Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1942, Page 14
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr Þjóðólfi tyrir 90 árum ¥ Þjóðólfi þ. 10. febrúar 1852 er frjettayfirlit næstliðins árs. Þar segir m. a.: .... Þaí bar tvent til tíðinda í versl unarsögu vorri í sumar, aíS Eng- lendingar komu hingaíS í hestakaup og fluttu hjetSan um 30 hross; og stórkaupmaður Knutzon ljet skrfnu- saltfiskinn, 5 lýsipund í hverja skrínu, og búa um eins og reifabörn; átti sá fiskur a% fara til suÖurhluta Vesturálfu*4. Aðal frjettagrein blaðsins, með hinum nýjustu frjettum, byrjar þannig: Jcg skal halda það er ekki ónýtt að láta ,,Þjóðólf“ biðja fyrir sjer; því að það stóð heima, þegar prentararnir voru að ljúka við að setja fyrirbænir hans fyrir póstskipinu að kveldi 17. dags janúarmán., þá sigldi það í jóm- frúleiði hingað inn á höfa, eftir 15 daga útivist. Fátt kom af frjettum, en það er bótin, að nokkuð kveður að þeim fáu. Það er einhver undarlegur ókyrrleiki um allan heim, ekki einungis í þjóð- lífinu, heldur eru höfuðskepnurnar teknar til líka. í vetur t. d. gerði þann hvirfilbyl í Skotlandi, að skógareikurn- ar rifnuðu upp með rótum, og fuku um eins og fífuhnappar. I Grikklandi voru jarðskjálftar, svo á einum stað hrundu 500 hús. Ekki er þess getið að neinum óróaseggjum sje kent um þetta. En öðru máli er að gegna með ó- sköpin, sem á gengu í Parísarborg. Já, ófriðlega tóku Parísarmenn jóla- föstunni í vetur. Þegar í byrjun sleit Lúðvík Napóleon, bróðursonur hans, er feður vorir kölluðu Naflajón og Baunapardus, þjóðþingi Frakka. — Hann var forseti þingsins, svo marg- an forsetann á guð sér góðan. Hann ljet taka fulltrúana höndum og setja í svarthol, því hann gat ráðið niður- lögum þeirra, er hann hafði herinn allan með sjer. Út úr þessu varð upp reisn í borginni, sem stóð fyrstu dagana af desember. Barðist borg- arlýðurinn á strætunum, og fell hátt á þriðja þúsund. Mælt er að flest hafi það verið unglingar, sem ljetu siga sjer til vopna“. Um innlenda viSburSi segir í sama blaSi: „Síðan árið byrjaíi hefir fátt til tíðinda orðið hjcr innanlands. Eftir nýár tóku sig saman nokkrir menn í Eyjafirði og gerðu út sendimann gagngert hingað til bœjarins, til að vita hvort nokkurt lífsmark vaeri hjer með mönnum, því hinir eyrðu því ekki lengur að fá hvorki frjettir nje blöð úr höfuðstaðnum. Er þetta lítið merki þess, að Norðlendingar eru lengi fjörugir, og una nú ekki lengur því dauðans póstleysi, sem vjer eigum við að búa. Og það hefi jeg sjeð mann glaðastan í bragði, er jeg fekk sendimanni Eyfirðinga fjórðung af „Þjóðólfi", til að bera norður yfir fjöll. Allmikill hafís kvað vera ko'minn fyrir norðan, svo sumstaðar sjest varla út yfir, og bjarndýr hefir ver- ið unnið á Ströndum, og það rauð- kinnótt. Tarna er eftir af íslending- * um sem ekki eiga að þora að sjá í blóð! Og ætti banamaður bangsa skilið að verða kammerráð, Sagt er að barnaveiki hafi verið svo skæð í Vestmannaeyjum síðan í haust, að eigi sjeu eftir nema 5 eða 6 börn af 60. Þess væri óskandi, að þetta væri nokkuð orðum aukið“. Úr almanaki „ÞjóSóIfs“ þ. 10. febrúar 1852: ' Sunnudagabókstafur. — Dauður bók- stafur. Tunglkomur: Þá kviknar tungl, er kúttu-'inn er kominn i hlr.