Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Qupperneq 1
3. tölublað. Sunnudaginn lð. janúar 1941. XVI árgangur, Ít4/olðMp>MUau«)« k.L I ORLAGASTRIÐI (Einskonar likræða „eftir dúk og disk“.) Eftir Sigurð Guðraundsson, skólameistara „Es ist ein Brunnen, der heisst Leid; Draus fliesst die lautre Seligkeit. Doch wer nur in den Brunnen schaut, den graut. Er sieht im tiefen Wasserschacht. Sein lichtes Bild umrahmt von Nacht. O trinke! da zerrinnt dein Bild: Licht quillt." Dehmel. FYRIR skömmu rakst jeg í ensku blaði á grein um verslunarkonu, er sagt var um, að legði fram sinn hlut til fulln- aðarsigurs Breta í hinu mikla stríði, þó að aldrei færi hún í orustu og fengi engin heiðurs- merki fyrir hlutdeild sína í sigrinum. Hún væri síglöð við búðarborð sitt og það stundum fram yfir lokunartíma, ef við- skiftavinum hennar lægi á ein- hverju í mat eða bú. Þá er menn kvörtuðu undan þunga stríðsins og kvæðu kjör sín eigi verða verri, þó að Hitler kæmi, hjeldi hún, glöð í bragði, áfram afgreiðslu sinni og minti með hægð á sum verðmæti, er þeir nyti, t. d. að mega tala, eins og þeim byggi í brjósti. Menn færu úr búð hennar glaðari en þeir komu þahgað, bjartsýnni og hressari. Hvort sem þetta greinarkorn er sönn •aga eða tilbúin dæmisaga, er Frú Ásthildur Thorsteinsson. því bersýnilega ætlað að minna kvenþjóðina bresku á hlutverk hennar í þágu þjóðar sinnar í þrautum hennar og þröng á þessari ægilegu tíð. Þá er jeg las smágrein þessa, varð mjer ósjálfrátt hugsað til íslenskrar ágætis- konu, er jeg tel mjer ham- ingju að hafa kynst. Þótt hún hefði aldrei hervæðst njc tek- ið ,þátt í nokkrum bardögum, hefði þvílík kona sem hún reynst þjóð sinni dýrmæt skjald mær í slíku stríði, sem Eng- land má nú heyja. Hún hefði kunnað að hughreysta þá, er lá við örvæntingu í hinum marg víslegustu skelfingum. — Hún hefði um frarn alt kunnað að hugga við frændafall og ást- vinamissi af völdum hins mikla stríðs. Engum hefði betur tek- ist en henni að sýna hrjáðum og þjáðum verðmæti og lífs- gæði, er þeir enn ættu völ á og gætu enn unað lífi við. Þessi kona var frú Ásthildur Thorsteinsson frá Bíldudal. — Æfiferill hennar er merkilegur o g eftirtektarverður, nytsam- legur til lífsnáms og lífsskiln- ings. Hann sýnir, hve miskun- arlaust hlutskifti við getum beðið í lífinu, hve lífið er stundum ægilegt. Slíkt sjest raunar um allar aldir á margri lífssögu. En örlagaraun hennar og æfisigur sýna einnig annað, sem of sjaldan er veitt cíiir- tekt. Enginn heimspekingur kennir það betur en frú Ást- hildur með hinu raunsanna lífs dæmi sínu, hve lífið, heilbrigð lífsgleði og hugargleði gcta verið ósigirandi, hve miklu meira .veltur, í hinum miklu skapahríðum á því, sem vjer eigum í 088, heldur en á hinu, sem vjer eigum fyrir utan oss. Frú Ásthildur ljest fyrir rúmum tveimur árum og var þá — og stundum áður — vel

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.