Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 12
60 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 Frakklands og sigla síðan með ströndum fram til öruggrar hafn ar. En er kvölda tók þann dag kom sveit sverðfiska-flugvjela, gerði aðra skyndiárás og þrjú tundurskeyti hittu í mark. Tvö tundurskeytin ollu litlu tjóni, en hið þriðja hitti stýrið og gerði <t>að að verkum, að ekki var hægt að stýra skipinu rjett. Skipið sigldi stöðugt í hringi. Það var mikið um að vera. Riddarakross fálkaorðunnar var heitinn þeim manni, sem gæti gert við stýrið. Vjelarnar voru stöðvaðar og kafari fór fyrir borð. Hann gerði alt, sem í hans valdi stóð, en þegar Bismarck hjelt aftur af stað fór hann enn í hringi. Nú var hið skipulagða líf um borð truflað. Það heyrðust köll, óp og tilgangslaust ráp og hlaup um alt skipið. 1 miðjum þessum ruglingi bárust kaldhæðnisleg boð frá foringjanum Hitler: „Allur hugur vor er með hinum sigursælu fjelögum". 1 örvæntingu var reynt að stýra með skrúfum skipsins. En skipið sveigði frá einni hlið til annarar, eins og ölvaður maður. Klukkustund eftir miðnætti kom flotadeild breskra tundur- spilla út úr myrkrinu. Þeir hring snjerust kringum Bismarck eins og hundahópur í kringum særð- an björn. Við og við skutust þeir nær til að hleypa af tundurskeyti. Fleiri hólf urðu lek og fyltust af sjó. Manntjónið jókst. Foringi skipsins reyndi að gefa skipshöfninni aðra deyfingu. Til- kynningin var að þessu sinni ein- kennileg: „Snemma í fyrramálið koma dráttarbátar okkar til að- stoðar og 80 flugvjelar“. Nokkrir af skipshöfninni trúðu tilkynningunni. Luetjens trúði henni ekki. Hann sendi tilkynn- ingu til Hitlers: „Við munum berjast þar til síðasta byssukúla er notuð. Lengi lifi foringinn, yfirmaður flotans“. Að þessu loknu biluðu taugarn- ar. Það heyrðist úr herbergi hans að hann æpti í móðursýkiskasti: „Gerið það, sem ykkur sýnist, — það er úti um mig“. BISMARCK SEKKUR ORGUNINN eftir var þykt loft og nístingskaldur vind ur skóf upp löðrið á hafinu. Út við sjónbaug birtust stærstu skip- in í heimaflota Breta, Rodney og George V. Þau hófu skothríðina úr 16 þumlunga fallbyssum á um 25 km. færi, færðu sig síðan nær, þar til vegalengdin var orðin helmingi styttri. 16 þumlunga fallbyssukúla er 2100 (ensk) pund að þyngd, og fer hálfa mílu á sekúndu. I hvert skifti, sem kúla hæfði Bismarck, hristist skipið og skalf. En um stund varðist það og sendi frá sjer hverja kúlnahríðina af annari. En svo þraut vörnin, þegar kúla hæfði stýristæki skipsins. Þá var sögu Bismarcks lokið, sem orustuskips. Skipshöfnin hjelt áfram að berjast í einstaka fall- byssuturnum, sem hægt var að stjórna á staðnum, en skothríðin var marklaus. Rodney og George V færðust nær, þar til fjarlægðin var þrír og hálfur km. Þau sendu hverja kúlu í mark, með kerfisbundinni nákvæmni. Siglutrjeð var sund- urskotið og hjekk eins og hnút- flæktur vafningsviður, þar til kúla svifti því í sundur um ræt- ur þess og það fjell með miklum drunum á þilfarið. EldtUngur blossuðu upp um reykháfinn. Einn fallbyssuturninn hallaðist aftur á bak, byssurnar miðuðu upp í himininn. Ekkert skip hef- ir áður verið eins illa leikið, og haldist samt á floti. Nú brást kjarkurinn. Áhöfnin í einum turninum gerði uppreisn og tók á rás. Eftir augnabliks hik tók liðsforingi þeirra einnig á rás. í öðrum turni neituðu sjó- liðarnir að hlýða og liðsforingi þeirra skaut þá. Nú leið ekki á löngu þar til að skipið tók að hallast á bakborða og sjórinn fossaði inn um kúlna- göt og stálplötur, sem losnað höfðu frá. Hann flæddi um hvert þilfarið af öðru, sauð og vall um hið mikla völundarhús klefa og rangala. Sum skipshólfin einangr uðust og margir menn fórust, þegar vatnsborðið hækkaði upp undir loft. Aðrir brutu sjer leið upp undir bert loft, og fyltu alla ganga og stiga. Efsta þilfarið varð sannkallað víti. Göt opnuðust og fötin tætt- ust í sundur af völdum spreng- inga. Særðir menn og drengir lágu með óhljóðum og dauðir menn lágu um alt. Allur hinn dauðskelkaði lýður reyndi að komast aftur undir þil- far. En stigarnir voru þjettskip- aðir mönnum, sem voru að reyna að ryðja sjer braut upp, burtu frá hinu hækkandi vatnsborði, sem undir var. Þeir rjeðust hver á annan og fjellu úr stigunum í hópum. Þegar hjer var komið var skip- ið næstum komið á hliðina. Marg ir voru þegar komnir í sjóinn, aðrir lágu á fjórum fótum á svört um, gljáandi kinnungnym. Smátt og smátt hækkaði stefnið. Bis- marck hvarf í hafið, — stefnið fyrst. Bresku skipin færðu sig nær, til þess að hefja björgunarstarf. Um hundrað Þjóðverjar náðu í reipi, sem varpað var til þeirra, og voru dregnir um borð. En þá var tilkynt, að kafbátar væru á ferðinni, og Bretar vildu ekki láta koma að sjer hreyfingarlausum og hjeldu burtu. Þeir hurfu frá hundruðum Þjóðverjum, sem börðust um í vonleysi í sjónum. Mennirnir sem björguðust voru magrir og fölleitir, eins og þeir hefðu orðið að þola pyntingar mánuðum saman. Mörgum dög- um síðar, er þeir höfðu hvílst í rúmum og fengið hressingu, voru þeir enn utan við sig. Þeir mæltu varla orð, jafnvel ekki hver við annan. Einhver komst svo að orði, að þeir rifjuðu upp fyrir sjer þjóðsögurnar um Zombana, hina lifandi dauðu í Vestur-Ind- landseyjunum, sem eru á ferli sálarlausir. Það var meir en lík- amlegt áfall, sem þeir höfðu orð- ið fyrir. Trúin, sem líf þeirra hafði bygst á, var dauð, —: trúin á að þeir væru sjálfir ósigrandi. Fulltrúinn: Af hverju hlóguð þjer ekki að fyndni- forstjóransl Skrifstofumaðurinn: Það hefir enga þýðingu núna. Það er búið að segja mjer upp þann 1.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.