefi okkur þann umgang sem hann hefir hliðrað sjer hjá að gefa í kvöld. Og þá skal Lojel skip- stjóri ekki heldur tregðast við að segja ykkur einhverja sögu úr hinu viðburðaríka lífi sínu. Jeg sagði við reiðarann — það var árið áður en jeg keypti „Flugfiskinn“ og sigldi þá með timbur til Þórshafnar; en eng- inn af alikálfunum ykkar man eftir því. Og þegar maður lá við Noreg — því að jeg var vanur að fara til Bergen og taka vör- ur fyrir Elvestad & Björnbo, sem seldu mikið til Færeyja þau árin. Og sál mín var hrygg eins og trúboðinn segir, því að mamma lá í Bandholm mánuð eftir mánuð og gat hvorki lifað nje dáið. Og það særði mig í hjartað þegar kvalirnar ætluðu að drepa hana, því að hún var Langjökul og Jarlhettur, því út- sýni til norðurs og vesturs var ennþá gott. tJr fellinu er ágætt útsýni yfir fannbreiður Lang- jökuls alla leið austan frá Hrútafelli og vestur að Þóris- jökli. Þá blasa við Jarlhettur, Hlöðufell, Skjaldbreiður, Kálfs- tindar, Sandfell og Bjarnarfell. Einnig sjest Laugafell vel og reykirnir úr Geysi, svo og all- ur vatnaklasi Biskupstungna. Hvítá liðar sig niður eftir sljett- unum og sjest alla leið þar til hún fellur í Gullfoss, en eftir það fellur hún í djúpum og þröngum gljúfrum. þó manneskja, og jeg bað að henni batnaði, þrátt fyrir það að í Þórshöfn var ný ekkja eftir hörmangara, það var ekkert á milli okkar, en jeg hafði nú á- kveðið að hún skyldi taka við af mömmu þegar alt væri um garð gengið. Jæja, jeg fór inn til Bergen, og þar liggur þá brjef til mín frá systur minni um það, að mamma hafi ljett akkerum í seinasta sinn, daginn eftir að jeg lagði á stað. Jeg skal ekki neita því, að sú fregn var lífg- andi, en þó var jeg nokkuð dap- ur, því að við mamma höfðum þolað saman súrt og sætt, sjer- staklega í byrjun. Og svo kem- ur Fjordside siglandi sama dag- inn á ,,Trjeskónum“ og legst við hliðina á „Flugfiskinum“. Það bætti ekki skapið. Fjord- side var þá á aldur við mig, en nú er hann orðinn miklu eldri. Hann er væskill, vegur hundrað pundum minna en karlmaður og svo kiðfættur að hann verður að ganga á höndunum á þilfari ef nokkuð er að veðri. Svo er hann Jóti og þykist vera landi Tveir um boðið. Skiparasaga eftir Kaj Munk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.