Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 4
52 LESBÓK 1Í0EGUNBLAÐSINS KVEÐJA flutt síra Jóni Norðfjörð Jóhannessen við burtför hans frá Staðar- prestakalli í Steingrímsfirði. neyðumst til að hverfa til hennar aftur. f takmarkalausri neikvœðis- stefnu er vesturlandið að afneita sjálfu sjer. Ekkert af því, sem einkennir oss mest og er oss helst til hróðurs, fær að vera í friði fyrir því sjálfpínandi argafasi, sem ólmast í sálum okkar. Bestu sjerkenni okkar eru höfð að skopi og vinsuð á burt, sem úrelt og „þvæld“. Ausið yfir þau ókvæðis- orðum, sem við ættum að roðna af blygðun yfir. Fortíðin er æru- laus. En lofköstum hlaðið á erki- skussa hinna síðustu daga. And- rúmsloft hugsana vorra er hrann- að af öskri andlegra geldinga. Raddir framtíðarinnar ? Boðber- ar um mátt og dýrð þess, sem koma skal? Nei, framtíðin er í því, sem við troðum undir fótum, í því, sem hætt er og fyrirlitið. Og ófrjó- semin birtist jafnan sem afneitun hins sjerkennilega, sem kvíðni gegn því að játa sjálfan sig og örðugleik örlaga sinna. Vesturlandið er í fylsta máta fylgjandi einstaklingshyggjunni í eðli sínu, hefir notað einstaklings hyggjuna sem voldugt menning- armeðal og á blómatímunum sýnt þessa tilhneigingu afdráttarlaust. Hvað okkur snertir, þá er hægur- inn hjá að lesa um þessa skýlausu afstöðu í íslendingasögunum eigi síður en í lýsingum endurfæðing- artímabilsins. En þó fegurst og glæsilegast hjá hinum alkunnu fulltrúum okkar bestu andans menta, sem lýsa okkur betur en nokkuð annað, og sem okkur virð ist hafa yfirbragð mannsandlits- ins — hins vesturlenska manns- andlits. Einstaklingshyggjan er okkur blátt áfram hið eðlilega lífs- loft. Þess vegna eru hinar hat- ramlegu árásir á þana talandi tákn um uppgjöf samtíðarinnar. Saman við öskur afturhaldsstóðs- ins blandast auðsveipinn hátíðleik ur andstæðu útfylkingarinnar, og báðir aðilar eru jafn sannfærðir um, að Ráluhjálp okkar sje fólg- in í útrýmingu einstaklingshyggj- unnar. Kórvilla menningar okkar sje sú, a$ hún hafi verið reist á grundvelli einstaklingshyggjunn- ar. Að hún hafi bygt á sjerkenn- Að kveðja væna vini það vekur trega-kend og milli heitra huga eru heilla-skeyti send. Voru, eru og verða vinir, gjarnan meir. En altaf er sama sagan að síðast kveðjast þeir. Og svona er það einnig með okkar heiðurs-gest. Við komum hjer að kveðj’ann vorn kæra sóknarprest. Sem brottu flytur frá oss í fjarlægð óra veg, en eftir sitja og sakn’ans í samhug, þú og jeg. Hingað langar leiðír lágu prestsins spor. Hann kom með sterkan starfshug að starfa meðal vor. Hann þráði sól að senda í sálu hvers eins manns og Drottinn ljeði ljósið á leiðir boðberans. Hann átti innri gleði og auð af kærleiks lund og við hans eigin arinn var yndi hverja stund. Þar átt’ann gull sem glóði og gylti lífsins braut. Geisla af guðdóms mildi sinn göfga förunaut. Því var hann vinur góður og vildi ætíð best, að hugga, gleðja og græða gladdi hugann mest. Og hvar sem lagði hann leiðir var ljett í kringum hann því gleði hans gladdi aðra og glæddi kærleikann. Af alhug þjer við þökkum þitt starf á meðal vor og munum lengi muna þín mörgu heilla-spor. Þig kveðja af sönnum samhug sóknarbörnin þín, en meðal þeirra máttug þín minning göfug skín. xVið hyllum hetju-prestinn við hyllum göfgan hlyn við hyllum heiðursgestinn við hyllum kæran vin. Við óskum gjarnan eiga aftur með þjer fund. Þig gevmi Guð og leiði og gæti hverja stund. Jör. Gests. um, sem hjálpuðust að því að skapa hana. Væll nútímans er ekki eins samróma um neitt og um þetta. Jafnvel skáldalistin, sem ætti að verða síðust til að halda slíku fram og sem ætti að skilja, % ( að á þessum tímum múgsefjunn-: ar er einstaklingshyggjan sterk- asta vörnin, reynir að raula með — jarmar góðlátlega, eins og hún altaf gerir þegar eitthvað kemur^ fram, sem hln getur að fullu*1 tileinkað sjer. — Ef það er þá ^ hægt að kalla skækju nútíma-fi gjálfuryrðanna skáldlist". * f framhaldi af þessu segir svo: ' „Kærleikskenningin og hin ein-^ • földu, háleitu orð hennar munn|. ávalt lifa, þau kúguð sje og henni^ afneitað. Hún tilheyrir mannlífs- heiminum, er nátengd manneðlinu, og af henni mun hvert virkilegt vor í æfi ættarinnar skjóta frjóöng um. Hún mun fylgja okkur til loka tilverunnar, því að hún er hið mesta og dýrmætasta". „Framtíð okkar er í fortíð okk- ar“ er setning eftir Lágerkvist, sem oft er vitnað til. Hún á líka við skáldskapinn. Það sem við fyrst og fremst þurfum hjer á norðurlöndum er ekki rithöfundar sem fíknir eru • höfundargengi, heldur skáld, sem gegna köllun sinni og taka afleið- ingunum af því, og boða sinn sau» leika, jafnvel þó hann brjóti í bága við „almenningsálitið“. Skáldið á að vera spámaður vorra tíma — vera sterkur maður með hyldjúpa sál, sem orðið geti talfæri raddar hins hæsta. Og líti maður í hugskoti sínfl beinan og sterklegan mann, með augu þar sem stolt hins frjálsa of? auðmýktin gagnvart undrum lífs- ins mætast og mynda dýpt, þá þekkir maður hina óbrotnu hug' sjón sem á heima á norðurlöndum og merki sem norrænn skáldskap- ur á að halda hátt á lofti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.