Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Side 13
LESBOK morgunblaðsins 29 Lottárásir og dýrin í þessari grein er nokkuð sagt frá því hvernig dýrin taka loftárásunum. Greinin birtist í amerísku blaði, en er bygð á athugunum bresks dýrafræðings og dýravinar. Einn af gíröffunum í Whip- snaðe-dýragarðinum í Lond- on heitir Boxer. Hann hafði ekki látið sig skifta miklu sprengju- regnið frá þýsku flugvjelununi þangað til dag einn í desember s.l., að hann misti alt í einu stjórn á sjálfum sjer. Það var þegar stór sprengja fjell skamt frá stíu hans. Boxer meiddist ekki vitund, en hann tók að hlaupa í hringi í búrinu eins og hann ætti lífið að leysa. Dýrahirðarnir reyndu að stöðva hann, en alt kom fyrir ekki. Hann hjelt áfram að hlaupa í þrjár klukkustundir, en fjell þá í öng- vit af þreytu. ★ Zebradýr slapp úr stíu sinni við sama tækifæri, er loftþrýstingur- inn frá sprengjunni eyðilagði stí- una. Zebradýrið fór eitthvað út í buskann og fanst loks í vöru- geymsluhúsi í Camdentown, all- langt frá dýragarðinum. Engin skýring hefir fengist á því hvers vegna Zebradýrið fór í þetta ferðalag, því öll hjörðin, að undanteknu þessu eina dýri, var kyr í stíum sínum. Það er sagt að nokkuð langt hafi liðið þangað til Zebradýrið fanst, því maður nokkur, saiu fyrstur varð þess var í vöru- geymslunni, var að koma út úr vínstofu og hann þagði vandlega um það sem hann hafði sjeð. ★ En það var fleira, sem átti sjer stað í dýragarðinum í þessari sömu loftárás. „Jill“ heitir ævagamall hrafn. Hann þeyttist út úr sínu búri í loftárásinni og flaúg í eitt horn Acton-skemtigarðsins, þar sem hann settist og velti vöngum yfir nokkrum vegagerðarmönnum, sem voru að gera við götuna þar með loffhamri. Dýrafræðingar halda að hrafninn hafi verið að skemta sjer við að hlustá á hve hljóðið í lofthamrinum og vjelbyssuhvell- irnir eru líkir. ♦ Viltar grískar geitur urðu ekki fyrir neinum óþægindum af loft- árásinni að öðru leyti en því, að hópur ráðviltra fugla flaug inn í stíu þeirra og gerði þeim ónæði. Síðan amast geiturnar við þeim fuglum sem rekast inn í stíu þeirra og reka þá út. Það er álitið að geiturnar setji heimsókn fuglanna í samband við sprengjuloftþrýst- ing — en hver getur annars sagt um hvað gengur fyrir sig í geit- arhausnum- í byrjun stríðsins var í ráði að setja merkispjöld á öll dýr í dýragarðinum, svo hægt væri að skila þeim til rjettra eigenda, ef þau týndust í loftárás. Búið er að merkja um 1.500.00 dýr og fugla, en ekkert merki hefir verið sett á gullfiskana, þar sem það var erfiðleikum bundið, eins og gefur að skilja. Skoðanir Huxley’s prófessors. Prófessor Julian Huxley, sem er formaður Náttúrufræðifjelags- ins í London, hefir gert sjer fir um að rannsaka framferði hinna mállausu vina okkar í loftárásum. Prófessor Huxley segir: „Það sem einkennilegast er við dýrin í loftárásum er, að þær virðast hafa lítil sem engin áhrif á þau. Fyrir dýr, sem vön éru hávaðanum í borgunum, eru sprengingarnar aðeins nýr hávaði. Sprengingarnar eru mismunandi og hafa mest áhrif á menn og dýr ef þær lenda nálægt, en jafn- vel þó sprengjur springi nálægt dýrum láta þau sig það litlu skifta“. Prófessorinn segir frá lóu, sem var að leita sjer að maðki í sprengjugýg, sem sprengja hafði grafið fimm mínútum áður. Hann segir. að næturárásirnar hafi ensr- in áhrif á fugla í dýragörðum, en að dagárásir komi af stað óhljóð- um í fuglabúrunum. Huxley seg- ir, að asnarnir í dýragarðinum byrji að hrína þegar sprengjum er varpað. Kýr og önnur jórtur- dýr skifta sjer venjulega ekki af því þó sprengjur falli mjög ná- lægt þeim, en dæmi eru til, að kýrnar mjólki ver eftir loftárás. Prófessor Huxley segir nokkrar smásögur af dýrum og loftárás- um. Hann heldur því fram, að kettir geti gert greinarmun á hættumerkinu og merki um að hættan sje liðin hjá. Páfagaukurinn hans hefir lært að herma eftir loftvarnaflautun- um, en ekki virðist fuglinn sá gera sjer neina grein fyrir hvað á seiði er, heldur tekur þetta senx hverja aðra nýtískuhljómlist Prófessorinn segir frá vitrum hundum, sem skriðu undir rúm og borð er heyrðist til flugvjela. Ilann hefir tekið eftir, að loft- varnabyssuskothríð hefir engin á- hrif á ehimpanseapana, en að aðr- ar apategundir fá æði þegar loft- varnamerki eru gefin. Ljón eitt í Whipsnade-dýragarð- inum var rólegt í loftárásum, þar til það varð fyrir kúlubroti úr loftvarnabyssukúlu. Síðan reynir ljónið að rífa sig laust úr búri sínu þegar skothríð úr loftvarna- byssum hefst. ★ Skemtilegustu sögurnar eru. sagðar af páfagaukum. Prófessor Huxley segir frá einum páfagauk, sem hafði lent í slæmri loftárás og alveg mist röddina. Mánuðum saman sat fuglinn steinþegjandi og át fóður sitt með heimspeki- legum svip. Dag nokkurn kom hundur inn í herbergið, þar sem gauksi var. Páfagaukurinn horfði á hund- inn í nokkrar mínútur með hálf- gerðri vanþóknun að því er virt- ist. Alt í einu lokaði fuglinn öðru auganu og sagði glaðlega: „Halló, Snati!“ Síðan blaðrar páfagaukurinn viðstöðulaust.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.