Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59 að það var hægt að sökkva þýsk- um skipum alveg eins og öðrum skipum. Hann var rólegur og dug andi foringi, þýskur sjómaður«f gamla skólanum frekar en öfga- fullur flokksmaður. En yfirmaður hans var nasisti nasistanna. Gunther Luetjens var ekki hár í loftinu — en hann bætti það upp með illúðlegu augnaráði og ofsafullu skapi. Hann var tilfinninganæmur yfir- maður, sem æsti menn sína upp. Hitt vissu skipsmenn hans ekki, að hann átti til að fá þunglyndis- köst. 2400 M.ANNA SKIPSHÖFN Hugrekkið hafði verið á háu stigi um borð, þrátt fyrir að þröngt var um menn. Fyrir utan liðsforingjaefnin og venjulega skipshöfn voru nokkur hundruð aukamenn um borð, þannig að alls voru um 2400 manns um borð. Mannahíbýli voru síst of rúm fyrir venjulega skipshöfn. Skipsrúm, sem í öðrum skipum fer í mannahíbýli, var í þessu skipi notað til að auka bryn- vörn, nákvæm hólfaskifting í skipinu. Skipshöfnin svaf fram í, í hengirúmum, sem hjengu þjett saman. Eldri liðsfor- ingjar höfðu herbergi aftur á og voru fjórir saman í smá- herbergi. Matsalirnir voru ljós- litlir og loftillir. En öllum var Ijóst, að þessi óþægindi voru nauðsynleg vegna aukins styrk- leika. Alveg eins og byssur fyrir smjör. Skipshöfnin á Bismarck hafði bollalagt mikið um það, hvert þeir væru að fara. Flestir hjeldu að verið væri að fara í víking gegn breskum kaupförum, álíka og þeim, sem Luetjens hafði stjórnað með svo miklum árangri með Scharnhorst og Gneisenau. Viðbótaskipshöfn gat bent til þess, að hún ætti að vera til taks tií að hertaka skip. Sumir höfðu heyrt, að Bismarck væri á leið- inni til að hertaka Azoreyjar fyr- ir Þjóðverja. Enn aðrir lýstu því yfir, að verið væri á leiðinni til Kyrrahafsins til að ganga í lið með japanska flotanum. En það var ólíklegt — hitabeltisfatnaður hafði ekki verið tekinn með. Nú var loks Ijóst, hver tilgang- ur hafði verið. Skipið hafði ver- ið sent til að sökkva Hood. EINIR OG YFIRGEFNIR • IGURVÍMAN hlýtur ein- hverntíma að renna af mönnum. Hinn óhjákvæmilegi afturkippur kom strax næsta dag. Prinz Eugen hjelt heimleið- is. Það hafði kólnað í veðri og dimt í lofti, með snjókomu, slyddu og mistri. Fæstir þeirra, sem voru um borð í Bsmarck, þektu af eigin reynd víðáttu hafs- ins. Þeim varð ljóst, og þeir voru orðnir einir og langt frá heima- landinu. Loks var þeim ljóst, að það var setið um þá. Fyrir sunnan suður- odda Grænlands, um morguninn þann 26., heyrðist í flugvjel. Bráðlega sást Catalina-flugbátur milli skýjanna, svo að segja beint yfir skipinu. Hver einasta loft- varnabyssa um borð fór af stað. Það var ægileg skothríð, og flug- vjelin hvarf. En skömmu seinna sást önnur á verði. Skipshöfn- inni fanst eins og langir hand- leggir væru rjettir út eftir skipi þeirra. Orðrómur, sem vakti ókyrð, barst um skipið. Það hafði lent í orðasennu milli Luetjens og Lin- demanns kapteins. Það hafði heyrst gegnum lokaðar dyr, að flotaforinginn hafði hrópað reiði yrði. Lindemann hafði látið í ljósi þá skoðun, að Bretar myndu nú beina öllum flotastyrk sínum að skipinu. Að þeir myndu ekki vera rólegir fyrri en þeir hefðu náð Bismarck. Hann kvatti flota- foringjann til að halda heimleið- is strax. Luetjens neitaði þessu reiði- lega. Hann tilkynti skipshöfn- inni, að hann myndi leiða hana til nýrra sigra. Skipshöfnin ljet fögnuð sinn í ljósi og leið miklu betur. Samt sem áður fóru menn að horfa löngunaraugum út að sjóndeildarhringnum í von um aðstoð. Það var ekki hjálpin, sem kom næsta dag. Það heyrðist fyrst suð, eins og í bíflugnahóp, og sveit flugvjela birtist — Sverð- fisks-flugvjelar hins konunglega flota höfðu fundið bráð sína. Hver á eftir annari steyptu þær sjer niður að sjávaryfirborði, sleptu tundurskeytum sínum og flugu á brott. Vatnsstrókarnir stóðu hærra en möstrin og skipið hristist stafna á milli. Þeir, sem gæta áttu að, hvort tjón hefði orðið, fundu að sjór var kominn » í eitt skilrúmið. Það var ekki hættulegt tjón, en virtist þó hafa alvarleg áhrif á Luetjens flotaforingja. Senni- lega hefir hann um leið fengið fregnir af því, gegnum útvarpið, að Bretar væru að safna liði til að fara gegn honum. Það gat hæglega haft þær afleiðingar á mann með hans skapferli, að sig- ursæla hans snerist til örvænt- ingar. Hann kallaði skipshöfnina og hjelt einkennilega ræðu. Hann sagði, að Bismarck myndi verða neyddur til að leggja út í orustu. Hann sagðist vonast til að kaf- bátar og flugvjelar kæmu til að mæta árás Breta. Ef ekki, þá myndi Bismarck að minsta kosti taka meira en eitt óvinaskip með sjer á hafsbotn. „Menn, munið eið ykkar; verið trúir foringjan- um til dauðans". Ræða þessi hafði niðurbrjót- andi áhrif á hina ungu menn. Þeim hafði verið sagt, að þeir væru ósigrandi, og að ekki væri hægt að sökkva skipi þeirra. Nú, alt í einu, var farið að tala um að. deyja! Til þess að bæta fyrir skyssu foringja skipsins var tilkynning send til skipshafnarinnar. í til- kynningunni var sagt, að hjálp væri á leiðinni.Floti kafbáta væri á leiðinni; flugvjelar einnig á leiðinni — bráðlega myndu 200 flugvjelar birtast. Það er líklegt, að þessi tilkynn- ing hafi verið tilbúningur einn. En skipshöfnin trúði henni. Allir komust í betra skap. Allan dag- inn rýndu menn út í sjóndeildar- hringinn. BISMARCK LASKAÐ Eftir orustuna við Hood hafði Bismarck siglt í suðvestur og síð- an í suður. Núna, þremur dögum eftir orustuna, var stefnt á Finis- terre í von um að ná til stranda

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.