Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 1
 hék 2. tölublað. JWor05$iíMaJ&öiíi5 Sunnudaginn 1. mars 1942. XVII. árgangur. ll>lulu<r|irriiIiU>iAj« k.I. Hann var Iðgreglumaður í Oslo Í7yrir nokkrum dögum hitti jeg norskan hermahn að máli. Hann hafði flúið frá Osló í ágúst síðastliðnum. Hann hafði verið í lögregluliði borgarinnar frá því fyrir innrás Þjóðverja. Þeir tóku sig upp 16 lögreglu- liðsmenn í hóp og fóru að nætuv- þeli inn yfir sænsku landamærin. Sú ferð gekk slysalaust. Altaf margir flóttamenn sem smeygja sjer inn í Svíþjóð. 1 norsku blöð- unum hafði verið auglýst, að slík- ur flótti væri tilgangslaus. Norð- menn, sem flýðu til Svíþjóðar, yrðu teknir fastir og sendir til baka. Þetta var sagt til þess eins að draga úr því, að menn flýðu þessa leið. Því slíkar afhendingar manna eiga sjer ekki stað. Þ. e. a. s. eitt slíkt tilfelli mun hafa kom- ið fyrir. Sænskur ljensmaður, hlyntur nazistum, á að hafa sent norskan flóttamann aftur yfir landamærin. Sendisveit norsku stjórnarinnar mótmælti þessu, sem skýlausu broti á alþjóðaregl- um. Síðan var tekið fyrir þetta. En það sagði hinn norski lög- reglumaður, að hann hefði furð- að sig á, er til Svíþjóðar kom, hve margir væru þar hlyntir nazist- um, og hve litla grein þeir gerðu sjer fyrir ástandinu í Noregi, eins og það er nú. Að vísu, sagði hann, skil jeg það vel, að þeir, sem ekki hafa verið sjálfir í Nor- egi síðan landið var hernumið, ejga erfitt með að gera sjer fulla Flóttamaður segir frá líðan Norðmanna í NORSKU FANGELSI. Þessir 20 ungu NorSmenn, sem myndin er af, voru allir dæmdir til lífláts, en dómi síðan breytt í 10 ára fangelsi, og fangarnir fluttir til Þýskalands. Þeir eru flestir frá Haugasundi og Stavangri. grein fyrir hvernig þar er. Mörg sænsk blöð hafa hallast að naz- isma. Og þjóðin er í svo mikilli úlfakreppu, eins og maður veit, að málfrelsi blaðanna er þar mjög heft. En þegar Þjóðverjar byrj- uðu að taka norska stjórnmála- menn af lífi, þá hristu sum sænsku blöðin af sjer hlekkina og sögðu skýrt og skilmerkilega skoðun sína. Síðan hefir almenn- ingsálitið breyst í Svíþióð.. . Þeir „hurfu" til Þýskalands. — Lögreglustörf í Osló munu hafa verið fremur ógeðfeld. — Fjölda margir flúðu úr lög- regluliðinu. Einkum yngri menn, og menn, sem ekki höfðu fyrir fjölskyldu að sjá. Þegar hinn fyrri lögreglustjóri, Welhaven, ljet af störfum og nazistinn Ask- vik tók við, þá var okkur lögreglu .þjónunum. tilkynt, að þeir sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.