Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Page 6
22 LERBÓK MORGUNBLAÐSINS sínum og góðvild hefir hún reynst þeim góð hjúkrunarkona í sálrænum meinum. Enginn gat gert sjer dælt við hana, ekki af því að persónuleikur henn- ar skyti nokkrum ægigeislum, heldur af hinu, að menn vildu fremur gleðja hana en meiða. Það var eins og flestir vrðu betri menn, þá er þeir voru í návist hennar. Strákurinn eða hundinginn í þeim ljetu þá minna á sjer bæra en ella. — Samúð hennar og varmi voru samúð og varma goldin. Slíkt Ijetti raunir hennar og stríð. Annars er örðugt að gera skýra grein fyrir, hversu henni kom bót eftir margvísleg sár og öxarhögg örlaganna. Mjer er eigi ljeð sú íkend (Einföhl- ung), að jeg fái endurlifað og lýst hugarbaráttu hennar og hugarsigrum. En í öllum mann legum efnum vinnur vaninn, eins og áin rennur og rennur. Vaninn deyfir, sverfur, þjálfar, sefar sorgir og harma, kennir eða innrætir nýtt viðhorf. Sig- urður Nordal mintist fyrir skömmu á það (í hugðnæmri grein um Benedikt Þórarins- son), hve holt það væri, að eiga sjer það, sem hann kall- aði „dund“, en Englendingar kalla „hobby“. í raun rjettri er þetta ,,dund“, sama sem leik- fang, er fullorðnir og aldraðir þurfa að eiga sjer, eins og börn og unglingar. Sálar- og taugalæknar vorra daga ráða oss hið sama. Hugurinn er ekki heilbrigður nje fullþroska, nema hann sje seiddur að fleira heldur en að skyldustarfi og atvinnu, sjálfum sjer og fjöl- skyldu sinni. Mjer liggur við að segja, að frú Ásthildur hafi kki þurft neitt sjerstakt dund. Hún hafði altaf viðuna-efni (.,hobby“), hvar sem hún var og hvernig sem högum hennar var háttað. Margt má telja sem hún stytti sjer stundir við. Þessi frændakona séra Matthíasar sagði vel frá og lýsti vel mönn- um og atburðum, einkum mönnum, og henni var nautn að því að segja frá. Mjer er minnisstætt, er hún lýsti sum- um merkum Vestfirðingum, t. d. þeim frændum, Torfa al- þingismanni á Kleifum og Torfa í ólafsdal. Hinn mikli búnaðarfrömuður var fullur af fjöri og áhuga, eldi og óróa, gekk eirðarlítill fram og aftur um gólf, er hann var eitt sinn að bíða heimkomu föður hennar. Hún sagði, að Torfi á Kleifum, þessi mikli merkis- höldur, stórskorinn og stór- kostlegur og tröllaukinn á svip, væri sjer ógleymanlegur. — Fleira má telja, sem veitti henni andlega nautn og unun. Móðir Guðmundar Thorsteins- sonar elskaði, sem Katrín, móðir Einars Benediktssonar, „stökunnar máttuga mál, myndsmíð vors þjóðaranda". Hún gerði sjer stundum ekki mikinn vísnamun. Ferhendan var ást hennar og yndi og fró- un. Mörg ferhendan, sem lítið fer fyrir á skáldskaparvísu, lumar og á athugasemd, sem kemur sjer vel að muna. Sjálf var hún hagmælt, sem margir í hennar ætt. Sumir ætla það, ef til vill, meginstoð frænd- konu hins mikla trúarskálds, að henni kipti í kynið og var mikil trúkona. En frjálslynd og mild var hún þar, sem hið ódauðlega sálmaskáld vort. — Hún sagði eitt sinn við mig, er hún um unaðslegt vorkvöld var stödd í skrúðgarði sínum er- lendis, að hún tryði því, að hin- um megin angaði alt og ilmaði af blómskrúði.Án efa hefir hún ljett henni mótlæti og sáran söknuð, sú trú, að hún sæi aft- ur ástvini sína og „ljómann dýrðar bak við hel“, sem segir í sálminu. En — hvað er hjer orsök og hvað er afleiðing, — Stafaði ekki þessi bjarta trú hennar af því, hve henni fanst lífið mikils virði, hve mjög hún unni lífinu, fegurð þess og dýrð, Mjer virtist það eitt auð- kenni hennar, að samúð hennar og áhugi víkkuðu, eftir því sem fleiri ár færðust yfir höfuð henni. Furðaði mig á því, með hvílíkum áhuga hún. komin langt á áttræðisaldur, fvlgdi því og man það vel, sem fram fór í stjórnmálum stórþjóð- anna. Var hún veðurnæm á þeirri Heljarslóð, þótt hún væri víðs fjarri, lengst norður í hin- um ystu höfum. Virtist henni þá örðugt að njóta bjartsýni sinnar. Henni sýndist blikan fram undan geigvænleg. Að líkindum hefði hún tekið und- ir það, er Matthías kvað önd- verðlega í seinasta ófriði: „Of- ríkið skemmir, en deyðir sið- menning þjóða“. Hún var enn ung í anda á efstu árum. Henni þótti margt nýnæmi og mörg nýtíska horfa til bóta. Hún fagnaði því t. d., að æskan bjó við meira frjáls- ræði heldur en henni og jafn öldrum hennar fjell í skaut. Það, sem mestu rjeð um sig- ur hennar, voru sálarþrek og ásköpuð samúð, unnandi líf- gleði og lífskilningur, að því leyti sem vjer fáum ráðið slík- ar æfirúnir og skaparúnir. En henni hefir naumast enst hug- argleði og hjartavarmi til æfi- loka án baráttu við sjálfa sig. Eftir einhvern stærsta harminn, sem hún beið, kvaðst hún ótt- ast, að nú tæki sig að kala hið innra. Hún hafði þá yfir þessi vísuorð, er hinn mikli frændi hennar kvað við dótturmissi: „Vanur vosi og sérum verður spar á tárum. Kuldinn leitar inn é hörðum árum“ Henni hefir þá fundist frost og beiskja ætla að heltaka hjart- að. En hún vildi vera hlý, og hún vildi vera glöð í huga og hjarta. Án slíks var lífið henni ekki líf. Vilji hennar átti einn- ig þátt í, að henni varð eigi „kalt á fótum“, ekki kalt í þeli. Manndygð hennar var lífs gleði, og lífsgleði hennar var dvgð. Sagt hefir veriað fjelags- leg siðkenning eins hins mesta heimspekings, er hefir verið uppi, sje innibundin í þessum latnesku orðum hans: „bene agere et lætari“, þ. e. gera vel og gleðjast, vera glaður. Þessi orð, „agere“ og „lætari“, hafa verið skýrð svo, að með þeim sje fremur átt við hugarfarið alt,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.