Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 10
26 L’F'SrAk MnT?nTTNPLAr>STNrS Austfirskur eljumaður Magnús frá Gletíinganesi Sigurður Magnússon er fæddur 11. mars 1885 á Glettinga- nesi, einum afskekktasta bæ í Borgarfjai’ðarhreppi. Hann er sonur Magnúsar Benónýssonar er bjó um 30 ár á Glettinganesi og síðast í Hvalsvík. Faðir Magn- úsar var Benóný Guðlaugsson er bjó á ýmsum stöðum í Borgar- fiiði og er einkum kunnur fyrir byggingar sínar. Bygði hann upp bæi sína, að nýju.til og húsaði að ölu leyti á Hvalvík og Glettinga- nesi og ennfremur á Karlsbarði í Desjarmýrarlandi og loks á Hvolshjáleigu í sömu sveit, þar sem hann mun hafa dáið 1866, 62 ára að aldri. Hann var og talinn hagleiksmaður og mikið gefinn fyrir uppfyndingar. Meðan hann bjó á Glettinganesi útbjó hann vindmyllu, er hann Ijet mala korn og vinna fleira fyrir sig. Þá er sagt að hann, hafi fundið upp róðrarvjel, er hann nefndi „róðr- arkarl“. En ekki mun hún hafa komið að tilætluðum notum, því í fyrstu sjóferðinni, er hún var reynd, var hún svo kraftmikil að við sjálft lá, að hún mundi keyra bátinn í kaf. Varð Benóný þá nóg boðið braut hana niður og heni.i útbvrðis. Magnús sonur hans var hagur eins og faðir hans. Fjekst hann einkum við bátasmíði og er mælt að hann hafi smíðað um 20 báta. Hann smíðaði og langspil og ljek sjálfur á það. Þau foreldrar Sig- urðar áttu als 13 böm og komust 10 þeirra upp. Áttu þau oft þröngt í búi, einkum meðan þau bjuggu á Glettinganesi. Var aðalfæðan fiskmeti svo og lýsi er til fjelst, því landbú var þar lítið. En auk þess var á heimilinu notað til manneldis fjallagrös, skarfakál, söl og annar sjávargróður. Var venjulega á haustin sóttur báts- farmur af skarfakáli út f svo- nefnt Æðarsker og það geymt í tunnum til vetrar og átu bömin það með góðri lyst. Má vera að það ásamt lýsinu hafi átt sinn þátt í því, að mörg af börnum Magnúsar reyndust þolin og þrek- mikil til erfiðisvinnu, þrátt fyrir þröngan kost og ljelegt viðurværi á uppvaxtarárunum. Þegar Sigurður var liðlega 6 ára gamall fór hann að heiman á hið góðkunna heimili Sigfúsar Gíslasonar á Hofströnd og var þar langdvölum upp frá því, um allmörg ár. Átti hann þar gott atlæti og leið mjög vel, að því er hann sjálfur segir. Snemma var hann vaninn við alla sveitavinnu og byrjaði 15 vetra að fást við jarðabótastörf, sem síðan urðu uppáhaldsstörf hans. — Á tíma- bilinu frá 1917 til 1936 réðist Sig- urður fastur starfsmaður hjá Búnaðarfjelagi Borgarf jarðar, haust og vor. Á þeim árum var unnið talsvert að alskonar jarða- bótum í hreppnum og vann Sig- urður mest að þeim, ýmist einn eða með öðrum. Reyndist hann hinn áhugasamasti í starfi sínu, sjerlega laginn og vandvirkur og með afbrigðum duglegur og af- kastasamur. Tók hann daginn snemma og vann hvíldarlaust frá morgni til kvölds, má segja hvern ig sem veður var, og hin síðari árin var hann farinn að lengja daginn með því að vinna við lukt- arljós á kvöldin, eftir að leið á haustið. Hygg jeg að hann hafi að jafnaði skorið ofan af liðug- um 100 ferföðmum á dag og kom- ist mest upp í 137 ferfaðma, þar sem jarðvegur var bestur á tún- um. Sigurður hefir haldið bók yfir flest þau störf, er hann hefir unnið fyrir aðra. Og má af því ráða hve miklu hann hefir af- kastað. Telst honum svo til, að hann hafi nú skorið ofan af 87 dagsláttum og við skurðgröft og lokræsagerð hafi hann unnið um 650 dagsverk. önnur störf hans hafa aðallega verið við byggingar og þó eink- um veggjahleðsla úr torfi og grjóti. Hefir hann annaðhvort einsamall eða með öðrum hlaðið flesta lilöðuveggi í sveit sinni. Á seinni árum, síðan girðingar um tún og engjar færðust í vöxt, hef- ir Sigurður víða verið fenginn til að rífa niður trje í girðingar- staura. Telst honum svo til, að staurar þeir, er hann hefir þann- ig rifið, nú á fáum árum, muni vera að minsta kosti 3 þúsund. Einnig hefir hann unnið allmikið við byggingu steinsteypuhúsa og grafið og hlaðið upp um 15 brunna. Eitt hið mesta og jafnframt erfiðasta verk, sem Sigurður kveðst hafa unnið, var lending- arbót sú er hann gerði vorið 1914 fyrir Guðmund bróður sinn, er þá bjó í Kjólsvík. Gamla lendingin niður af bænum var orðin lítt fær sakir stórgrýtis, en hann vissi hinsvegar, að bróður hans var lífs nauðsyn, að fá eitthvað úr sjó. Rjeðist hann því ótilkvaddur í að ryðja vörina einsamall. Byrjaði hann á að mölva stein, sem var fullir 3 faðmar á lengd og seiling hans á hæð. Steinn þessi fyrir-- bygði algerlega uppsátur á þess- um stað. Til þessa verks hafði hann eigi önnur verkfæri, en járnkarl og sleggju. Verk þetta tók 31/2 dag, en oftast með 16—17 stunda vinnu á sólarhring. Að verkinu loknu var trygð mun betri lending, en sú gamla var og brimróður helmingi styttri. Eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.