Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 16
64 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FJAÐRAFOK Skrifstofum.: Og hvað fæ jeg í laun? Forstj.: Fyrst hundrað kr. og meira seinna. Skrifstofum.: Ágætt, þá byrja jeg seinna. ★ Nýtísku Miinchhausensaga: „Jú, jeg fór með fjögurra vjela farþegaflugvjel frá Berlín til Amsterdam, og alt í einu .... vjelin steyptist niður .... flug- maðurinn dó .... allir farþeg- arnir dóu, .... vjelin fór í mola .... jeg hjelt bara áfram í loft- inu og komst heilu og höldnu ti! Amsterdam. ★ Hershöfðingi og ofursti gengu saman eftir götu. Þeir gengu framhjá mörgum hermönnum og í hvert skifti sem ofurstinn svar- aði hermannakveðju hinna ó- breyttu hermanna, sagði hann í hálfum hljóðum: „Sömuleiðis". Hershöfðinginn var forvitinn og spurði ofurstann, hversvegna hann gerði þetta. Ofurstinn svaraði: „Jeg hefi sjálfur verið óbreyttur hermaður einu sinni og jeg veit hvað þeir hugsa“. — Herlögreglumaðurinn horfði á mig eins og jeg væri vegabrjefs- laus. — Hvað gerðir þú? — Jeg horfði á hann eins og jeg væri með vegabrjef. ★ Og hjer er ein Skotasaga enn: Frú Gordon: Hvað ætlar þú að gefa Johnny í afmælisgjöf? í fyrra gafst þú honum 25 aura blöðru. Sandy. Jæja, hann hefir verið svo þægur strákurinn síðasta árið, ætli það sje ekki best að lofa hon- um að sprengja ólukkans blöðr- una í þetta sinn. ★ Aldrei hefir verið sagður neinn mikilsverður sannleikur, er eigi hafi þótt öfgar einhvern tíma. — Aldrei hefir neitt það stórvirki verið unnið, er eigi hafi verið talið óvinnandi einhvern tíma. ★ Liðþjálfi: Jeg efast stórlega um, að það sje nokkur heimskari mað- ur í hjeraðinu hjerna, heldur en þjer, 67. 67: Jú, einn, hann bróðir minn. Li&þjálfi: Nú, hvað gerir hann? 67; Hann er liðþjálfi. Gömul kona kom á sjúkrahús og gekk að rúmi, þar sem hermað- ur einn lá, næstum því hulinn í sáraumbúðum. - — Aumingja maðurinn, sagði gamla konan. Hafið þjer særst? — Nei, gamla mín, svaraði her- maðurinn. Það var grátitlingur, sem sparkaði í mig. ★ Unga stúlkan: Jeg skil það vel, hr. Rimesen, að þjer skrifið að- eins vegna heiðursins. Unga skáldið: Nei! Sannast að segja skrifa jeg aðeins til þess að hafa eitthVað að lesa, þegar jeg er orðinn gamall. ★ Blaðamaður einn kom á skrif- stofuna eftir að hafa verið send- ur út af örkinni eftir frjett. „Drukkinn aftur“, sagði rit- stjórinn, sem hafði orð fyrir að honum þætti sopinn góður. „Jeg líka“, sagði blaðamaður- inn og skjögraðist að borði sínu. ★ Áður en gefið er saman í hjóna- band, ætti að spyrja brúðgumann þessarar spurningar? „Eruð þjcr vissir um, að þjer gerið yður á- nægðan að tala við þessa konu, þar til þjer eruð orðinn gamall“. Alt annað er aukaatriði í hjóna- bandinu. — Nietzsche. ★ Póstafgreiðslumaðurinn; Þetta brjef er of þungt. Þjer verðið að setja annað frímerki á það. — En þá verður það ennþá þyngra. ★ í ilmvatnsbúðinni: — Getið þjer ráðlagt mjer reglulega gott ilmvatn? — Já, hjer er eitt alveg nýtt. Það er dálítil bensínlykt af því, svo að fólk heldur þá að þjer eigið bíl. ★ — Jeg giftist honum vegna þess, að jeg hjelt hann væri eins og grískur guð. — Reyndist hann ekki vera það? — Jú, að vísu, en það var Ballus sem hann líktist. Leikni í teikningu sýna menn með því að gera teikningar úr bókstöfum, þar sem stafirnir tákna það sama og myndin. Hér eru fjórar slíkar myndir teknar úr ensku blaði. Fyrsta teikninginn er „Yacht“, þá „spitfire“-flugvél, kvenmannsmynd er gerð úr orðinu „Vamp“, og síðasta teikningin á að vera sjálfsmynd höfundar gerð úr orðinu Myself.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.