Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53 sínum eigin skipum Æfintýri 77 ára gamals Norðmanns, sem dvelur í Reykjavík Hann ,,sial í eftirfarandi grein er skýrt frá samtali við 77 ára gamlan »orskan skipstjóra, sem flýði Noreg á einu skipa sinna, en fór síðan aftur til Noregs ^ að „stela“ tveim skipum er hann átti. Þessi gamli Norð öiaður dvelur nú hjer í ^eykjavík. IVj ýlega sökk norskur línuveið- ari í óveðri á Keflavíkur- höfn. j>ar meg iaujj einum af hin athygliverðustu þáttum í bar- attu Norðmanna fyrir frelsi sínu. Skipig var í þjónustu Bandaríkj- anna er það sökk. En það átti snia merkilegu sögu, því m. a. Lafði eigandinn „stolið“ því fyrir framan nefið á Þjóðverjum akömmu eftir innrásina í Noreg. þess að heyra alla söguna Uni þetta skip, verður maður að ta'a við gamlan, veðurbarinn sjó- ^iann, sem býr á gistihúsi einu 1 Reykjavík. Hann hefir endur- ^nningar sínar að hugsa um og föstu ákvörðun sína, að snvia aftur heim til gamla Noregs. Hann er 77 ára, ber aldurinn vel og er andlega og líkamlega kvikur á fœti. * ^yrir nærri tveimur árum, 1. •naí 1940, þegar Þjóðverjar birt- Ust í Álasundi, hófst æfintýri l'essa aldraða manns. Hann ákvað a^ komast undan til Skotlands á e'nUm af fimm fiskibátum, sem ann átti. Hann kvaddi fjölskyldu Slna og vini í skyndi og sigldi SkiP> sínu til Skotlands. Sá bátur nú tundurduflaslæðari í breska iotanum. . ^rá Skotlandi hjelt hann til p ®reyja, þar sem hann vonaðist eftir ag geta keypt veiðarfæri og afið atvinnu sína á ný. Þar var e»£in veiðarfæri að fá, og, eins hann orðaði það: „Einasta eiðin til að fá veiðarfæri, var að ara aftur til Noregs og ná í veið- arfæri úr sinni eigin skemmu, áð- ,lr en Þjóðverjar tækju þau“. hratt fyrir aldurinn var hinn hugprúði Norðmaður hlutverki sínu vaxinn. Hann fór við annan mann á flatbotna vjelbáti frá Fær eyjum til Noregs. Sjór var úfinn og mótvindur alla leið og fimm dagar liðu áður en þeir komust til Álasunds. Þeim kom varla dúr á auga alla leiðina, en hepnin var með þeim, því þeir tóku land í þoku. „Jeg hefi aldrei verið neinn sjer stakur trúmaður“, sagði hann, „en jeg held að æðri máttarvöld hafi hjálpað okkur, annars hefðum við ekki lifað til að segja þessa sögu“. Vinir og vandamenn voru hissa, er hann kom a,ftur. Þeir höfðu talið víst, að hann myndi ekki sjást fyr en að ófriðnum loknum, og margir voru þess fullvissir, að þeir myndu aldrei sjá hann fram- ar. En það var engum ^alikálfi slátrað, er þessi glataði sonur sneri heim. Fyrsta verk hans var að fá sjer dálítinn blund og síðan að útbúa báta sína án þess að vekja um of athygli og grun Þjóð- verja á því, hvað hann hugðist fyrir. Hann var í þrjá daga að und- irbúa brottför sína. „Jeg sagði engum að jeg væri á förum. Fólk kom hundruðum saman til mín og bauð mjcr hjálp og bað um að fá að fara með mjer. En jeg sagði öllum að jeg ætlaði ekki að fara aftur. Sagði að jeg þyrði ekki að fara með skip mín af stað nú, er Þjóðverjar hefðu náð borginni á sitt vald. Jeg sagði ekki einu sinm konu minni, að jeg væri á för- um“. „Vitanlega grunaði alla að jeg myndi læðast burt. Þjóðverjarnir skipuðu lögreglustjóranum að sjá til þess að jeg færi ekki af stað, en hann handtók mig ekki“. Seint á þriðja degi sagði vinur hans honum, að Þjóðverjar hefðu í hyggju að taka stærsta skipið hans til sinna þarfa og það átti að ske klukkan 10 næsta morgun. Hann beið þá ekki boðanna leng ur. Nú vissi hann hvað klukkan sló og um kvöldið fór hann á laun í skemmu sína með vjel- stjóranum sínum. Haún kvaddi engan, svo að ekki væri hægt að kenna neinum um, að þeir hefðu vitað um fyrirætlanir hans. Hon- um tókst að ná í veiðarfæri sín Það var komið fast að miðnætti, er þýski vörðurinn við höfnina hætti störfum. Gamli maðurinn og fjelagar hans hlóðu 300 smálesta skipið og annað minna skip. Það voru engin vandkvæði á því, að fá skipshöfn rneðal þeirra, sem voru niður við höfnina, því allir voru glaðir að komast undan dki nasista. Um miðnæturskeiðið sigldu skip in út úr höfninni með dálitlu milli- bili og stefndu til Færeyja. Það bar ekkert til tíðinda á þeirri leið. Það leið ekki á löngu þar til gamli maðurinn fór með skip sín til íslands, en þar hafði hann oft stundað veiðar frá því hann kom fyrst hingað til lands, árið 1914. „Jeg vildi óska að jeg hefði verið viðstaddur til að sjá fram- an í Þjóðverjana er þeir komust að því, að jeg hafði leikið á þá og komist burt með skipin mín“, sagði sá gamli brosandi. „Maður, sem jeg þekki og sem flýði frá Álasundi síðar, sagði mjer, að lög- reglustjórinn hefði komist í vand4 ræði vegna þess ag jeg komst burt. En lögreglustjórinn ságði þeim að hann hefði ekki haft hugmynd um að jeg hefði haft í hyggju að fara“. Hann hefir ekki heyrt eitt ein- asta orð beint frá fjölskyldu sinni í Noregi. Hinsvegar hefir hann frjett, að síðan hann fór að heim an hafi skemma hans verið klofin í tvent með breskri sprengju. „Jeg er kominn fast að 78. ár- inu núna“, sagði hann. „Jeg held varla að jeg geti farið aðra slíba ferð til Noregs niina, en jeg von- ast fastlega eftir að komast heim þegar þessu stríði er lokið“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.