Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19 komust á fullorðinsár, voru þrjú: Frú Ásthildur, frú Theó- dóra Thoroddsen, ekkja frænda síns, Skúla Thoroddsens, og Ól- afur hjeraðslæknir Rangæinga á Stórólfshvoli. Var Ólafur læknir orðlagður gæðamaður. Bekkjunautur hans, Einar H. Kvaran sagði (í samtali við mig), að hann hefði verið „yndislegur maður“. Hefir varla vinsælli læknir verið uppi hjer á landi heldur en ói- afur Guðmundsson. Hann jós á báðar hendur gæðum og mannúð, hjálpaði, líknaði, læknaði, gaf og gaf. Góðar ástæður tóku við frú Ásthildi, er hún fluttist úr for- eldrahúsum. Hún giftist Pjetri J. Thorsteinsson, kaupmanni á Bíldudal, og feldu þau ung saman hugi. Pjetur J. Thor- steinsson gerði garðinn frægan, varð skörungur í framkvæmd- um og fjesýslu, brautryðjandi í fiskverkun og fiskverslun, og flaug orðstír hans og Bíldu- dals um alt land. Þá er vegur hans var einna mestur, átti hann prentsmiðju á Bíldudal og gaf þar út blaðið „Arnfirð- ing“. Var eitt höfuðskáld þjóð- arinnar á þeim árum, Þorsteinn Erlingsson, ritstjórinn. Unnu þeir saman í bróðerni, mesti fjesýslumaður landsins og mesti jafnaðarmaður landsins um síðustu aldamót. Á Bíldu- dalsárum þeirra skorti konu hans fátt, er auður og efni gátu þá í tje látið hjer á landi. Enn gat hún orðið — og varð áreiðanlega — mörgum að liði, sem í föðurgarði. Hún er nú um all-langt skeið ein hin auð- ugasta kona landsins, vinsæl og vel metin, drotning í álit- legu ríki, eftir því, sem þá gerðist á voru landi. Hún elur manni sínum fjölda barna, fríðar dætur og gerfilega sonu. Auður og dugur voru ærin til að veita hverju barni þá ment- un, er því hentaði best. Árið 1903 fluttust þau hjón búferl- um til Kaupmannahafnar. — Bjuggu þau þar í skemtilegum húsakynnum og á skemtilegum stað. Um fimtugsaldur brosir líf- ið enn við henni, jafn-þítt og hún brosti við vinum og gest- um. Fram að þeim tíma ljek alt í lyndi — „utan til að sjá“ að minsta kosti. (1 raun rjettri vitum vjer sjaldan, hversu menn una lífi. I hinu lánsæl- asta lífi andar löngum eitthvað á mót, enda er slíkt, ef til vill, andleg lífsnauðsyn). En frú Ást- hildur átti áreiðanlega mörgu sælu að fagna á Bíldudal og í Kaupmannahöfn. Þá er hún byrjar sjötta áratuginn, eru dæturnar flestar gefnar eða lofaðar, og það álitlega á ver- aldar vísu. Synirnir stunda nám í góðum skólum erlendis. Heimilið er vistlegt og skemti- legt, auðugt að hægindum og þægindum, æskufjöri, gleði og söng. Oft var þar gestkvæmt á Hafnarárum þeirra. Nokkrir stúdentar urðu þar heimagang- ar. Allt fór þar prýðilega fram. „Þar var stundum hlegið hátt“ og hent að mörgu gaman eins og í Hlíðarendakoti á dögum Þorsteins Erlingssonar. Þar naut orðhvöt æska fullkomins mál- frelsis, mátti segja það, sem henni bjó í brjósti. Slíkt taldi hin heilbrigða heimspeki ensku kaupkonunnar, að rjettu, mik- ils virði, var þar djúpsærri en svokallaður mentamaður, sem virðist eigi hafa minsta hugboð um, hversu dýrmætt honum er slíkt frelsi, fyrr en hann hefir glatað því. Var húsfreyjan vanalega stödd einhvers staðar nálægt æskugleðinni. Það var í senn eins og enginn vissi af henni, en allir vissu þó af henni. Engum gat dulist — og það jafnvel ekki hinum sljóvasta manni —, hvað bjó í brosinu né fólst í handtakinu. Handtak hennar minnti mig ávalt á handtak síra Matthíasar, eins og Guðmundur Hannesson hef- ir lýst því. „Hlýju hendinni fylgir ætíð gleðilegt, vermandi bros og nokkur vingjarnleg orð, sem geta verið mikils virði, þegar skapið er í ólagi“, ritar hann um skáldið. Kveðju og handtaki frú Ásthildar verður ekki betur lýst e» í þessum orð- um hins fjölhæfa læknis og mentamanns. Ef hún komst að því, að einhver vinur hennar úr stúd- entahópi var í fjárkröggum, laumaði hún stundum að hon- um ríflegri peningagjöf. Mannúð frú Ásthildar lukti um fleiri en stúdentana. Heim- sótti hana fólk úr öllum stétt- um. Oft kom til hennar gömul kona, íslenzk og félítil, er lengi \hafði dvalist 'í Kaup- mannahöfn. Var hún með fá- dæmum biblíufróð, kunni víst alla ritninguna reiprennandi spjaldanna á milli og hafði jafnan á takteinum tilvitnanir úr henni. Hentum við, sumir gárungarnir, gaman að, er kerl- ing þuldi hin helgu fræði, en hún kunni vel að taka glensi okkar og gamansemi. Eitt sinn fór einn þeirra á fund gömlu konunnar með frú Ásthildi. Las hún honum þá enn kafla úr hinni miklu bók. En þessi stúd- ent gleymir því seint, hversu þessari öldruðu konu í útlegð- inni þótti vænt um frú Ásthildi og návist hennar, sem var við hana jafn-hýr í viðmóti og væru þær sambornar systur. En þá er frú Ásthildur er komin á sextugsaldur, fara þau, hún og bóndi hennar, að reyna hið forn-kveðna, að auð- ur er „valtastur vina“. Það fer að velta á ýmsu um fjáraflann. Pétur Thorsteinsson flyst til Reykjavíkur. Hann fæst þar við útgerð og fiskverslun og er nokkur ár ýmist fjáður eða snauður. Síðan fer alvarlega að syrta í lofti. Börn hennar og tengdabörn hrynja niður, hvert á fætur öðru, kringum hana. Fyrst deyr frá Helga Johnson, hóglát og mentuð kona. Hún las með dómvísi og skilningi bækur hinna ágætustu rithöf- unda erlendra, t. d. Jean Christophe eftir Romain Rol- land. Fáum mánuðum síðar dó elsta dóttir hennar, frú Katrín Briem syrgilega og voveiflega. Hún var hin glæsilegasta kona. En lést tengdasonur hennar, Ólafur Björnsson, ritstjóri, snögglega nálægt þremur mán-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.