Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27 árum, má marka á því, að nú hafa „forverðir andans“ sannað „með lærdómi og málsnilld", að H. K. L., sem hvorki hann sjálf- ur nje aðrir munu telja meiri snilling en Sig. Breiðfjörð, sje „genialt“ stórskáld og spekingur). Þetta og önnur sýnishorn í um- sögninni eru auðvitað sett þar til að sýna snildina. Þau eru nokkurs konar blómvendir í andlegum skilningi, og ætluð ti) að kynna fólki „hinn ilmandi skáldskap“. En þarna er ekkert sj'nt af hinu ilmandi blómskrúði þriggja fyrstu bókanna af sögu Ólafs Kárasona;- Ljósvíkings, og er þar þó ekki síður um auðugan garð að gresja. Jeg ætla því að það sje þarfa verk að tína, þó ekki verði nema í fáeina, blómvendi úr hverri þeirra og sýna þá lesendum, til þess að hugmyndir þeirra um „fíngerðasta og fullkomnasta skáldrit“ H. K. L. geti orðið sen; gleggstar og sönnu næstar. II. Iljer koma þá fyrst nokkrir ilm andi blómvendir úr fvrstu bók sögunnar. en hún heitir Ljós heimsins. „Hún var digur og hörð og blá framaní og hundurinn hnerraði þegar hann þefaði af henni“ (bls. 8). — Þetta er lýsing á heima sætunni. Aftur er henni lýst svona á bls. 22: „Þá efaðist hann um að hún hefði mannlegt brjóst. Hún hafði nefnilega ekki kropp og það an af síður líkama, hún hafði búk.*) Það var af henni lvkt. (Það er minst á lyktina af þessari stúlku a. m. k. 10 sinnum í bók inni). Hún var eins og þrefaldur garður'*. Á bls. 48 er* enn þessi lýsing á sömu konu: „Hún hafði þesskonar andlit með feitum kinn- um og ópersónulegum augum, sem eru ósköp lítið að reyna að hugsa og ósköp lítið að reyna að þora, en það er einn leyndur drottinn í sálinni, sem lokar fyrir ....... (Reynið þið, lesendur góðir, að leiða ykkur fvrir hugskotssjónir kvenmann, sem hefir hvorki kropp *) Undirstrikanirnar í sýnis- hornum hins „ilmandi skáldskap ar“ eru allar eftir safnanda þeirra, en ekki höfund. nje líkama — sem þið kunnið reyndar að halda að sje það sama — en er þó digur og eins og þrefaldur garður, er blá og hörð „framaní" en hefir feitar kinnar. að ógleymdum hinum ópersónu- legu augum, sem eru að reyna að hugsa o. s. frv.). — „Hann var með grænan flókahatt, sem .... tók langt niður fyrir eyru, en börðin sátu út á öxlum“ (bls. 12). — „Hún dró seiminn á þann hátt. eins og slaknaði strengur á undan hverri málhvíld, það minti á söng- lag sem endaði 1 afbeygju; þannig upp aftur og aftur“ (bls. 16). — „Hann finnur guðdóminn birtast í náttúrunni í óumræðilegum hljómi það var kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Hann veit ekki fyr til en hann er sjálfur orðinn titr andi rödd í almáttugum dýrðar- hljómi. Sál hans virðist ætla að hefjast út yfir líkamann eins og flautir upp af börmunum á skál“ (bls. 18). — „Stinga út fjárhus“, (bls. 24 — minnir á „að stinga út staup“. „út úr fjárhúsum“, segir reyndar sauðsvartur almúg inn). — „Hún hafði útáliggjandi augu“ (bls. 27). — „Hann settist upp i rúmi sínu og horfði uppnum- inn á sólargeisla lífsins" (bls. 45 — „uppnuminn“ á líkl. að þýða „frá sjer numinn'* ; annars eru „uppnuminn" og „upphafinn“ uppéhalds-lýsingarorð höf„ og not- ar hann þau í tíma og ótíma — oftast í ótíma). „Yngismærin Jana hjelt áfram að skrækja með boða- föllum“ (bls. 51). — „Mærin Jana .... hljóðaði í senn fagnandi og óttaslegin ekki ósvipað fjalla- hrossi“ (bls. 51—52; á höf. við stóðmeri, en er bara svona „pen“ í munninum, eða er þetta einhver sjerstök hestategund? Taki menn a. ö. 1. eftir orðaröðinni í setn- ingunni). — „Síðast var hún öll komin undir loftskörina nema auguu (bls. 5.2, — þó að hún hefði ..útáliggjandi augu“, er mjer hul ið, hvernig þetta mátti verða, því að hvergi er þess getið í lýsing- um af stúlkunni, að augu hennar væru efst á hvirflinum). — „Hin jesúsandi yngismær Jana, sem hafði næstnm horfið undir skör- ina fyrir skemstu, var sprottin upp á loftið aftur, að þessu sinni með algerðu ofboði í svipnum*' (bls. 53). — „Hann gekk með fagurri stillingu innar eftir bað stofugólfinu“ (bls. 54). — „En um það bil sem var að draga til tíðinda. birtist fóstran Kamarilla fyrir guðsmiskun á loftinu“ (bls 55). — „.... hin ljettu hvítu ský sem stundum liggja í hröngli í blámanum yfir fjöllunum gljúp og fersk eins og lostætur draflakyrn- ingur“ ((b(ls. 58). — „Ilún hafði sent hann burt frá sjer um há- vetur í poka, til uppölslu hjá vandalausum" (bls. 56). — „Þeir voru sjaldan einir og æðri efni illa sjeð (ilde set) á bænum“ (bls. 77). — „Sú vitund sem horfir móti þessari upphöfnu andvöku er heldur ekki svefn nje vaka“ (bls. 83). — „Hann undraðist. hve lít' hásumarsins var kvrrlátt og upp- hafið“ (ophöjet, bls. 86). — „Hann olli ekki taumunum fyrir skjálfta“ (bls. 90 — þátíðarmyndin „ollii“ er aldrei notnð, þegar „valda“ þýðir að geta tekið upp, borið eða ráðið við, heldur er þá. sagt. „gat (eða „gat ekki“) valdið“) — Á bls. 98 er talað um heillandi tungutak Sigurðar Breiðfjörðs, „sem vekur í hjartanu ólæknandi kend um fegurð og sorg“. Allur þessi „ilmandi skáldskap ur birtist á 100 fvrstu blaðsíðun- um í „Ljós heimsins". Talsvert meira en helmingur bókarinnar er eftir; sleppi jeg því að lesa þar samskonar blóm. þótt ekki vanti blómskrúðið þar heldur, því að þetta er þegar orðið helsti langt. þótt mörgu hafi verið slept af þessu tagi. líka úr fyrri hlutanum Um söguna í heild verður það sannast sagt í stystu máli, að hún er frámunalega ljót. leiðinleg og lvgileg. Afkáraskapurinrr er fram úr hófi. Lítið dæmi um það er — auk blómasafnsins hjer fyrir framan — bæjarnafnið Pótur und- ir fótarfæti og nöfnin á fjölskyld- unni þar: Kamarilla, Júst og Magnína. Og fólkið er jafn-ólíkt venjulegu sveitarfólki sem þessi nöfn eru ólík venjulegum nöfn- um þess. Það er flest, a. m. k. það. sem mest kemur við söguna, næst skáldinu, sjúklega grimt (,,sadistar“), hefir sjúklegt kyn- ferðislíf og slagar hátt upp í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.