Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Qupperneq 12
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bakkabræður að heimsku. Það hefir verið sagt, að bókin væri ádeila á þjóðlesti, einkanlega illa meðferð á sveitarómögum. Nú m i fullyrða, að meðferð á niðursetn- ingum er yfirleitt sú sama sem á öðru heimilisfólki. Stöku undan- tekning kann að vera, en fráleitt svo að nokkuð sje í áttina ti) þess sem í sögunni er lýst. Ádeil- an missir því marks, því að til þess að ádeila hitti þá eða þann, sem á er deilt, má með engu móti færa svo mikið í stílinn, að hvorki þeir, sem ádeilunni er stefnt að, geti tekið hana til sín, nje aðrir fundið, að hún geti átt við þá. Ádeila í söguformi, sem enginn getur tekið til sin, er að sínu leyti eins og skopmvnd, sem er svo afskræmd og ólík öllum menskum mönnum, að ómögulegt er að þekkja af hverjum hún á að vera. Hún minnir líka á mann- inn, sem þóttist öllum snjallari að herma eftir, en allar hans eft irhermur mistu marks, því að hann afskræmdi svo málfæri og látbragð, að enginn þekti eftir hverjum hann var að herma í það og það sinn. m. Næsta bókin er Höll sumarlandsins. Hún er ennþá leiðinlegri og af- káralegri en hin og engu senni- legri. Him byrjar á lýsingu á 3 brjáluðum aumingjum, en flestalt fólkið, sem við söguna kemur, er litlu betur gefið. og er tal þess, háttalag alt og æði líkast því, sem við mætti búast á Kleppi, en hvergi annars staðar hjer á landi. (Eina undantekingin, af þeim, sem verulega koma við söguna, er Hólmfríður skáldkona. og a. n. 1. Vegmev og Örn Úlfar). Ádei!- urnar á brask þess, fjárdrátt og sviksemi, harðýðgi, drykkjuskap og andatrú, missa því lang-oftast marks, eins og ádeilurnar í fyrri sögunni. (Þó er drvkkjulátum og drvkkjuvaðli sæmilega lýst í 9. kap.). Af því, sem Kr. E. A. kall- ar „ilmandi skáldskap" er engu minna en í „Liós heimsins", og skulu hier tekin nokkur „ilm andi“ skáldskaparblóm til dæmis: „Pilturinn var alhress samkvæmt kraftaverki‘‘ (ifölge et Mirakel — bls. 5). — „Hann var rjóður og bústinn, með kinnar úti á öxlum“ (bls. 6). — „Það eru nú þrír dagar síðan hjartkærasti blessað- ur auminginn minn var borinn út úr fletinu þar sem þú svafst ? nótt“, sagði hún í köldum æðru- og sáluhjálpartóni líkt og opinn fiskhjallur á víðavangi'* (bls. 12). — „óreglulegir hópar af börnum. sem höfðu verið að leika sjer oní skurðinum .... gerðu aðsúg að piltinum, af því að hann var lang- ur, með trefil“ (bls. 25 — öll frá- sögnin þarna er annars „sadist- iskt“ smjatt). — „Inn með firð inum reið maður nokkur tveim ólmum hestum“. (bls. 27 — báð- um í einu, eftir orðanna hljóðan, annars er sagt, að hafa tvo til reiðar). — „Pilturinn stóð enn í reiðileysi í götunni .... og var alltof langur, og kunni enn illa við sig í lóðrjettu ástandi“ (bls. 31). — „Hann .... fór að yrkja um þessar upphöfnu (ophöjede) dulskynjanir" (bls. 37). — „Den- tíð“ (bls. 59 og víðar, — d. den Tid; getur verið að fleiri en sögu- hetjur Kiljans sletti þessari dönsku og annari, en tæpast legg ur þó neinn áherslu á fyrstu sam stöfu þessarar ambögu, eins og hjer verður að ætla að gert sje). — „Þarna sjerðu hana Hlaupa- Höllu, sem hefur átt börn með karlmönnum (bls. 61 — rjett eins og það væri venjan að konur ættu börn hver með annari, eða með einhverjum öðrum skepnum eu karlmönnum). — „Hann var duhb- aður til hins einkennilega lóð- rjetta ástands, sem er svar mann- lífsins við þyngdarlögmálinu“ (bls. 66). — „Hann var sendur í upp- ölslu að Fæti undir Fótarfæti’1 (bls. 80). — „Pilturinn .... hlust- aði með öllum líkamanum'* (bls. 91). — „Svör hennar gengu á há leggjum eins og nokkurs konar skáldskapur" (bls. 92). — „Menn- irnir sungu í Betlehem er barn oss fætt bak við þilið“ (bls. 96). — „Ef það er guð sem kom í veg fyrir að við höfðum ekki málungi matar“ (þ. e.: ef guð kom því tit leiðar að við höfðum m. m. — bls. 125). — „Örlög nafnlausra manna, lárjett og laglaus .... voru smátt og smátt farin að rísa 1 ákveðn- um hljómi“ (bls. 129). — „Hið ljúfa og friðsæla regn .... töfraði draumlausan svefn í brjóst skálds- ins í stað þess að fylla það af heim- spekilegum niðurstöðum" (bls 144). Hún starði á hann stór- um óráðinsaugum eins og í angist (som i Angst — bls. 144—45). — „Andlit hennar, .... þessi óupp- leysanlegi töfraóhljómur þess að vera og vera ekki“ (bls. 150). — „Það er skáldlegt að slá — soldið, ekki lengi“ (bls. 157). — „ófor- varandis“ ^bls. 158, — „soldið“ og „óforvarandis“, tvö dæmi af mörgum um latmæli og ambögur). — „Ilann .... liggur eins og soð- kæfa í skoti inn í fjarðardölum“ (bls. 158—59). — „Hver situr þar .... nema Þórunn í Kömbum, andapíkan sjálf, tvíbytna, hálf- hvít og glerkend" (bls. 163). — ,,-Tá kanski er ekkert eins óskylfc veruleikanum og fulkomnun veru- leikans sjálfs“ (bls. 201 — þetta eru víst „heimspekilegar niður- stöðnr“). — „Heyið eitt hjelt uppi ráðdeild og framtaki og þornaði af sjálfu sjer í góðviðrinu fyrir Bankann (bls. 220). — „Honum (var) innanbrjósts eins og ljelegu amboðskriádeli við hliðina á fá- gætri smíð“ (bls. 2231. — „Hann kveikti sjer í vindlingi með of- mettri grettu í fríðu, hirtu and- litinu“ (bls. 223). — „Stassjón- istinn horfði á þessar aðfarir með morð í augnaráðinu" (med mord i Blikket — bls. 227). — „Það er einn af þessum hljóðu síðsumars- dögum með hvítu sólskini og engri sönglist, eins og ung stúlka sem er orðin gömul“ (bls. 232). — „Sigurvagnar drottins <’þ. e. kerr- urnar í þorpinu) vildu ekki fyrir nokkurn mun aka vfir hinn sjer- kennilega neytanda" (bls. 249). — „Ef skófatnaður væri falur sam- kvæmt rjettlætinu, hver mundi þá eiga á fæturnaí" (bls. 256). — „Prókúristinn .... kingdi, þannig að barkakýlið tók stóra dýfu‘“ (bls. 257) — og „Barkakýlið á manninum .... virtist ætla að hrapa niður fyrir þind“ (bls. 260 — athugunargáfa höf. virðist fremnr lítt þroskuð, því að ann- ars hefði hann orðið þess var, að Framh. á bls. 32.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.