Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 8
24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Oscar Clausen: Ríkir Breiðtirðingar Laust fyrir aldamótin 1800, eða árið 1794, skifti Bogi gamli Benediktsson í Hrappsey fasteign- um sínum á milli erfingja sinna og afhenti þeim í lifanda lífi. — Jarðeignir Boga voru 23 að tölu og sumar stórar. Meðal þeirra voru Staðarfell, Hrappsey og FróiSa með öllum hjáleigum. Bogi gamli var auðugur maður, en var þó ósinkur á fje. Hann offraði t. d. miklu fje í prentsmiðjuna í Hrappsey og ýmsar búnaðarfram- kvæmdir, svo sem garðyrkjutil- raunir, sem hann fekk danskan garðyrkjumann til þess að fram- kvæma. — Þó að Bogi gamli af- henti börnum sínum allar fast- eignir sínar, var hann þó ekki al- veg fjelaus eftir, og þegar hann dó níu árum síðar átti hann mikla peninga í kistuhandraðan- um. Það voru 1600 dalir í silfri auk annars. — Afkomendur Boga gamla í Hrappsey hafa verið auð- sælir og efnaðir menn hver fram af öðrum og þvkir áberandi hversu margir ættmenn Boga, hin svokallaða Bogaætt, hefir verið hagsýn og haldist vel á fjármun- um sínum. — ★ Sonur Boga gamla var Bene- dikt á Staðarfelli. Hann var rík- ur bóndi, enda erfði hann talsvert eftir föður sinn, þ. á. m. Staðar- fell á samt 3 jörðum öðrum á Fellsströnd, en fastur þótti hann á fje og þótti óbónþægur. Hann varð fyrir miklum skaða þegar v bærinn á Staðarfelli brann með öllu, sem í honum var, veturina 1808, og skal nú sagt frá því. — Þann 24. febrúar, þegar elds- voðinn varð, var hörkufrost og stórfjúk. í bænum var „kakalofn" og flugu eldneistar úr pípu hans, sem stóð upp úr þekjunni. — Neistarnir komust í þurt tróð, sem var á milli þekju og viða í öll- um húsunum. Eldurinn varð á skömmum tíma svo magnaður að bærinn brann allur á svipstundu, áður en nokkuð var hægt að að- hafast. Ekki voru tiltök að höggva gat á þekjuna, sem var gaddfreð- in, en kirkjan og útihús urðu var- in. — Menn björguðust allir lit úr þessum bruna, en inni brunnu allir dauðir munir nema ein þanna. Ein lifandi vera fórst í brunan- um, en það var köttur, sem hús- bóndinn hafði miklar mætur á og lá hann altaf í rúmi hans. — Svo vel varð Benedikt við skaða sín- um, að hann sagði að verst þætti sjer að missa köttinn sinn, því að hitt annað væri alt hægt að veita sjer aftur. — Það voru ekki litlir fjármunir, sem brunnu þarna inni í bænum á Staðarfelli. Þar voru m. a. 60 fjórðungar (300 kg.) af smjöri, 32 sauðaföll og 12 tunnur af skyri. Svo brunnu þar öll búsáhöld og fatnaður, mikið af smíðuðu silfri, borðbiinaði og kvensilfri, og bæk- ur góðar. Það var því ekki lítill skaði, sem Benedikt varð fvrir, eu bót í máli var það, að harðfiskur, kornmatur og peningar voru geymdir í kirkjunni. — Nóttina eftir brunann lá Benedikt í fjós- básnum og varð vel við skaða sín- um, þó að hann misti öll íveruföt sín og væri klæðlítill og vantaði margt. Síðan ljet Benedikt hýsa Staðarfell ágætlega og bjó þar til dauðadags. — Hann ljet bvggj i þar hinn stóra bæ, sem stóð þar óbreyttur fram vfir síðustu alda- mót. — Benedikt á Staðarfelli safnaði miklum auði, en sonur hans, Bogi verslunarstjóri í Stykk- ishólmi, tók svo við af honum og hjelt vel í horfinu eins og nú skal sagt frá. — ★ Bogi var, eins og áður getur, umráðamaður hins mikla auðs Thorlaoiusbræðra og verslnnar- stjóri fyrir verslun þeirra í Stvkk- ishólmi. í þessnri stöðu varð hann einn auðugasti maður á fslandi. Honum tókst áð afla sjer ótrúlega raikils auðs á skömmum tíma. Svo mikið af jarðagóssi eignaðist Bogi, þegar hann var í Stykkishólmi, að áður en hann flutti þaðan átti hann 36 stærri og smærri jarðir, flestar við Breiðafjörð, en nokkr- ar suður á Mýrum. Hann keypti á þeim árum Hóla í Hjaltadal til þess að græða á þeira. Hann ljet rífa öll gömlu húsin á biskups- setrinu, þ.. á. m. hina fornfrægu Auðunnarstofu, og seldi úr þeim viðina, en seldi síðan jörðina aft- ur og græddi vel á. Sumir segja að hann hafi haft kaupverð jarð- arinnar upp úr viðunum úr hús- unum. — Það má telja víst, að á þessari öld, sem liðin er siðan Bogi dó, hafi engum hjer á landi tekist að svæla undir sig svo mörg- um jörðum, sern honum. Þegar Bogi ljet af stjórn verslunarinn- ar í Stykkishólmi, fluttist hann inn að Staðarfelli og lifði þar á eignum sínum. Hann átti mörg börn og erfðu þau öll stórfje eftir hann og er sá auður enn í hönd- um sumra afkomenda hans, Tveir synir Boga urðu auðugir menn, það voru þeir Brvnjólfur í Flatey og Jens, sem varð stórkaupmaður í Kaupmannahöfn. — ★ Brynjólfur Benediktsson, sonur Boga, fluttist til Flateyjar og varð þar kaupmaður og höfðingi mikill. Hann giftist Herdísi dóttur Guð- mundar agents Schewing í Flatey og erfði talsvert fje með henni, svo að hann varð brátt ríkur mað- ur. Hann varð ekki gamall maður, en frú Herdís ekkja hans gaf síð- ar allan sinn auð til kvennaskóla- stofnunar og var sá sjóður settur í skólann á Staðarfelli. Það átti ekki allskostar illa við, því að Staðarfell var ættaróðal Bogaætt- arinnar, og þaðan var fóturinn undir auðsafn þetta. — ★ Jens Benediktsen var annar sonur Boga. Hann varð kaupamð- ur og græddist svo fje á fáum árum, að. hann varð einn auðug-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.