Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23 Niður úr skálinni hraðaði jeg ferð minni niður í aðaldalinn. Þar hitti jeg snöggvast að máli hey- skaparfólk úr Ólafsfirði, sem hafði legið þar við um hríð. Síðan fór jeg sem leið liggur niður á sjávarbakkann að bæjarrústunúm. Þá var jeg kominn að Hvann- dölum, þessu afskekta býli, sem jeg frá barnæsku hafði heyrt tal- að um sem einhvern óbyggilegasta staðinn, sem þeir höfðu augum litið, er þar höfðu komið. Ekki þóttu mjer þeir samt óbjörgu- legir nú í sumarblíðunni, því að enginn fær því neitað, að sumar- fagurt er í Hvanndölum, og vart hygg jeg fundnir verði fegurri staðir um bjartar vornætur, þeg- ar sól skín í hafi. En á fleira er að líta en rómantíska vorfegurð, þótt hún geti skapað þar æfin- týraland. Hvanndalirnir eru dá- lítið dalverpi norðan undir hinu hrikalega Hvanndalabjargi. Eng- m vík eða var er þar við sjóinn, svo að ólendandi er þar nema í logni og ládeyðu. En það frjetti jeg í ferð minni, að svo hefði vel viðrað á þessu vori og sumrí, ^ð flesta daga hefði mátt lenda þrautalaust í Hvanndölum og er það þó sjaldgæft vikum saman. Þennan dag sem aðra gutlaði logn báran meinleysislega við strönd- ®a, en ekki þurfti mikil kynni af sjó, til að sjá að fljótur yrði Ægir að ygla sig þar, og ekki er sjávargatan heldur árennileg frá bænum. Þar er óslitinn hamra- bakki, víðast ókleifur. Skárst er lending og sjávargata í svonefndri Stekkjarvík, nokkuð fyrir utan bæinn. Dalurinn er stuttur, umkringd- háum, bröttum hamrafjöllum. Meðfram sjávarbakkanum eru vall iendisgrundir og móar fyrir öllu ðalsmynninu og lítið eitt út með fjallinu, út undir Hvannadalsskrið hr* Ofan við grundabelti þetta er mjótt mýrasund, hefir þar verið ^oótekja fyrrum. Þar fyrir ofan er lágur háls yfir þvert dals- ^ynnið. Virðist hann vera forn jökulalda. Aðalgróður á hálsi þess hni er krækilyng, en þó allmjög hlandið sauðamerg og bláberja- lyngi. Ofan við hálsinn taka aftur við mýrasund með klófífu og hengistör og strjálvaxinni gulstör. Við hlíðafætur eru blómlendislaut- ir og grasbollar, en síðan taka við brekkur þaktar aðalbláberja- lyngi í stórum breiðum. Gróður er þar allur þróttmikill og fríð- ur. Engjalönd eru þar sæmileg. Hefir verið heyjað þar nokkuð á annað hundrað hcsta síðari ár. Framan dalinn fellur árspræna og fellur hún til sjávar rjett sunnan við yngstu bæjarrústir Hvanndala. Sunnan hennar eru eldri tóttir. Heitir þar Ódáinsakur. Fylgir honum sú sögn, að þar hefði enginn getað dáið sakir líf- grasa, er uxu þar á vellinum. Af þeim orsökum hefði bærinn verið fluttur norður fyrir ána. Torvelt er að komast í Hvann- dali, og er það einn höfuðókostur þeirra. Um sjóleiðina er þegar talað, en ekki eru landleiðirnar öllu greiðari. Þær eru þrjár. Fara má upp úr dalbotninum yfir fjall- ið Víkurbyrðu. Þá er og hægt að fara fyrir fjallsendann um snar- brattar skriður, er Hvanndalaskrið ur heita, en eigi er sú leið talin fær nema kunnugum mönnum og vönum vegleysum, því að um mjó einstig er að fara í bröttum og hörðum ' skriðunum, en klettar framan undir í sjó niður. Þriðja leiðin er greiðfærust, liggur hún um fjörurnar til Hjeðinsfjarðar, en sæta verður sjávarföllum, og torfært nema brimlaust sje að mestu. Báðar þessar leiðir eru með öllu ófærar á vetrum. Til Ólafsfjarðar er leið sú, sem þegar er lýst, yfir Sýrdal og önnur litlu greiðari ofan í botn Hvann- dala fyrir ofan Sýrdalinn. Það er því mála sannast, að þegar vetur hefir sest að, sjeu Hvanndalir inni luktir með öllu, svo framarlega sem sjór er ekki ládauður. Þegar litið er á þessar aðstæður, gegnir furðu, að Hvanndalir skyldu nokkurntíma byggjast, eða að bygð skyldi haldast þar svo lengi sem raun varð á. En full- komlega fóru þeir í eyði árið 1896. Bygðin hefir þó löngum verið slitrótt, enda ekki heiglum hent að haldast þar við til lengdar. í Aldarminningu Siglufjarðar seg- ir sr. Bjarni Þorsteinsson ágrip af sögu Hvanndala eins og annara býla í Hvanneyrarhreppi hinum forna um einnar aldar skeið, eða frá 1818 til 1918. Á þessum tæpu 80 árum þar til bygð er lögð þar algerlega niður að tilhlutun hreppsnefndar Hvanneyrarhrepps, þá eru þar alls 17 bú,endur, en stundum er tvíbýli. Enginn þeirra býr þar lengur en 7 ár, en margir aðeins 1—2 ár. Alls eru þeir 8 sinnum í eyði á þessu tímabili, samtals í 22ár. Þetta yfirlit sýnir ljóslega, að erfitt hefir mönnum þótt að búa þarna. En það, sem lokkað hefir menn til að byggja í Hvanndölum, mun vera það, að sauðland er þar frábærlega gott, og fje ljett á fóðrum, því að þar er sagt snjóljettara en hægt væri við að búast eftir staðháttum. Skamt er og til fiskimiða, þegar gefur á sjó, og nokkur rekahlunn- indi munu vera þar, en erfitt hlýtur að vera að nota sjer þau hlunnindi, eins og raunar öll lands gögn þarna. Vera má og að sum- arfegurð staðarins hafi freistað sumra ábúendanna. Af hinum fyrri ábúendum Hvanndala er Hvanndala-Bjarni kunnastur, en hann fór, að því er sagnir herma, í landkönnunarferð ásamt bræðr- um sínum norður til Kolbeinseyj- ar, að tilhlutan Guðbrands bisk- ups. Slíkum fullhugum og fram- taksmönnum hefir verið fært að búa í Ilvanndölum. En Hvann- dalabjarg hefir lengi verið þjóð- kunnugt úr þjóðsögum sem heim- kynni hamravætta og bergrisa. Er það og mála sannast, að óvíða getur tröllslegra umhverfi en björgin kringum Hvanndali. En þegar manni finst til um hrika- leik staðarins í sólskini og sum- arblíðu, má fara nærri um, hvernig þar sje um að litast þegar veður og sjór fara hamförum um mvrkar skammdegisnætur, þá er þar hæfi- legri bústaður bergrisum en mensk um mönnum. Er því ekki að undra, þótt þjóðtrúin hafi í Hvanndalabjargi skapað höfuðvígi hinna römmustu hamravætta. Dagstund þá, er jeg dvaldi í Hvanndölum, leit jeg eftir gróðri eftir megni. Þótti mjer fróðlegt að bera gróður þar nú saman við lýsingu Stefáns Stefánssonar skóla meistara, er fór þar um fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.