Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1945, Blaðsíða 5
LESBÓIv MORGUNBLAÐSINS 181 hvorttveggja, kennslu og aðbúnað nemenda, mataræði og annað, við biskupsstólana. Unglingafræðslan. var þá vitanlega öll á heimilunum og fór mjög eftir því, hve dugandi og hugsunarsamir prestarnir voru í því, að sjá um að þetta starf væri vel rækt og hlaupa sjálfir undir baggann. Allt, sem glæddi áhuga og; menntun prestanna kom því al- þýðumenntuninni að góðu. Og því verður naumast á iflóti mælt, að í þessu efni hefir sendiför llarboes orðið geysi áhrifamikil og það jafn vel svo, að telja verður Ludvig' Ilarboe með sönnum velgerðamönn- um íslensku þjóðarinnai'. Ilefir Hall- grímur Ilallgrímsson bókavörður og sagnfræðingur ritað um þetta gagn- merka ritgerð, og sýnt, eftir því sem gögn ná til. fram á, að sendiför Ilarboes marki í raun rjettri tíma- mót um undirstöðumenntuu alþýðu manna á íslandi, þ. e. um lestrar- kunnáttu þeirra. X. SVO ER AÐ SJA, sem ástandið hafi verið heldur betra í Hóla- biskupsdæmi hvað lestrarkunnáttu snerti, þrátt fyrir veikari og lakari stjórn á því biskupsdæmi um nærri hálfrar aldar skeið. En líklega hef- ir þetta löngum verið svo, að fólk nórðanlands hefir verið fullt svo bókfúst sem sunnanlands. Má telja, að á árunum 1742—hafi fullur helmingur fólksins fyrir norðan kunnað að lesa. En í Skálholtsbisk- upsdæmi hefir töluvert vant.að á. að helmingur væri læs, (sennilega ekki fjarri því, að 40% væru læsir) og á: sumura stöðum var lestrarkunnátt- an mjög lítil. Lakast var þetta sunn anlands í nánd við sjálfan biskups- stólinn, og hcfir varla meira en, helmingur fullorðins fólks kunnað1 að lesa á Suðurlandsundirlendinu. í Skálholtsbiskupsdæmi var þetta skárst á Austurlandi. Sje svo reynt að athuga, hvernig þetta er orðið um 40 árum síðar, kemur í ljós, að stórmikil breyting er orðin. Á árunum 1780—’85 má, heita að allur þorri fólks sje talið læst, og þeir ólæsu eru oftast gamal menni — leifarnar frá tímanum fyrir vakningu Ilarboes. lljer er ]»á um stórkostlegan arf að ræða frá hinni myrku 18. öld. Á síðari hluta hennar virðist • allur 'almenningur hafa lært að lesa. Og ekki getur nokkur vafi leikið á því, að ein af orsökum þessa. er vakn- ing sú, sem þeir Harboe og Jón Þorkelsson ollu með komu sinni, ferðalögum, ræðum og áminningum og með þeim lagaboðum og reglu- gerðum, sem Harboe fjekk sett um þessi efni. Pietistastefnan — s.jálf kirkju- stefnan, heitttrúnaðurinn —, virð- ist ekki hafa haft veruleg áhrif hjer á landi. Islendingar hafa aldrei ver- ið ofsamenn nje öfgafullir í trú- málum, og vakningaprjedikarar hafa oftast farið hjeðan vonsviknir Harboe gat varla fundið nokkurt hriskupsefni hjer í anda hinnar nýju stefnu. Þeir, sem hann loks valdi eftir vandlega íhugun, urðu í röð ómerkilegustu biskupa, sem verið hafa á Islandi, þótt báðir væru sjálf sagt lýtalausir menn og velmein- andi. . Ilin ágæta og vekjandi barnalær- dómsbók Pontoppidans var afgreidd með gælunafninu Ponti. En á öðru sviði hafa fslendingar verið fljótari að vakna. Og það var þegar Pietisminn kallaði menn til meiri alþýðumenntunar, til lestrar- kunnáttu og skriftar. Þá hafa prest arnir risið upp og heimilin tekið undir. Og á einum mannsaldri .er h.jer komin allæs þjóð og hcfir verið það sí,ðan. XT. EIXS OG áður er getið fjekk Ilarboe veitingu fyrir Þrándheims- biskupsdæmi meðan hann dvaldi hér Eftir brottför sína hjeðan settist hann að biskupsstóli síniun og gerð- ist þar hinn nýtasti og röskasti stjórnandi. Árið 1748 varð hann að- stoðarmaður tengdaföður síns, Her- slebs Sjálandsbiskups og eftirmað- ur hans á S.jálands biskupsstóli 1757. Gengdi hann þessu æðsta kirkjuembætti í Danmövku með sömu manngæsku og þó röggsemi, sem áður höfðu komið í l.jós með honum, til ársins 178J. Tók þá tengdasonur hans. Balle, við Sjá- landsbiskupsdæmi, og sögðu menn í gamni að S.jálandsbisknpsdæmi væi'i orðið arfgengt í kvenlegginn. Alla þá stund, sem llarboe naut við, var hann kvaddur til ráða um Jslandsmál. Lagði hann jafrian hið besta til og hefir vafalaust átt sinn þátt í þeim umbótaáhuga, sem nú fór að bera meira á um Islandsmál. Þeaar Iiarboe kom í Skálholt 1744 veitti ann athygli ungum pilti sem þar var, frábærum að námsgáfum. Tók Harboe svo miklu ástfóstri við sveininn, að hann hat'ði hann með s.jer af landi burt og kom honum til rnanns sem mest mátti verða. Þessi maður var snillingurinn 'Jón Eiríksson, konferensráð, aldavinur og stafnbúi Skúla fógeta í baráttu hans fyrir málefnum íslands. Lýkur svo þessum litlu jtáltum, af Harboe, hinum góða gesti á Is- lands erfiðustu tímum. Póll var búinn að mixa gamla Fordin svo að liann gekk, en hrað- inn var ekki samkvæmt nýjustu tísku. Hann spertist við að reyna að pína garminn fram úr hvaða faratæki sem var, en aílt slíkt mis- tókst. Loksins tókst honum það samt. Mað ur, sem ók hjólbörðum eftir vegkantinum, var að lúta í lægra haldi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.