Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 4
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS aðstoðarmgðurinn honum erfiðust raunin. Brjef Ilarboes hera það með sjer, að skaplyndi Jóns Þorkels- sonar hefir kvalið hann ósegjan- lega. Ilann yerður að biðja Guð' heitt og innilega að gefa sjer styrk og þolgæði gagnvart þessum erfiða manni. Og aðalágreiningsmálið var það, að Jón vildi láta Harboe beita valdi sínu óvægilega við íslendinga. Enginn vafi er á, að llarboe hefði getað beitt mestu harðneskju ef hann hefði viljað. Svo mikið traust hafði hann bak við sig í Dan- mörku, að fallist hefði verið á ná- lega hvaða ráðstafanir, sem hann hefði gert. En það var ekki vilji þessa post- ullega og elskulega manns. AUt átti að vinna með góðu, með því að laða og leiða. Tókst honum jafnvel að milda skpp Jóns Þorkelssonar og tókst með þeim hin mesta viuátta. Og þó urðu stórbokkar varir við það, að hinn ljúfi maður gat verið eins og harður klettur, ef í það fór, því að skapið var stórt, þó að það væri tamið til kristilegs kærleika. VIT. IIARBOE hjelt brátt fund með klerkum norðanlands. En næsta sumar, 1752, hóf hann yfirreið um biskupsdæmið, stefndi prestum og öðrum saman við höfuðkirkju hvers prestakalls, átti tal við menn og yfirheyrði presta o. s. frv. Kynntist hann öllu mjög nákvæmlega. Ilann lærði þegar í upphafi íslensku furðu vel, og hvar sem hann kom, ávann. hann sjer ást og virðingu góðra' marma. En ástandið þótti honum illt víða, og sjerstaklega þótti honum prest- ar áhugalitlir og illa að sjer. Ekki fáir voru beinlínis gallagripir sakir drvkkjuskapar eða annara lasta. Er það vitni um mildi Harboes, að ,hann vjek ekki prestum þessum frá embætti ef nokkur átylla var til þess að lát þá vera og revna að styðja þá til betrunar, Svo var t..d. ef söfnuður bað innilega fyrir prest sinn eða ef prestur sýndi áhuga og einlæga viðleiíni þó að hæfileikar væru litlir. Einna átakanlegast er þó dæmið um það, er Ilarboe hitti sjera Þorvarð á Ivvíabekk. llann var drykkfeldur í meira lagi, en það var sá löstur, sem Harboe þótti einna lakastur, sjerstaklega vegna þess bve m&rgir ]>restar áttu þar hlut að. Fór Ilarboe og heimsótti sjera Þorvarð. En þegar til kom fann ITarboe svo hlýtt hjarta, svo sterka trú og mikinn manndóm ineð sjera Þorvarði, að hann mátti ekki heyra honum hallmælt. Tvö sumur, 1742 og 1743, reið Ilarboe yfir Norðurland, og hafði ]>á lokið því starfi þar. Hafði þá • og Jón biskup Árnason andast svo að nú lá beint við að taka það biskupsdæmi fyrir. Hjer var þó allt anuari aðferð' beitt og lágu til þess margar orsakir Biskupsstjórn Jóns Árnasonar og Vídalíns hafði verið öll önnur en þeirra Björns Þorleifssonar og Steins, tími Ilarboes var og á þrot- um. ITafði upphaflega verið gert ráð fyrir tveggja ára starfi, en nú voru tvö ár liðin og aðeins einum þriðjungi landsins lokið. Og auk ]>ess hafði Harboe nú verið veitt Þrándheimsbiskupsdæmi. Varð því að hraða ■ starfinu sem mest. AÐKOMAN í Skálholt i varð næsta ólík því, er verið hafði á Hól- um tveim árum fvr. Bæði var nú álit orðið annað á Harboe og starfi hans, og svo var ólíkuu samán að jafna. Þegar eftir komu Harboes til ísla_nds fór Jón biskup að búa sig undir komu hans, panta timbur til þess að gera góða stofu handa honum o. s. frv. Tlarboe hagaði nú störfum svo, að hann stefndi saman prestum og öðrum úr heilu prófastdæmi, og hjelt þar mikið þing með spurning- um og skýrslugerðum. Eru því skýrslurnar með allt öðru sniði úr Skálholtbiskupsdæmi, og þær meira miðaðar við umsagnir prestanna, en reynslupróf þeirra Harboes. Var fyrsta ferð llarboes um Skálholts- biskupsdæmi sumarið 1744, heldur « en ekki viðburðaríkt, því að hann hjelt þá frá Hólum austur í Norður- Múlasýslu og svo allan hringinn suður um og vestur til Skálholts. Kom hann þangað um haustið og stefndi til sín í Skálholt prestum og öðnim úr Rangár.valla-, Árnes- og Kjalarnes prófastsdæmum. Næsta vor fór hann til Vesturlandsins og lauk því svo tímanlega, að þeir fjelagar gátu stigið á skip og hald- ið af landi brott í ágiistmánuði 1745. Var þá svo umskift/að lands- mönnum flestum fannst sem góður engill hefði yfirgefið þá, er Har- boe fór alfarinn. IX. IIARBOE var sagnfræðingur í fremstu röð þeirra, er Danir hafa átt. Tók hann sig þegar til, er hann kom að Hólum og fór að rannsaka skjöl „stiftkistunnar" eða biskups- dæmisins. En þar var sama upp á teningnum eins ,og í öðrum efnum. Skjöl og skilríki voru á rúi og stúi, öll rugluð og sum skemmd eða alveg týnd. Til dæmis voru öll innkomin stjórnarvaldabrjef frá tíð Steins biskups horfin, og er það varla einleikið. Harboe raðaði þessum skjölum eftir því sem honum vanst timi til og tók 'nú að safna til sögu sið- bótarinnar á íslandi. Ritaði hann um hana í tímarit sem hann stjórn- aði ásamt öðrum ságnfræðingum merkilega ritgerð, þó að til bóta stæði um ýmislegt. , Þá vann Harboe mjög að því að efla fræðslu í landinu, einkum prest anna og unglinganna, svo og glæða kirkjulífið. Reyndi hann að bæta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.