Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS l 54 Myndun staðaheita Eítir Benedikt Sveinsson f Morgunblaðinu 25. febrúar * þ. á. spyr „áhugasamur les- andi“, hvernig nafnið Ljósafoss sé til orðið. Kveður blaðið sig eigi hafa svar við því á reiðum höndum. Þarf þó eigi í grafgöt- ur um það að fara, hversu það er til komið. Nafn fossins er dregið af inu ljósa eða bjarta yfirbragði hans. Er það saman sett af lýsingar- orðinu ljós og nafnorðinu foss, eftir föstu lögmáli tungu vorr- ar, er fram kemur jafnt í ör- nefnum sem almennum nafn- orðum, er saman eru sett af lýs- ingarorðum og nafnorðum. í heitinu Ljósafoss er fyrri hluti nafnsins óbeygjanlegur stofn lýsingarorðs, eins Og hann kemur fram í þolfalli eintölu í öllum kynjum, en síðari hluti er nafnorðið foss, sem tekur beyging að venjulegum hætti nafnorða. Nafn fossins er því eigi dregið af fleirtölu nafnorðsins ljós (eignarf. flt. Ijósa), þótt sumir hafi ætlað, að svo væri, vegna þess, að bæði orðin, lýsingarorð- ið og nafnorðið, eru samstofna, og eignarfall fleirtölu af nafn- orðinu er eins og stofn lýsingar- orðsins. Ðr. Jón Þorkelsson rektor hefir gert glögga grein fyrir lögmáli því, er gildir um slíka myndun staðaheita, í örstuttri ritgerð, er birtist í Nýju öldinni I. 51, bls. 201, Reykjavíkl8.júní 1898, og endurprentuð er við lok þessarar greinar, ásamt eft- irmála ritstjórans, Jóns ólafs- sonar. Mörg eru staðaheiti í landi voru samkvæm lögmáli þessu, og önnur samsett nafnorð af þessu tagi í tungunni nær ótelj- andi. Sum þeirra eru daglega á hvers manns-vörum, svo sem: hvítasykur, fastanefnd, svarta- myrkur, nýjaleikur (á nýjaleik, síðar stundum: á nýjan leik), nýjabrum, lausamaður, lausa- skuldir, rammagaldur, svarta- galdur, sætabrauð. Mætti svo lengi telja. Staðaheiti eru og mjög kunn, svo sem Brattavöll- ur, Brattagata, Flatatunga, Hvítadalur, Svartagil, Rangagil, o. s. frv. Víst er um það, að mörg þessi orð hafa verið rangfærð í með- förum á inum síðari tímum, einkum staðaheitin, svo sem þeir dr. Jón Þorkelsson og Jón Ólafs- son taka fram. Þó hafa mörg haldizt óbrengluð til þessa. En dæmi eru þess, að aðkomumenn, er fengizt hafa við fræðslu, hafa átt nokkura sök á því, að forn nöfn færðust úr réttum skorð- um,— átalið menn fyrir forna og rétta meðferð orðanna, en kent ranga. Dæmi slíks hefir kunn- ugur maður sagt: — Bær nefn- ist að Votamýri austur á Skeið- um. Á öðrum tugi þessarar ald- ar kom barnakennari þar í sveit. Börn sóttu kennsluna „frá Vota- mýri“, að þau sögðu. Þetta „leið- rétti“ kennarinn, og kvað rétt að segja „frá Votumýri“. Ekki veit eg, hvort tekizt hefir í þetta skipti að uppræta inn rétta framburð, er haldizt hafði frá landnámstíð. Hitt er einsætt, að bregða aftur á forna mál- venju, þótt tekizt hefði að hnekkja henni í svip. Ofmörg dæmi eru tiLsamskon- ar rangfærslna, sem fram eru komnar vegna ónógrar þekkingar þeirra, sem hagga gömlu mál- fari. Grein Jóns rektors Þorkelsson- ar mun nú flestum ókunn eða í fyrnd fallin. Þó orkaði hún miklu, er hún kom út, og fékk t. d. snúið til rétts vegar meðferð staðaheita í nafnaskrám Forn- brjefasafnsins og íslendinga- sagna (í útg. Sigurðar Kristjáns- sonar). Flestöll þessi nöfn eru röng í nafnaskránni aftan við fjögur fyrstu bindi Fornbréfa- safnsins, er út komu í Kaup- mannahöfn, þótt rétt vœri í bréfunum sjálfum, en í fimmta bindi safnsins, er út kom í Reykjavík 1902, er rétt með þau farið í nafnaskránni og jafnan síðan. Veðurstofan hefir og t. d. jafnan haft ina réttu orðmynd Breiðafjörður í veðurfregnum sínum, þótt in ranga orðmynd væri áður orðin nokkuð algeng í ritmáli og jafnvel komin í landabréf. í inum fyrri prentuðu jarða- bókum eru sum jarðaheiti af þessu tagi úr lagi færð, en það hefir alt verið leiðrétt í fast- eignamatsbókinni 1932, enda hafði dr. Páll Eggert Ólason stjórn útgáfunnar með höndum. Benedikt Sveinsson. ★ Myndun fornra staðanafna. Á er inn fyrri hluti nafns- ins var viðlagsorð [= lýs- ingarorð] og inn síðari nafn- orð, er hófst á samhljóðanda, var inn tvíkvæði stofn viðlags- orðsins settur framan við, t. d. stofninn fagra í Fagradalr, Fagrabrekka, Fagranes; en ef síðari hluti orðsins hófst á radd- staf, var inn fyrri liður orðsins einkvæður, t. d. Fagrey, Langá, Rangá, Þverá. Nú eru menn farnir að hugsa sér þessi sam- settu orð sem tvö orð og eru þannig fram komnar inar röngu orðmyndir Breiðifjörður, Langi- dalur (= Breiði Fjörður, Langi Dalur) í stað inna réttu : Breiða- f jörður, Langadalur. — Á sama hátt sem Breiðaf jörður eru mynduð í fornmálinu orðin hvítabjörn, Hvítakristr, hvíta- sunna, hvítaváðir. Fyrri hluti þessara orða heldst óbreyttur. sem Fagra í Fagradalr. Sum ís- lenzk bæjanöfn halda enn inni fornu mynd t. d. Breiöabólstaður- (eigi Breiðibólstaður) ,önnur eru aflöguð t. d. Langidalur fyrir Langadalur. 1 pafnatalinu aftan við Sturlunga sögu hefir Guð- brandur Vigfússon rétt Breiða- Framh. á bls. 62

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.