Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Qupperneq 4
116
LESBÓK MORGUNBLA'ÐSINS
iðleikum bundið að fá viðun-
andi hljóðfæri í kirkjuna og
urðu um skeið nokkur mistök
hjá söfnuðinum í því efni. En
að lokum tókst, rnieð tilstyrk
Kvenfjelags safnaðarins og
ríflegum samskotum safnað-
armanna o. fl., að fá ágætt
hjóðfæri í kirkjuna. Er það
harmonium, er kostaði nálægt
12 þúsund krónum. Það er með
fótspili og 28 registrum. Mun
það vera stærst þeirrar teg-
undar hjer á landi. Var það
keypt í kirkjuna árið 1933,
fyrir milligöngu Elísar Bjarna-
sonar kennara í Reykjavík.
Auk þess á kirkjan ýmsa
verðmæta og góða gripi, svo
sem: Altaristöflu, er sýnir
mynd af Kristi. Hefir Ágúst
listmálari Lárusson málað
hana. Umgerð er um altaris-
töfluna, mjög sjerkennileg og
fögur. Mun í engri kirkju hjer
lendri vera um svipaðan um-
búnað að ræða um altaristöflu.
Er umbúnaður þessi' smíðaður
af Guðmundi Einarssyni trje-
smíðameistara í Hafnarfirði,
eftir fyrirsögn og teikningu
fríkirkjuprestsins sr. Jóns Auð-
uns. Nýlega var kirkjunni gef-
in stór og fögur eftirmynd af
hinu fræga málverki Rafaels,
Madonna del cedia. Er mynd-
in í vönduðum ramma. Gef-
andinn vill ekki láta nafns síns
getið. Skírnarfontur kirkjunn-
ar og prjedikunarstóll eru
skrautmálaðir eftir safnaðar-
konuna frú Jóhönnu Davíðsson
og þykir það gert af mikilli
list.
Kirkjan á tvennan skrúða,
fjölubláan, sem notaður er um
föstutímann árlega og purp-
urarauðan, sem notaður er alla
aðra tíma við messugerðir. Alt-
arisdúkinn hefir gert ungfrú
Fetrína Halldórsdóttir, hann-
yrðakennari, og er hann talinn
eitt af fegurstu verkum þeirr-
ar tegundar. Tvenn tjöld á
kirkjan, sem höfðu eru fyrir
kórdyrum, önnur hvít en hin
rauð og eru þau notuð til skift-
is, eftir því sem þykir við eiga.
Ennfremur á kirkjan 6 altaris-
stjaka og tvo háa stjaka, til
þess að stnda á gólfi. Eru all-
ir þessir stjakar sjöarmaðir.
Auk þess á kirkjan nokkrar
súlur, er ljósastjakar eru látn-
ir standa á, svo og 4 blómstur-
vasa. Loks á kirkjan fagurt
reykelsisker. Munir þessir eru
allir hinir veglegustu.
Eins og áður er getið eru 4
ljósahjálmar í kirkjunni, gerð-
ir úr glerkristöllum. — Tveir
þeii-ra eru stórir og hanga í
miðskipi kirkjunnar, en hinir
eru minni og er annar þeirra
í kór en hinn hangir yfir söng-
palli.
Loks á kirkjan fagurlega
gerðan kaleik úr silfri og ob-
látudisk úr sama efni. — Voru
munir þessir gefnir kirkjunni
af safnaðarkonunni, frú Sól-
veigu Benjamínsdóttur 1 Hafn-
arfirði til minningar um eigin-
mann hennar, Eirík Jónsson og
þrjá syni þeirra hjóna, Benja-
mín, Bjarna og Jón Ágúst, er
allir fórust í sjó.
Gólfteppi er á öllu kórgólfi
og tepparenningar á göngum
kirkjunnar.
Eins og fyr segir tók síra
ólafur ólafsson fríkirkjuprest-
ur í Reykjavík við forstöðu
safnaðarins strax í upphafi og
þjónaði honum til ágústloka
árið 1930, eða 1 rúmlega 17 ár.
Messaði hann annan hvern
sunnudag auk kvöldsöngva og
hátíðamessugerða. Hann rækti
prestsstarf sitt fyrir söfnuðinn
af mikilli samviskusemi og al-
úð. Þar sem hann var búsett-
ur í Reykjavík og samgöngur
erfiðar áður en bifreiðar komu
til sögunnar. Var oft örðugt
fyrir hann, þá aldran orðinn,
að rækja starfið. En hann ljet
aldrei veður nje ófærð hefta
för sína, enda var líkamlegu
atgerfi hans; eigi síður en þvl
andlega, viðbrugðið.
Er síra Ólafur ljet af störf-
um fyrir söfnuðinn, kvaddi
söfnuðurinn sjer til prests cand.
theol. Jón Auðuns frá ílsafirði.
Var hann valinn samkvæmt
safnaðarlögunum, með þeim
hætti, að stjórn safnaðarins,
ásamt 4 þar til völdum mönn-
um úr söfnuðinum, samdi við
hann að taka að sjer prests-
þjónustustarfið og var sú ráðn-
ing samþykt á lögmætum safn
aðarfundi. — Var hann síðan
vígður til safnaðarins af bisk-
upi, dr. Jóni Helgasyni, þann
17. ágúst 1930.
Síra Jón Auðuns er fæddur
á ísafirði 5. febrúar 1905. Er
hann sonur Jóns Auðuns Jóns-
sonar, fyrv. alþingismanns, og
konu hans, Margrjetar Jóns-
dóttur.
Stúdentsprófi lauk hann vor-
ið 1924 og guðfræðisprófi vor-
ið 1929. Var hann*síðan eitt ár
við framhaldsnám við háskól-
ann í Marburg í Þýskalandi.
Síra Jón Auðuns settist að í
Hafnarfirði um sama leyti sem
hann tók við prestsþjónustu-
starfinu, eða í ágústlok 1930,
eins og fyr segir. Var þá litlu
síðar hafist handa um að reisa
honum hús til íbúðar. Er þess
nánar getið síðar í frásögn um
stofnun og starf Eræðrafjelags
safnaðarins. ’
Síra Jón Auðuns er gáfaður
maður, frjálslyndur í skoðun-
um og mjög snjall ræðumaður.
Er hann mjög vel látinn í söfn
uðinum. Hefir hann rækt prests
þjónustustarfið með ötulleik og
alúð og látið sig miklu skifta
velgengni safnaðarins. Tekið
hefir hann jafnan virkan þátt
í öllu því, er söfnuðinum mátti
til gagns verða í öllum efnum.
Sjerstaklega hefir hann látið
sjer hugarhaldið um kristin-
dómsfræðslu ungmenna safn-
aðarins og stutt ötullega að
því,.^ að kirkjuhúsið og allir
munir þess væru að útliti og
í því ástandi, er samboðið væri
hinu göfuga hlutverki kirkj-
unnar. Hann kvæntist í febrú-
armánuði 1937 ungfrú Dag-
nýju Einarsdóttur kaupmanns
Þorgilssonar í Hafnarfirði.
1 marsmánuði s.l. fluttu þau
hjón til Reykjavíkur þar eð sr.
Jón hefir tekið að sjer forstöðu
Frjálslynda safnaðarins þar og
þess utan starf við Þjóðskjala-
safnið.
Á stofnfundi safnaðarins 20.
apríl 1913 voru kosnir í stjórn
hans. þeir: Jóhannes J, Reyk-