Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 Ferðasögubrot frá sumrinu 1941 (Niðurl.) Hjeðinsfjörður. Mjer var ekki til langrar setu boðið þar uppi á Byrðunni, enda ekki margt þar að gera, þegar jeg hafði lokið við að skrásetja þær fáu fjalljurtir, sem þarna höfðu tylt sjer í skjóli steina og kletta- snasa. Enda þótt þarna sje komið í nær 700 m. hæð, og jarðveg'ur sje enginn, heldur aðeins nakin urðin, þá fann jeg þar samt á litlu svæði 19 tegundir' blóm- plantna. Þótti mjer það vonum meira á fjallshrygg þessum. Þegar jeg fór að stauta niður snarbrattar skriðurnar vestan í fjallinu, fann jeg fyrir alvöru, að nú var þreytan tekin að segja til sín og raunverulega þótti mjer vænt um að enginn var nú sam- ferðamaðurinn, til þess að sjá hreyfingar mínar. Því að fullilt er óþreyttum og gönguvönum manni að fara þar niður eftir, bvað þá þeim, sem bæði er ferða- lúinn og er að byrja að hreyfa sig eftir heils vetrar kyrsetur. Jeg varð því harla feginn er jeg kom niður í gróðurgeira í neðan- verðu fjallinu. Var hann vaxinn lyngi og það sem mig furðaði meira, hvarvetna var þar þjett en lágvaxið birkikjarr. En mjer er svo farið, eins og raunar fleirum þeim, sem aldir eru upp þar - sem hvergi sjest skógviðarkló, að fyll- ast aðdáun hversu smávaxið kjarr, sem jeg hitti. Þarna í hlíð Víkur- dals, en svo heitir dalverpi það, sem jeg nú kom niður í, er all- útbreitt, smávaxið kjarr. Síðar var mjer sagt, að nokkurt kjarr væri einnig inni í vesturhlíð Hjeð- msfjarðar. Þegar jeg svo daginn pftir fann birkihríslu á Skútudal i Siglufirði, þótti mjer sýnt, að þótt Eyjafjarðarsýsla væri talin ein hin skógsnauðasta sýsla á land inu, þá væru samt nokkrar skóg- arleifar í hinum afskektustu og óblíðustu hjeröðum hennar, eða í Ólafsfirði, Hjeðinsfirði og Siglu- firði. Sennilegt þykir mjer þó, að þarna hafi aldrei háreistur skógur verið, fyrir því hefir fann- fergið á veturna sjeð, en líklega hefir það einnig hindrað, að þess- ar síðustu leifar upprættust með öllu. Niðri á jafnsljettunni hvíldi jeg mig stundarkorn í fagurri gras- brekku við dálitla tjörn. Alt í kring var kyrt og hljótt eins og inni í öræfum landsins, og var þó ekki nema snertispölur orðinn heim að Vík. Víkurdalurinn, sem fyr getur, gengur til suðausturs frá botni Hjeðinsfjarðar að baki Hvannadal og Sýrdals. Liggur botn hans til móts við botna Foss- dals og Árdals í Ólafsfirði. Úr Árdal liggur leið um Rauðsskarð ofan í sunnanverðan Víkurdal. Sunnan dalsins upp af bænum Vík er Víkurhyrna, en norðan að hon- um er Víkurbyrðan, en norðan undir henni dalverpi lítið, er Músadalur heitir, en þá er komið norður að Landsenda og Hvann- dalaskriðum. Dalurinn er furðu breiður af afdal að vera, og fell- ur á eftir honum og til sjávar milli bæjanna í Vík. í mynni dals ins er breitt hólabelti, sem er gamlar jökulöldur, en fyrir fram- an þá er vatnsbotn; hefir vatnið fylst af árframburði. Hólakollarn- ir eru flestir blásnir melar, en i lautum og bollum eru mýrasund með smátjörnum girtum tjarna- stör og öðru hávöxnu stargresi, en í hólakinnunum vex lyng og valllendisgróður. Líklegt þykir mjer, að hólar þessir hafi verið kjarri klæddir fyrrum og hefir þá þarna verið óvanalega frítt um að litast, og enn er þar furðu snoturt. iGróður er þó fremur kyrkingslegur. Innanvert við hóla þessa við fjarðarbotninn austanverðan stend ur bærinn í Vík. Þar er tvíbýli, og stendur sinn bærinn hvoru megin árinnar. Jeg hjelt heim að syðri bænum og beiddist gistingar og var hún auðfengin. Bóndi í Vík er Björn Ásgrímsson, maður nokkuð við aldur. Ræddum við þar margt um kveldið, því að Björn er fróður maður og minn- ugur og fylgist vel með í því sem gerist, þótt hann búi á af- skektum stað, og sjón hans sje mjög á þrotum. Sýndi hann mjer jarðabætur, þær sem hann og syn- ir hans hafa látið gera. Eru þar allmiklar nýræktarsljettur, en ræktunaraðstaða erfið sakir grjóts og vatnsaga undan f jallinu. Stein- hús lítið er þar nýlega reist. Nokkra furðu vakti það hjá mjer, að kartöflugarðar þar voru hinir best sprottnu, sem jeg hafði enn sjeð á þessu sumri. Mun þó ekki vera ýkjalangt síðan að tekið var að rækta kartöflur þar nyrðra, en þetta sýnir Ijóslega, hvert kom- ast má, ef vilji er góður. Hjeðinsfjörður er um margt líkur Ólafsfirði. Fjörðurinn er stuttur og opinn fyrir norðaustan- átt. Lending er þó sæmileg í Vík. Dalurinn inn af fjarðarbotninum er styttri en ólafsfjörður, og tæp- lega eins grösugur að sjá. Vatn er rjett innan við fjarðarbotninn og skilur allbreiður malargrandi á milli, í gegnum hann fellur grunnur 6s. Inn af vatninu eru sljettar engjaflesjur, en hlíðar eru gróuar hið neðra, skiftast þar á mýrasund, finnungsbrekkur, blómgresislautir og burknastóð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.