Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 öianngildi einstaklingsins. Hitt er annað mál, að þessi barátta er °ft misskilin — og maður rekst oft á þá menn, sem ætla sjer að »þroska persónuleikann" með sómu ráðum og annarsstaðar eru notuð til þess að hlekkja persónu- ^ikann. Fyrir fáum árum efndi sænskt bókaforlag til samkepni um efnið: »Getur nútímakynslóðin sett sjer siðalögmál, sem gildi alla,“ Það er eigi ástæða til að rekja svörin ^jer, en forlagið hreyfði við mik- úsvarðandi atriði með spurning- unni. í*að er ósennilegt, að hægt sje „setja siðalögmál er gildi alla“, jafnvel á pappírnum — og þó það væri gert, yrði hagnýti árangur- lnn núll, að minsta kosti ef ekki væri gengist undir þá skoðun um feið, að múgeinræði ætti að ráða. að Norðurlönd sjeu lútersk, getur ekki nema einn grundvöllur siðalögmálsins viðgengist hjá ein- sfaklingnum og þeim sem vill vera skapandi; og það er samviskan! Og hún lætur enga verðlauna- samkepni segja sjer fyrir verkum. f^egar norðurlönd meta hinn skapandi persónuleika dýrmætari °g áhrifameiri en alt annað, þá fáknar þetta jafnframt, að tilvera hins dýrmætasta sje háð jafn brákuðum hlut og mannleg sam- viska er. Og þó-------brákuðum? í þessu sambandi er vert að minna á, að það er vegna raddar Satnviskunnar — og aðeins hennar Vegna — sem Lúter gekk í ber- ^ogg við keisara og páfa, valda- menn allrar veraldarinnar, og kom siðaskiftunum á. Það var undir a^rifum sama máttar, að Giordano ^runo gekk á bálið, Galilei í fang elsið, píslarvottarnir inn á hring- leikasviðin. Allsstaðar þar, sem lif andi mannsandinn skyldi ryðja nýjar brautir, var það rödd sam- Vlskunnar sem bauð. Allsstaðar ^r, sem stirðnað útvortis form l'neppti lifandi líf í spennistakk- 1Qn, talaði rödd samviskunnar fyrir daufum eyrum. Hið sanna frjálsræði mannsins ekki undir hinu ytra komið, held- nr eingöngu undir hinu innra: Samviskunni. Og samviskan lætur ekki utanaðkomandi áhrif skipa sjer fyrir. Að ætla að skapa ann- arlega frjálsa menn með „heims- skoðun“ hyggjuvitsins er afbök- un. Hjer er ekki um að ræða kerfi eða kenningar, sem eigi að skiljast og sem einstaklingurinn eigi að breyta eftir. Hjer er yfirleitt ekki að ræða um það sem hugsað verð- ur, heldur um eitthvað óvirkilegt, lifandi — um guðssamband manns ins, sem samviskan er tengd við. Af þessu sambandi skapast hin jákvæða skoðun mannsins á til- verunni og mönnunum, af því grær hið lifandi og berandi: kær- leikurinn og sannleikurinn. Hinn skapandi persónuleiki get- ur aðeins dafnað fyri-r áhrif liins sanna guðssambands. Og þess vegna er hinn lifandi og sanni norræni skáldskapur með trúar- legum blæ. Þegar talað er um „þrengingartíma í skáldskap" þá er í rauninni um þrengingartíma í trúmálum að ræða. Og þá er í rauninni aukaatriði að tala um Oxfordhreyfingu, Grundtvigs- stefnu og þjóðkirkju. Aðalatriðið er, að hið sanna skáld hefir sjeð, að ef í rauninni eigi að vera hægt að tala um mannlegt verð- mæti svo sem frelsi, jafnrjetti, orðheldni, hjúskapartrygð, ást til ættjarðar og þjóðar, þá getur maður eigi lifað sjálfum sjer ein- göngu — hann verður að vera í innri tengslum við hina algildu krafta, sem breytast ekki öld eft- ir öld. „Manngildið“ getur aðeins orðið til sem viðurkenning um baráttu góðra máttarvalda á jörð- inni, enda er það ofur mannlegt. Og þegar skáld og spekingar tala um „úrslita-ár“ nvi á dögum, þá byggist það á þeirri skoðun, að baráttan milli hins skapandi manns, sem er persónulega í sam- bandi við guð, og hins jeg-lausa samnefnismúgs hafi öldum saman ekki verið eins hörð og nú. Sú barátta er bæði um innri verð- mæti og ytri völd. Sje litið með þessum forsendum á norrænar nútímabókmentir, þá blasir við mislit mynd og ekki altaf hughreystandi. Herskarar af höfundum demba heilum vagn- hlössum af bókum á markaðinn — bókum, sem fyrst og fremst eiga að keppa um einkunnina: „best-seller“. Bækur sem að lang mestu leyti eru settar saman eftir lyfseðli kvikmynda og blaða. Hvað fólk vill lesa! Annar, minni hópur ritdómenda og gagnrýnenda stend ur viðbúinn að fylla blaðadálkana hugleiðingum og dómum. Og af því að þeir eiga erfitt með ■— þó ýmsa þeirra langi til þess — að tæta sundur 90—95% af bók- unum, verður iitkoman jafnaðar- lega sú, að drjúgur skamtur ó- merkra eða lítt merkra bókmenta streymir út meðal almennings. En það hefir ávalt verið hlut- verk hins sanna skáldskapar að leiðbeina — aldrei fyrst og fremst að skemta. Og þegar t. d. Manfred Björkquist hrópar: „Diktare och profeter skulle vara vár andes stámma i várlden“, þá er það hvorki meira nje minna en hugs- unin um frelsi og sjálfstæði norð- urlanda og norðurlandaþjóða, sem hefir stýrt pennanum. Það er hlut verk skáldsins, spámannsins, að greiða guðdómskraftinum götu inn í mannlífið, svo að einstaklingur- inn finni sinn eigin tilverurjett og vaxi hugur — svo að mann- gildið vaxi og áhrif guðdómlegra máttarvalda eflist. Því að guð- dómurinn mesti, hann sem kross- inn bar, birtist sjálfur í hinum sanna, hreinskilna og sterka manni. Hinn lifandi skáldskapur á norð urlöndum er einmitt sá, sem leitar í trxiarátt. Aðeins hann hefir skil- yrði til að sýna frumorkuna, sem ber öll önnur verðmæti uppi. Pár Lagerkvist, Sigrid Undset, Kaj Munk eru nöfn, sem mættu ljóma í hverjum bóksalaglugga. Skrýmsli jeg-lausrar og ábyrgð- arlausrar múgsálar-síngirni liggja í leyni við landamærin og í okkar eigin huga. Það er hlutverk skáld anna að hefja baráttu gegn þeim í hvaða mynd sem þau birtast. Fáir hafa sjeð skrýmslið og hina stórfenglegu þýðingu og víðfeðmi baráttunnar skýrar en Pár Lagerkvist. í bókinni „Krepti hnefinn“ segir hann : „Við svíkjum fortíð okkar. En fortíð vor svíkur ekki oss. Hún vakir sífelt á verðinum, þangað til við snúum heim úr flakkinu —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.