ðið. Þá er fyrsta kvartil, þegar búið er að losa um alla tappa. Fult verður tungl á fæstum bæjum. Víðast hvar stendur jafnt og þjett á síðasta kvartili. Hvenær tungl kemur upp og geng- ur undir, veit enginn betur en nætur- vörðurinn, og þarf ekki annað en spyrja 'hann að því. Reikistjörnur (Planeter, plánetur) alt árið um kring Staupið, Krukkan, Flaskan, Kúturinn. Tunnan er ekki íeikistjama, því hún liggur á stokk- unum og snúast þessi.r plánetur allar í kringum hana. Kaffikannan er auka pláneta. Bjarta stjarnan Venus rennur upp, þegar drengirnir hætta að renna sjer á hrossleggjum og stúlkubörnin hafa ekki lengur gaman af brúðunum sín- um. Hún er morgunstjarna, áður en pilturinn hefir hreinlega beðið stúlk- unnar, og verður kvöldstjarna. dag- inn sem þau trúlofast. Hún gengur undir þetta mánuði eftir giftinguna". 1. mars 1852. 1 grein, sem hcitir „Bræðurn- ir úti á íslandi senda bræðrun- um í Kaupmannahöfn kveðju guðs og sína“, stcndur m. a.: „Hvað skemtunum þjóðarinnar við víkur, þá eru þær eins og þjer vitið, fólgnar í því að heyra sögur og hlýða á kveðskap, spila alkort og kríta vinningana, maningann . múkana, strokurnar á sperrurnar eða langböndin í baðstofunni. En höfuðstaður landsins hefir í ár fundið upp á tvenns konar nýjum skemtunum. • Heitir önnur þeirra „Sóarí“, en hin „Snarsnúningur“. Hin fyrri er frakkneskur gleðskap- ur, með frakkneskum látum og fer fram í gildaskálunum, eftir dag- setur innan luktra dyra. Þar má enginn koma, sem ekki hefir spje- koppa. Hin síðari er einskonar svellreið, svipuð gandreiðinni gömlu. Hún framfer á Reykjavík- urtjörn, helst í tunglsljósi. Það er ágæt hreyfing fyrir þá, sem þjást af knje kulda, því þar sitja menn í kláfum, með hjólum undir og reiða kærustuna fyrir framan sig“. I frjettagrein í sama blaði er komist m. a. þannig að orði: „Góa er nú í garð gengin, og gera sjer allir von um að hún muni bæta úr óblíðu þorra. Því ekki er að marka þó hún sje snepsin fyrsta daginn. — Það er konum oft eðlilegt, að láta ólíkindalega fyrsta kastið, en svo rætist ótrúlega af þeim. Þess væri líka óskandi, 'að svo yrði nú, því maður þarf að eiga vingott við góu, þar sem sá tími er kominn, að allir sækja í verið, bæði á sjó og landi, að jeg ekki tali um veslings póstana, sem eiga nú að vaða yfir landið í buxnastreng. Vjer óskum því ferðamönnum öllum fararheilla og fiskimönnum fjær og rxær farsællegr- ar vertíðar. Netabændum, sem nú hafa erfiðað í þrjú ár og ljtið fengið, biðjum vjer þess í ár, að þeir komist eins og Pjetur, í vandræði með neta- dráttinn, en komist líka til sömu við- urkenningar eins og hann“. í frjettabrjefj frá ísfirðingi segir m. a.: „Sárt stynjum vjer nú ísfirð- ingar undir verslunaroki er á oss liggur og þar meö skorti á nauð- synjavöru, höfum vjer eigi heyrt, að ncinsstaðar á landi gangi í því efni eins báglega til og hjá oss. HeyrSu „ÞjótSólfur"! Óhræddur máttu segja frá því að selt hafi verið með fullu verði í Skutuls- fjarðar höndlunarstöðum: 1. Mjel með ormum í, eins stór- um og stærri en tólffótungum, er menn kalla 2. Kaffibaunir með óeðlilegum lit, svörtum, sem sje 3. Ódrekkandi brennivín, með annað hvort grútar- eða olíubragði"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.