Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 16
192 LESBÖK MOBQUNBIjAÐSTNS Til greina kemur einnig IIa8-b8. 15. Ilhl—cl. Ef 14. ]?(]'_>, D&3 15. D—b5 Re6+ d4. með svipuðum afleiðingum. 15. —„— Dc3—a5 16. d4-)»-c5. Ilal—bl gerir svörtu erfiðara fyrir. Hinn gerði leikur opnar tafl- ið um of, sem er svörtum í hag eins og brátt kemur í ljós. 16. — Bf8+c5 17. Be3+c5 Rd7+c5 18. Rf3— g5 Da5—*-b6! Óþægileg hótun — Vinningsleik- urinn. 19. Kf2—fl Re6—d4 20. De2—h5 g7—g6 21. Dh5—h6 Rd4—f5 22. I)h6—h3 Rc5—d3 Qefið. — Snotur skák, frumleg og mjög athvglisverð. Óli Valdimarsson. V - Páskaeyjan Framh. af bls. 186 Forsögu Kyrrahafseyjanna hvlur vefur af hjátrú og leyndardómum og það er e. t. v. óvíst hvort nokk- urntíma verður komist lengra en þangað. sem við þegar höfum náð. En ætli^það komi að sök þó að eitthvað það geymist sem alið geti undir heilabrotum og hugmynda- flugi í þessum nýja, vjelræna og sí-sofandi heimi? — Fyrir hverju bcrst Enijland? Framh. af bls. 183 bliki, komið fram með óyggjandi tillögur um fyrirmyndar þjóðlegt eða alþjóðlegt fjelagslíf. En við getum stutt að því að skapa þau skilyrði að hægt verði að ná sam- komulagi um að taka upp aftur vissar meginreglur, sem vel hafa gefist og að hægt verði að losna við áivirðingar síðustu tíma. I>egar Þýskaland hefir verið sigr- að. getum við öll hjálpast að því að ryðja úr vegi hindrununum fyr- ir þróun mannkynsins, sem heimska mannanna (mest fyrir áhrif þýskra kennisetninga) hefir staðið í vegi fyrir, og aftur viðurkennt sköpun- armátt mannsandans. Að lokum vil jeg tilfæra h.jer nokki'ar línur úr bók, sem mikið hefir verið lesin í Englandi og heit- ir: „Leiðin til þrælkunar". Ilöf- undurinn, sem er mikilsmetinn hag- fræðingur af austurrísku liergi brot- inn, kemst svo að orði: „Ef við ætlum að byggja upp nýjan og betri heim, verðum við að hafa hugi-ekki til að byggja upp frá grunni. Það eru ekki þeir, sem trúa á óumflýjanlega rás viðburðanna, sem sýna þetta hugrekki og ekki þeir sem hrópa upp um „Nýskipun", sem er í raun og veru% ekki annað en að knýja fram stefnu síðustu 40 úra, — og sem ekki geta hugsað sjer ncitt betra en að apa eftir Uitler. Þeir sem hrðpa hæst um ,,Nýskipunina“ eru vissulega mest undir áhrifum þeirra hugmynda sem hafa orsakað þennan ófrið og mest af því böli sem þjáir okkur nú. Ungu mennirnfr hafa rjett fyrir sjer, er þeir hafa litla trú á þeim hugmyndiun er hinir eldri stjórnast af, en þeitu skjátlast og þeir eru á rangri leið, er þeir halda að þetta sjeu hinar frjálslegu skoðanir 19. aldarinnar, — sem hin unga kyn- slóð í raun og veru þekkir ekki. Þó að við hvorki óskum nje höfum möguleika til að hverfa aft- ur til raunveruleika 19. aldarinnar, þá höfutn við tækifæri til að gjöra okkur ljósar hugmvndir hennar og þær voru vissulega ekki auðvirði- legar. Við höfum engan rjett til þess að álíta okkur fremri öfum okkar í þessu efni og við ættum aldrei að gleyma því að það erum, við, 20. öldin. en ekki þeir, sem höf- um orsakað ringulreiðina. Ef þeir höfðu ekki að fullu lært hvað til þess þurfti að skapa þann heim sem þeir óskuöu. þá ætti sú reynsla, sem við síðan höfum öðlast að hafa gjört okkur fæPari til þess að inna það hlutverk af hendi. Ef fyrsta tilraun okkar til að skapa heim frjálsra manna hefir brugðist, þá verðum við að reyna aftur. Sú höf- uðregla að einstaklingsfrelsið horfi til framfara er eins sönn í dag eins og hún var á 19. öldinni“. Það er fyrir þessu sem Englemj- ingar eru að ’berjast, — nýjum heimi, sem getur hafist handa alveg frá grunni, leiddur af visku þeirra manna, sem komu okkur á fram- farabrautina á liðnum tímum, en *hefir sjer til varnaðar heimsku þeirra, sem hrundu okkur út af jiessari braut á okkár eigin tímum. 4 4 i I Viðtækjaversluninni, ]>egar við- ta'ki fengust þar. Frúin : — Jæja, jeg ætla þá að kaupa þetta i!tvar])stæki, en þjer verðið að búa það út fyrir gas, því við höfum ekki rafmagn heima. ★ Lísa litla, sem kom í heimsókn til Óla : — Um hvað eru þeir að rífast? — Afi vill fá að sýna pabba, hvernig hann á að fara að því að reikna heimadæmin mín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.