Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Blaðsíða 12
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rólega og henni var unt; en samt hafði hún hjartslátt af óróa og eftirvæntingu. Skyldi Bruce hafa skilið hin stuttorðu skilaboð Ade- laide úr símaturninum, sem þær höfðu staðnæmst við á heimleið- inni um eftirmiðdaginn ? Og skyldi bílstjórinn ekki hafa sjeð neitt nema hnakkann á henni, þeg ar hinn einkennisbúni þjónn hjá Thornton opnaði fyrir henni dyrn ar á bifreiðinni? Jæja...-. fyrst og fremst varð hún nú að gæta þess að vera vör um sig og gera enga skissu, sem gæti spilt ráðgerðum Adelaide. Þeim hafði talast svo til, að Coll- een dokaði við í anddyrinu, eins og hún væri að bíða eftir einhverj um, en svo skyldi hún skjótast út um leið og einhverjum nýjurn gesti væri hleypt inn. l’ OLLEN horfði með athygli ^ í kringum sig, er hún kom inn í anddyrið. Hve þetta er íburð armikið og skrautlegt! Hún hafði sannarlega nóg að skoða þessa stuttu stund, sem hún ætti að staldra við. Gestirnir komu í sífellu og þarna var ys og þys. Allt í einu kom einn af hinum hátíðlegu þjón um til hennar. — Er ungfrúin að gá að ein- hverjum? — Nei — jú — jeg meina.... sagði Colleen vandræðalega. — Fatageymsla kvenna er hjerna! hjelt hinn hjálpsami þjónn áfram...., og með svo mik ilúðlegu fasi, að Colleen þorði að andæfa, fór hann með hana yfir þvert andyrið og opnaði dyrn ar. Ung stúlka með svuntu og hettu kom hlaupandi á móti Coll- een og hjálpaði henni úr káp- unni. Colleen vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað átti hún að taka til bragðs? Hún þorði ekki að hugsa fram á afleiðingar þess, að hún yrði neydd til að fara upp í hátíða salinn. Þá gæti alt komist upp! — Henni fanst það skifta litlu, þó að hún gerði sjer vansa og yrði að athlægi, á móti því ef alt kæmist upp um flótta Adelaide. Þá mundi þess ekki langt að bíða að hún næðist! Hin hjálpfúsa unga stúlka opn aði dyrnar.... Colleen varð að fara fram í anddyrið aftur! |J Ún stóð þarna augnablik.... ■ " hana svimaði, svo að henni fanst hún mundi rjúka kylliflöt á gólfið á næsta augnabliki.... en þá heyrði hún, að sagt var rjett við hliðina á henni: — Með leyfi, hvaða nafn má jeg kynna? Ilún leit kringum sig; örvænt- ingaraugum. Þetta mundi vera brytinn.... þá var úti um hana! Hún reyndi að stama einhverju út úr sjer til málamynda, svo sem í afsökunarskyni, en þá birtist henni frelsandi engill. Það er að segja: hann frelsaði hana í bili úr klípunni, sem hún var í, en kom henni í aðra klípu, sem var miklu alvarlegri. Þessi frelsandi engill var hár, ungur maður. Hann var kjólklædd ur, bauð henni arminn og sagði: — Yður er máske ver við að koma ein inn í salinn, ungfrú Richardson. Má jeg fá þá ánægju, að verða yður samferða inn? Colleen kinkaði kolli, ósköp deyfðarleg. Hún átti'ekki annars úrkostar en að þiggja boðið. — Viljið þjer ekki heilsa hús- bændunum í leiðinni ? spurði hann kurteisislega, um leið og þau komu inn í uppljómaðan hátíða- salinn. — Nei! flýtti Colleen sjer að svara. Nú var að duga eða drep- ast! — Það er einhver ógleði í mjer, svo að jeg ætla að sejast hjerna dálitla stund og hvíla mig. Hún kinkaði vingjarnlega kolli til hans, til þess að sýna, að hún þyrfti ekki frekar á aðstoð hans að halda, og settist í lágan sófa; en ungi maðurinn skyldi ekki hálfkveðna vísu og settist við hliðina á henni. Hann kynti sig — nafnið var John Appelford.... en af því að hann þekti hana... . eða hjelt að hann þekti hana, þurfti Colleen ekki að segja til nafns síns á móti. Ef Colleen hefði nú breytt sam kvæmt því, sem talast hafði til mili hennar og Adelaide, hefði hún staðið upp eftir örskamma stund og horfið. Þetta var líka fast áform hennar.... . en það er ótrúlegt, hve fólk er stundum fljótt að gleyma áformunum, þeg- ar hár og grannur ungur maður með alvarleg augu, sem kátínan getur blossað upp í, gerir sitt til þess að maður gleymi. Hann gerði þetta auðvitað ekki viljandi, því að ekki vissi hann neitt um áform Coileen. En henni fundust við- ræður hans svo skemtilegar, að hún áttaði sig ekki á neinu fyr en þau höfðu talast við í rúman klukkutíma. Dansinn gekk me fullu fjöri.... nú var, sem bet- ur fór, orðið of seint að fara til húsbændanna og heilsa þeim. ★ rT ÓNLISTIN var svo lokkandi .... svo seiðandi, að þegar Appleton bauð henni í dans, átti hún ómögulegt með að^segja nei .... og með sótsvartri samvisku . .. .en með augnaráði, sem ljóm- aði af gleði og lífsmunaði, sveif hún nú um gólfið með honum. Eftir fyrsta dansinn komu fleiri. Colleen dansaði ekki við neina aðra, og dansherrann virtist ekki heldur hafa neina löngun til að dansa við aðrar en hana. Coll- een sárlangaði til að spyrja hann, hvort hún væri í rauninni svo lík Adelaine Richardson, að hægt væri að villast á þeim; en hún þorði það ekki — þá gat allt kom ist í uppnám. Skömmu síðar var framborinn kvöldverður í salnum til hliðar, og hans neytt standandi. John sá um að færa dansdömu sinni allt, sem hann óskaði. Þarna voru smáborð á víð og dreif, þar sem gestirnir komu sjer fyrir. Sum voru svo lítil, að þar var aðeins rúm handa tveim- ur. . . . og John hafði náð í eitt af þessum borðum. John kom með kjúklingasalat og kampavín og þetta varð himn- esk máltíð. Það var alveg eins og þau væru alein þama — þrátt fyrir gestina alt í kring. — Ætli þjer hafið hugmynd um það sjálf, hve yndisleg þjer eruð? sagði John í hálfum hljóð um, og horfði alvarlega á hana. — Jeg má víst ekki segja það.... en þjer eruð yndislegasta konan,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.