Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 14
62 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hann pantaði teið. „Heyrðu elskan, jeg veit að þú ert reiður við mig“. „Jeg er það — frekar reiður“. „En þetta var alt saman mis- skilningur“. „Ert þú með brjefið frá mjer?“ Hann leit snöggvast á það og rjetti það síðan aftur, með köld- um svip. „Hvernig gastu misskilið þetta?“ „Þú heldur þó ekki, að jeg sje ánægð með þetta?“ Hún brosti ekki lengur og þó að hann elsk- aði hana mikið, gat hann ekki fengið af sjer að fyrirgefa henni — ekki ennþá. „Hvar varstu í gærkveldi?“ „Hvar heldurðu að jeg hafi verið?“ „Jeg reyndi að ná í þig í síma, en hann var í ólagi“. „Heldur þú að það sje líka mjer að kenna?“ „Og núna í morgun svaraði ekki“. „Þú hlýtur að hafa fengið vit- laust númer“. „Já, ætli það ekki“. Hann var farinn að mýkjast, en þá mundi hann eftir öðru. „Hefir þú verið að heiman um margar helgar?“ „Hvers vegna spyrðu að því?“ „Af því að húsfreyjan þín sagði það“. „Viltu að jeg segi þjer ástæð- urnar að öllu, sem jeg geri?“ „Auðvitað ekki — en þú hlýt- ur að skilja, að mig larigar til að vita það“. „Jeg hefi altaf sagt þjer það, þegar jeg hefi farið að heiman“. „Jæja“. Síðan var þögn. Hann var að velta því fyrir sjer, hvernig hann ætti að byrja, en hún byrjaði fyrst. „Það er alls ekki eins og við sjeum trúlofuð“. Hann þekkti vel þessa setn- ingu og hún gerði hann altaf ákaflega afbrýðissaman. „Ef þú átt við, að þú hafir engan trúlofunarhring, þá felst jeg á það. Ef þú átt við, að þú viljir ekki lengur giftast mjer, segðu það þá“. „Jeg átti ekki við það“. „Hvað í ósköpunum á þetta þá að þýða?“ „Uss! Við skulum fara heim til mín. Það er svo erfitt að tala saman hjerna“. „Já, við skulum gera það“. Hún tók í handlegg hans og hjelt fast í hann. Hvernig gat hann verið reiður við hana? Hvernig gat hann vantreyst henni? Tíminn var naumur núna. Hann mundi þurfa að fara með lest, sem færi snemma, svo að hann kæmi ekki of seint. „Við skulum fara með spor- vagni“. Hún hjelt sjer fast upp að honum og hvíslaði blíðlega: „Ertu búinn að fyrirgefa mjer?“ Hún sagði: „Jeg vildi óska, að þú þyrftir ekki að fara aftur í kvöld“. Hann brosti og kinkaði kolli. „Vildirðu það— er það satt?“ „Mjer finst þetta afskaplega leiðinlegt hvernig fór í gær. Jeg veit, hvað það hefir verið þýð- ingarmikið fyrir þig, sjerstak- lega eftir allar þessar vikur í leiðinlegum herbúðum". „Elskan mín, — hvað jeg elska þig mikið“. „En mjer hefir líka leiðst í kytrunum mínum“. „Bauð enginn þjer út?“ „Jú, en jeg fór ekki. Mig langaði ekki til þess“. Helena þagnaði og sagði svo: „Elskan mín, mig langar svo mikið til þess að kyssa þig“. Aldrei á æfi hans hafði spor- vagn farið svona hægt, aldrei höfðu fótgangandi mennirnir verið svona bjálfalegir, aldrei hafði vagnstjórinn frestað svona lengi hinu velkomna „kling- ding“, aldrei hafði verið kveikt á svona mörgum grænum ljós- um einmitt þegar sporvagninn kom að. Hann sá alt í einu það fyndna við ástandið, að vera altaf til skiftis reiður og undir- gefinn, og hann og Helena hlógu hátt og hún vafði fingur sínar utan um fingur hans. Þarna sáu þau að lokum hið vel þekta götuhorn þar sem þau ætluðu að fara úr vagninum, en þá þurfti ökumaðurinn einmitt að stöðva nokkra faðma frá því. Þau gengu fjörlega þessa faðma að horninu, en þá sáu þau það, sem gerði þau bæði hissa. Það lá reipi þversum yfir götuna, sem lokaði henni, og þar var skyldurækinn lögreglu- þjónn með hjálm á höfði á verði. „Hvað í fjandanum ,er nú þetta?“ sagði hann. Helena sagði ekkert. Hún greip fastar um handlegg hans. „Engum hefir verið leyft að vera í þessum húsum síðan klukkan hálf tíu í gærkveldi“, svaraði lögregluþjónninn, — „vegna sprengju, sem hjer hefir fallið, og er ekki sprungin enn!“ MYNDUN FORNRA STAÐANAFNA Framhald af bls. 5J. fjörðr, rangt Lönguhlíð fyrir Langahlíð og margar aðrar rangar myndir. 5./6. 1898. J . Þ. Þetta lögmál fyrir myndun fornra staðanafna hefirrektorJón Þorkelsson fyrstur manna fund- ið nú nýlega; að minsta kosti mun enginn annar hafa sett það fram fyrri. — Nú segja menn Breiðifjörður, Fagridalur o. s. frv. En leifar munu sumstaðar til vera enn af réttu myndunum fornu. Þannig ritar Gísli Kon- ráðsson: „alist upp á Langa- mýri“, „Halldórs bónda á Ytri- Langamýri“, „flytja sig á Langamýrar-hlutann" („Fjár- drápsmálið í Húnaþingi“). Vér rákumst fyrir fám dögum á þessar myndir hjá Gísla, og höfðum ritað þær hjá oss sem rangmæli. En nú lærum vér af grein Dr. J. Þ., að Gísli hefir .einmitt fylgt hér réttri mynd. Ritstj. [o: Jón ólafsson]. Nýja öldin I. 51. Rv. 18. júní, 1898. Bls. 201. „Systir þín er farin að læra að syngja, já, hvernig gengur henni? „Ágætlega, í dag gat pabbi í fyrsta skiftið tekið bómullina úr eyrunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.