Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Side 4
8« liESBÓK MORGUNBLAÐSINS kaupmaður í Flensborg, en síð- an fógeti í Bramstad, áður en hann kom hingað til lands og tók við hirðstjórn. Þessi maður virðist hafa verið ærið yfirgangssamur og hafa vald- ur orðið að róstum á sjálfu Al- þingi 1517, 1518 og 1519, að því er vitnisburðir ^margra manna herma. Hið fyrsta árið eltu menu hirðstjórans lögrjettumann einn á alþingi og skutu hann, en lögðu hönd á fje hans, og hafði hann þó ekkert til saka unnið, og bauð sig undir lög og dóm í lögrjettu, ef þeir hefði eitthvað á sig að kæra. Árið 1518 var tekinn lögrjettu- maður einn, sleginn og barinn, og setti hirðstjóri hann í járn. Sá maður hafði það eitt til saka unn- ið, að hann sagði upp dóm þann, er hann hafði dæmt með öðrum góðum mönnum og lögmaðurinn samþykt. En á alþingi 1519 lenti þeim saman hirðstjóra og' Og- mundi biskupi Pálssyni pg varð það með þeim hætti, sem nú skal greina: Þeir sátu í lögrjettu Ögmundur og hirðstjóri og ræddust við um mannbætur; má vera að talið hafi sveigst að vígum þeim, er orðið höfðu á Breiðabólstað, meðan Ög- mundur var prestur þar, og vígi því, er orðið hafði a£ völdum hirð- stjóra eða manna hans 1517. n hversu sem því er háttað, er það víst, að Ögmundur sagði svo, að honum þætti ekki jafnar bætur eiga að koma hjer fyrir víg út- * lendra manna, sem unnið hefði til óhelgi sjer með ránum og annari óhlutvendni, sem fyrir íslenska menn, sem útlendingar hjer rjeði af dögum saklausa. Við þetta brást hirðstjóri svo reiður, að hann bauð mönnum sínum að taka til vopna og bjóst til þess að slá og stinga Ögmund, en fekk þó ekki komið því við, með því að Vigfús lögmaður Erlendsson gekk að honum og fekk haldið honum, og bauð hann þó mönnum sínum þá að drepa Ögmund. En ekki varð þó meira af þessu. Mestar líkur eru til þess að Kristján konungur hafi ætlað Týla það hlutverk hjer á landi að undirbúa jarðveginn undir það, að Englendingar tæki við landinu. Dró hann taum Englendinga hjer, og veitti þeim í öllum skærum og róstum, þegar hann gat því við komið. Og í brjefi, sem Laurids Bruun skipherra Kristjáns ritar 23. mars 1521 segir hann berum orðum, að Týli hafi ætlað sjer að svíkja ísland undan konungi í hendur Englendinga. Hefir hann eflaust ekki vitað um leynimakk konunganna, en þó er ekki gott að segja nema að Týli hafi verið handbendi Englakonungs og leik- ið tveim skjöldum. Þó er vitað að Kristján konungur hafði mætur á honum. En fslendingum var illa við hann útaf ofstopa hans og yfir- gangi, er áður getur. En mestar deilur urðu með honum og Ilann- esi Eggertssyni. Báðir kölluðu þeir til hirðstjórnarinnar hjer, og þótt- ist Týli hafa rjett til þess að taka að sjer Bessastaði. Þess vegna gerði hann aðför að Hannesi á Bessastöðum og rændi þar kon- ungsfje. En með tylftardómi, út- nefndum af Ögmundi biskupi og Erlendi lögmanni Þorvarðarsyni, var það iirskurðað, með samþykki biskups og lögmanns (1520), að skipunarbrjef Hannesar væri gilt, en Týli skyldi aftur skila öílu því fje, er hann hafði ranglega tekið á Bessastöðum. Týli sigldi þá og þeir Ilannes báðir út af þessum málaferlum til Kaupmannahafnar. Bar Týli þar fram ýms meðmælabrjef frá Englandi og bað konung að trúa ekki rógi Ilannesar Eggertssonar. Síðan er Týli í Flensborg frá því um haustið 1521 til vorsins 1523 og er í metum hjá kongi. En er Kristján flýði land hefir hann aftur gert Týla að höfuðs- manni, og fer Týli nú til íslands til að vinna landið undan Hann- esi, sem hann taldi uppreisnar- mann, þar sem hann fylgdi -Frið- riki I. Gerði Týli nú aftur aðsúg að Hannesi á Bessastöðum, rændi þar og ruplaði bæði innan kirkju og utan og tók fje konungs og Hannesar og annara manna. Síðan tók hann Hannes höndum og helt honum í varðhaldi í hálfan mán- uð. En er Hannes losnaði úr varð- haldinu stefndi hann Týla undir dóm lögmanns (1523). Varð sá úrskurður dómsins, með samþykki lögmanns, að Týli væri óbótamað- ur, enda sannprófaður að mörg- um lögbrotum hjer á alndi, bæði við lærða menn og leika. Dæmdu þeir og Hannes skyldugan að refsa Týla að lögum. Safnaði þá Hannes liði, íslendingum og þýsk- um kaupmönnum. Fóru þeir að Týla þar sem hann var i skipi sínu í Hafnarfirði, unnu skipið, tóku Týla höndum og var hann síðan liöggvinn. En er þessar frjéttir bárust út, komu þau skilaboð frá Hinriki 8. Englakonungi til Kristjáns 2., að hann vildi ekki eiga neitt við ís- land nje lána fje út á það, fyrst Týli og menn hans hefði verið drepnir. Samt sem áður helt hinn land- flótta konungur, Kristján II. á- fram að nauða á Hinriki með það að lána fje út á ísland, eða kaupa það. Gekk á þessu í heilt ár, en Hinrik þrjóskaðist við, enda þótt hann teldi Kristján löglegan kon- ung Danmerkur. Um þessar mundir og síðar höfðu Englendingar fjölda skipa hjer við land og herskip til að gæta þeirra. Óðu þeir hjer uppi, borguðu enga tolla nje gjöld, og hröktu Dani og Hamborgara úr höfnum og fiskiverum hvar sem þeir gátu. Gekk á þessu fram til ársins 1532. Þá um sumarið gerði höfuðsmaður og Ilamborgarar að- súg að Englendingum í virkinu í Grindavík, og unnu fullan sig- ur á þeim, „því hinir voru ekki viðbúnir og þýskir viltu fyrir þeim daginn og komu á þá óvara og drulcna“, segir í Biskupaann- álum. Þar segir enn fremur að 14 enskir hafi fallið þar og að sá hafi heitið Ríki-Bragi, sem fyrir þeim var. Hafi þeir verið dysjað- ir þar í virkinu. Nolrkrar líkur eru þó til, að mannfall Breta hafi orðið meira, því að í brjefi frá sendiherra Karls 5. í London, dag- settu 16. des. 1532, segir, að sendi- maður frá Friðrik Danakonungi sje þangað kominn til að sanna það, að 40—50 Englendingar, sem drepnir voru á íslandi, hafi unn- ið sjer til óhelgi og verið óbóta- menn. Má þó vera, að Englend-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.