Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
185
Engiu lifandi vera veit hvað það
var sem stöðvaði verkið í grjótnám-
unni, eða hvað olli því, að öll önn-
ur spor þessarar sjerkennilegu þjóð-
ar þurrkuðust út. Það verður vafa-
laust óráðin gáta til Ragnarökkurs.
En cf dæma á eftir íitliti vinnu-
stöðvarinnar, hlýtur reiðarslagið að
hafa skollið á skyndilega. Ef til
vill h'efir það vcrið hnefi höfuð-
skepnanna, sein reiddur var að
cynni — eða var það ægileg far-
sótt, Svartidauði þeirrar þjóðar,
sem gjöreyddi fólkinu? Einnig get-
ur verið, að óvinir hafi að óvörum
liellt sjer yfir þessa glöðu og list-
hneigðu eyjarskeggja, farið um
eyna með báli og brandi og haft
sig síðan á brott aftur sjáandi það,
að hún var ekki girnileg gjörð af
náttúrunnar hendi. Þá hafa þeir
haldið leit sinni áfram eftir gróð-
ursælli jörð en svörtum hraunbreið-
um.
Ennfremur er því til að dreifa,
að þjóðirt hafi smárn sanian dáið
út á þann hátt, að eftir hafi lifað
nóg af listamönnum til þess að
höggva myndstytturnar uppi í grjót
námunni, en að skort hafi nægan
mannafla til þess að flytja ber|-
i-isana á sína staði. Hinar mörgu,
fullgjörðu styttur i námunni benda
til þessa, og munnmæli, sem enn
Jifa meðtil þeirra Suðurhafsbúa. er
á vorum dögum lifa á Páskaey,
styðja einnig þann möguleika.
★
ÍBÚARNIR segja svo frá, að hið
eina afl, sem megnaði að flytja
myndirnar, hafi verið eldgömul tröll
kona sem hafði þann starfa að mat-
búa handa þeim, senr unnu í grjót-
námunni. Dag nokkurn, er hún var
stödd hinumegin á eynni, fundu
nokkrir steinhöggsmannanna stór-
an og fallegan humar niðri í s.jáv-
armáli. Þeir suðu hann og átu áður
en sameining matreiðslukonunnar
og burðardýrsins kom aftur. En
þeir gleymdu bölvaðri skelinni! —
Kerling sá hana og varð svo æt' af
því að vera þannig snuðuð um lost-
ætið, að hún lagði samstundis svo
á, að fjöldinn af styttunum skyldi
falla um. Eftir þetta fjekkst hún
heldur ekki til að halda áfram þess-
um tröllslegu flutningum. — Það
er staðreynd að flestar stytturnar
eru fallnar og að engin þeirra er
í sinni upprunalegu stillingu, en
vísindin segja, að ástæðan til þess
muni fremur vera öflugir jarð-
skjálftar, heldur cn móðgun og
hefnd kræsinnar tröllkerlingar. —
Það leit svo út að lausn þessarar
gátu væri í nánd. þegar amerískur
sjóliðshöfuðsmaður fann, árið 1866,
trjekylfu með merkilegu og áður
óþekktu myndletri, og flutti það
heim í Þjóðminjasafn Bandaríkj-
anna. En á kvlfunni, seni enn má
s.já á sínum stað í safninu, hvílir
enn mikill leyndardómur. Engum
hefir tekist að lesa rúnirnar, sem
e. t. v. hefðu getað lyft hulunni
Jj'á leyndardómi Páskaeyjarinnar.
Eins og áður er sagt er að finna
um 600 stórar styttur víðsvegar
um eyna og 250 legstaðir hafa þeg-
ar fundist. Þar skortir því ekki á
verkefni fyrir vísindamennina, en
ekki hefir enn tekist að finna þá
mjóu smugu, sem fara mætti eftir
gegnum aldirnar og myndað gæti
tengslin við þá dularfullu þjóð, sem
hefur reist sjer svo einstæða minnis-
varða á einum ysta hjara veraldar,
án þess að skilja eftir nokkur önn-
ur spor.
Komii þessir menn úr austri, frá
meginlandi Suður-Ameríku, eða
komu þeir úr vesturátt, frá cin-
hverri smáeynni í Kyrrahafi? Þnð'
veit enginn, og steinlíkönin stóru
eru þögul. Þau stara beint út í loft,-
ið með tómlegu augnaráði og vekja
enn sterkari forvitni með þögn
sinni. Þessi litla, nakta ey, 118 fcr
kílómetrar að flatarmáli, langt úti
í Kyrrahafinu.hefur haldið vel ut-
an um leyndardóma sína í þau 220
ár. sein liðin eru síðan Roggeveen
uppgötvaði liana. Alt til ársins 1S8S
kastaði enginn eigu sinni á eyna,
en þá var hún innlimuð í Chile.
★
ÞAÐ ERl FLEIRI ráðgátur en
þessar að finna í hinu volduga
Kyrrahafi. Á Tahiti eru margir
dularfullir steinar með áletrunum,
sem enginn kann úr að lesa. Á hin-
um nyrstu af Nýju-Hebridscyjum
hef jeg horft á undarlegar, hvefld-
© n
Noldtrar guðamyndimar.