Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 6
22 LESBOk morgunblaðsins þyki það vel fært. Mjög er skjól- gott á dalnum og sauðland ágætt vetur og sumar. Voru kvíær geymdar þar frá Á meðan fráfær- ur voru í tísku. í dalnum skiftast á lyngflesjur vaxnar aðalbláberja lyngi, vallendisbrekkur og blóm- gresisbollar. Er gróður þar allur þróttmikill og ilmsterkur, eins og títt er þar sem snjór liggur all- lengi. Hitinn er geisisterkur, og lá við, að mjer hrysi hugur við að fara að klifra þar upp snar- bratta hlíðina, óvanur göngu eins og jeg var undan vetrinum. Leið okkar yfir í Sýrdal lá framarlega yfir Hvanndalabjarg. Klifruðum við upp snarbratta gil- skoru og sóttist ferðin heldur seint, því að mig sótti mæði, en vildi þó hins vegar ekki láta und- an fyr en í fulla hnefana. Uppi á fjallinu varð fyrir hallalítil skeið skamt frá bjargbrún. Er ekki hent lofthræddum að ganga þar fram á brúnina, því að undir er ægilegt hengiflug í sjó niður. Einkum þótti mjer hrikalegt að 'gægjast niður í skoru þá í bjarg- inu, er Skötugjá heitir. Enda þótt við hjeldum okkur svo fjarri bjargbrún, að hvergi sá fram af. var í mjer einhver ónota geigur, sem þeir þekkja best, sem svima- gjarnir eru. Jeg varð því harla feginn, er Anton sagði mjer, að nú værum við komnir á Sýrdals- brúnina, og þarna væri farið nið- ur, um leið og hann benti á lítið skarð í fjallsbrúnina. Þarna nið- ur, hugsaði jeg, og leist ekki á. Leiðin var nefnilega um þrönga skoru eða gjá, sem ekki var breið ari en svo, að hægt var að snerta. báða gjáveggina samtímis, og vit- anlega snarbrött, því að hamrar eru á báða bóga. Þarna brá Anton sjer niður, og ekki var um annað að gera en fylgja honum, ef jeg átti ekki að verða að gjalti uppi á miðju Hvanndalabjargi. Það reyndist einnig svo, að gjáin var ekki eins ægileg umferðar og hún sýndist í fyrstu. Að vísu var hún snarbrött og nokkuð hætt við grjóthruni, en hand- og fótfesta sæmileg. En engan öfunda jeg af að fara þarna um, er hausta tek- ur og jörð er freðin, en þó verð- ur að fara um þessa gjá eða aðr- ar engu greiðfærari í fjárleitum á haustin. Áður en varði vorum við komnir niður í Sýrdalinn. Þótt hann beri dalsnafn, er hann ein- ungis grunn hvylft niður í bjarg- brúnina, hömrum girtur alt um kring, eins og flestar dalskorur um þessar slóðir, en sjávarmegin eru ófærir klettar. Eigi var síður heitt þarna en í Fossdalnum, enda skjól fyrir flestum áttum 'nema austanátt. Gróður er þar víðast þroskalegur, enda verður hann fyrir litlum ágangi búfjár. Nokkr- ar ær sáum við þarna, og tóku þær þegar á rás, er þær urðu okk- ar varar. Unir fje þar vel hag sín- um, og er torvelt að ná því þaðan á haustin. Mestur er gróðurinn í brekku frammi undir bjargbrún- inni. Þar eru bæði hvannstóð og blómgresi, einkum ber hvarvetna mikið á blágresi. Lyngbrekkur eru þar einnig og nokkuð af burkn- um, bæði þrílaufungur og þrí- hvrnuburkni, en þúsundblaðarós- ina sá jeg þar ekki, en hún er þó einkennistegund hliðanna norður þar, en líklega er full þurt fyrir hana í Sýrdalnum. Annars gaf g mjer þarna- ekki tíma til veru- legrar gróðurskoðunar, því að jeg vildi tefja fylgdarmanninn sem minst, því að þurkur var ágætur, en hey mikil úti eftir undan- gengna óþurka. Veiðibjölluvarp er mikið í Sýr- dal. Þegar hún varð vör manna- ferðarinnar leitaðist hún mjög við að bæla ungana niður, en þeir voru forvitnir og teygðu upp háls- ana hvarvetna úr lautum og lægð- um, hefði það vel mátt verða þeirra bani, en við Anton vorum í engum veiðihug, en lítill vandi hefði verið að afla þar góðs fengj- ar af spikfeitum veiðibjölluung- um, og satt að segja virðist nóg vera til af þeim fugli. Milli Sýrdals og Hvanndala skagar fram lágur fjallsrani, er Hádegisfjall heitir, en framan ' því er nyrsti hluti Hvanndala- bjargs. Sýrdalsmegin eru í því nær óslitnir hamrar, með þröngum sprungum líkt og fyr er lýst. Fórum við upp eina gjána og reyndist hún allmiklu greiðfær- ari en sú, er við fórum niður, enda miklu styttri. Fyrir efri enda hennar er hlaðinn grjótgarður og á honum mjótt hlið. Mannvirki þetta er frá þeim tíma, er bygð var í Hvanndölum. Höfðu Hvann- dælir fráfærnalömb í Sýrdalnum, voru þau flutt ofan þessa klauf, en hleðslan hindraði, að þau kæmu aftur og í hliðið var lögð hella. Mun þetta vera ein stysta afrjett- argirðing á landinu. Uppi á fjallinu námum við stað- ar áður en leiðir skildust. Útsýn er þaðan mikil og víð austur með Norðurlandi alt til Melrakka- sljettu, og inn með austurströnd Eyjafjarðar. í norðaustri blasir Grímsey við sjónum. Svo langt sem augað eygði lá spegilsljett, sólglitað haf, en fiskiskip og bát- ar voru sem örsmáir dílar að sjá. En austúr á Grímseyjarsundi sást hylla undir herskip mikið, vorum við þannig mitt í einveru og kyrð þessa afskekta landshluta mintir á hina hættulegu nálægð hildar- leiks heimsveldanna. Annars mun ekki ætíð vera svo kyrt þarna, þegar brimið hamast undir Hvanndalabjargi. Því að oft mun Ægir vera þunghöggur þar við ströndina. Yið Anton kvöddumst þar á fjallinu, og sneri hann heimleiðis, en mjer dvaldist þar enn um stund. í Hvanndölum. Af Hádegisfjalli er greiðfært niður í skál, er skerst austur úr megindal Hvanndala og Selskál heitir. Sunnan hennar gnæfir hár mikilúðlegur og hvassbrýndur hamratindur, er Miðdegisfjall heit ir; er það svipmest hamrafjalla Hvanndala. Selskálin er fremur grunn, kringlótt og grasi vaxin í botni með nokkrum smátjörnum. í kring um þær er blómauðugt valllendi, ber þar mikið á Maríustakki og sóleyjum, en grasið er þó yfir- gnæfandi, vaxa þar ilmreyr, bugðupuntur og túnvingull í stórum breiðum og er ilman úr grasi. í kringum stærstu tjörnina er belti af vatnsliðagrasi. Krökt er þarna af Veiðibjöllu, tjarnirn- ar eru allar gruggaðar af fugla- driti, og skálarbotninn er sýni- lega ræktaður nokkuð af fuglin- um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.