Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 4
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — En er ekki altaf leynileg út- varpsstöð í Noregi? — Jú, þó ótrúlegt sje. Og kann- ske var það ekki síst vegna henn- ar, sem tækin voru tekin af mönn- um. Því leynilega stöðin starfar altaf, og aldrei hefir tekist að hafa upp á henni. Sennilegt að senditækin sjeu flutt stað úr stað. Hún sendir ekki daglega. En altaf með stuttu millibili. Hún hlýtur að vera annaðhvort í Osló eða næsta nágrenni borgarinnar. Því þar er oft sagt frá atburðum sem hafa gerst alveg nýlega í borg- inni. Jeg frjetti af þessari stöð fyrir fáum dögum. — Blöðin í Noregi —? — Eru vitanlega alveg á valdi nazista. Þar má ekkert orð birt- ast, nema það sje við þeirra hæfi. Allmörg blaðanna hafa alveg ver- ið bönnuð. En hin hjara, eru bönn uð tíma og tíma, nema þau, sem nazistar sjálfir gefa út. En fjöldinn allur er gefinn út af leynilegum blöðum, fjölrituð- um, sem ganga manna á meðal, og fáir vita hvar eiga upptök sín. Skólaverkfallið. Mörgum skólum hefir líka ver- ið lokað í Osló, þar sem komið hefir til átaka milli nazista og nemenda eða kennara. Mest gekk á viðvíkjandi skól- unum meðan á skólaverkfallinu stóð. Upptök þessa einkennilega verkfalls voru þau, sem kunnugt er, að haldin var æskulýðssýning í Osló, er „Hitlersæskan" stóð fyrir. Áttu kennarar skólanna að ábyrgjast það, að hver einasti nemandi kæmi á sýningu þessa. Skólaæska borgarinnar neitaði að fara á sýningu þessa. Og þegar yfirvöldin ætluðu að neyða börn og unglinga til þess, þá neituðu nemendurnir að koma í skólana, en efndu í þess stað til götufunda, gengu fylktu liði um götumar, sungu ættjarðarsöngva og því um líkt. Quislingar eða Þjóðverjar, sama hverjir það voru, kröfðust þess þá af lögreglunni, að hún rjeðist á fylkingar skólaæskunn- ar og lemdi börn og unglinga nið- ur. Lögregluliðið neitaði því gagn gert. Þýsku lögreglunni var ekki beitt. Quislingar sáu sitt óvænna og var þar við látið sitja. Æsku- lýður Oslóborgar fór aldrei á sýn- ingu Hitlersæskunnar, og sigraði í þessu einkennilega deilumáli. Af afskiftum Quislinga af skól- unum er það m. a. að segja, að þeir hafa gefist upp við að hafa nokkur gagnger áhrif á stálpuð börn og unglinga. En þeir leggja megináherslu á smábarnaskólana, til þess að hafa áhrif á uppeldi óvitanna frá blautu bamsbeini og ir.nprenta þeim grundvallaratriði nazismans. Aftökurnar. — Hve marga Norðmenn á að giska hafa Þjóðverjar tekið af lífi í Noregi? — Jeg býst við, að aftökurnar sjeu nú orðnar um eitt hundrað. Fyrst voru það aðeins menn, sem sakaðir voru um beina njósna- starfsemi, sem líflátnir voru. Fyr.stu pólitísku aftökurnar voru þær, er verkalýðsleiðtogarnir Wickström og Hansteen voru líf- látnir. Síðan hafa margir velmetn ir og nafntogaðir Norðmenn ver- ið skotmr. — Fyrir hvað hafa þeir verið ákærðir? Norðmaðurinn þegir við, og segir síðan: — Menn vita lítið um það. Þeg- ar Þjóðverjar taka menn höndum í Noregi, þá er ekki um neina vörn að ræða. Þeir gera það sem þeim sýnist. Alveg eins með ijöldahandtökur manna, þegar verið er að safna mönnum í fanga búðirnar. 1 fangabúðum í Noregi eru nú þúsundir manna. Margir vita ekkert um það, hvers vegna þeir hafa verið teknir fastir. Þeir lögregluliðsmenn, sem Quislingar bjuggust við að væru sjerstak- lega óvinveittir nazismanum, voru látnir framkvæma slíkar hand- tökur oft á tíðum. Jeg fjekk oft að kenna á því. Skipað, í fylgd með quislingum, að fara inn á heimili manna á tímabilinu frá kl. 5—7 á morgnana, rífa menn þar upp úr svefni, til þess að taka þá höndum. Það var óskemti legt starf. 0g sjaldan var nokk- uð um það vitað,. hvað mönnum \ þessum var gefið að sök. En eng- inn vissi hvað beið þeirra, hvort þeir lentu í fangelsum í Noregi, ellegar þeir yrðu sendir til Þýska lands, og ekkert frjettist af þeim, hvort þeir væru lífs eða liðnir, er þangað kæmi. — Treystir almenningur í Nor- egi á sigur Bandamanna ? — Já. Menn eru þar alveg ör- uggir í þeirri trú. Ekki vegna þess, að fólk bresti kjark til þess að horfast í augu við veruleikann og staðreyndirnar, heldur vegna þess, að norska þjóðin heima fyr- ir getur ekki ímyndað sjer, að slíkt miskunnarlaust kúgunar- vald sem þar er nú, geti átt sjer langan aldur í heiminum. V. St. — Jeg get alveg rólegur skilið skrifstofustúlkuna mína eina eftir á skrifstofunni. Jeg veit nákvæm- lega, hvað hún hefst þá að. — Nú, hvað ger’ir hún þá? — Ekkert. ★ Skipsþjónninn á línuskipinu: — Gerið svo vel, hjerna er her- bergið yðar, aðeins þriggja mín- útna gangur til sjávarins. ★ — Kemur það oft fyrir að svona gufuskip sökkva? — Nei, aðeins einu sinni. ★ — Heldur þú að klæðskerinn vilji gefa mjer gjaldfrest? — Þekkir hann þig? — Nei. — Nú, jæja, þá getur þú reynt. ★ — Jeg fæ kjólana mína beint frá París. — Nú, getið þjer ekki lengur fengið lán hjerna heima. ★ Mótsögn: í brjefi: .... Og i}ú hætti jeg. Þjer megið ekki vera roiður, en jeg get aldrei orði ðyðar. Yðar Soffía Hansen. ★ Konan vi ðlækni: Þjer verðið að afsaka, herra læknir, að það er svo langt síðan jeg hef verið . veik. ... . .......

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.